Innlent

Rúm 1700 skiptu um trúfélag

1705 Íslendingar skiptu um trúfélag á síðasta ári eða 0,6 prósent landsmanna. Hlutfallið er svipað því sem verið hefur undanfarin ár, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Af þeim sögðu 66 prósent sig úr þjóðkirkjunni eða um ellefu hundruð manns. Nýskráningar voru flestar í Fríkirkjuna í Reykjavík, Fríkirkjuna í Hafnarfirði og kaþólsku kirkjuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×