Innlent

Illviðri víða um land

MYND/Elma Guðmundsdóttir
Illviðri brast á upp úr klukkan níu í gærkvöldi á Hellisheiði og varð að loka leiðinni en greiðfært var um Þrengslin. Vegurinn var ruddur snemma í morgun og opnaður á ný. Um svipað leyti gerði afleitt veður á Holtavörðuheiði þannig að ökumenn sem voru á leið á heiðina sneru við. Þar er enn stórhríð og ófært. Hið sama gildir um Steingrímsfjarðarheiði en verið er að opna Bröttubrekku. Ekki er vitað um nein óhöpp vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×