Skilja illa ráðningarsamninga 18. janúar 2005 00:01 Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. Það var Fjölmenningasetur sem lét gera rannsóknina þar sem könnuð voru viðhorf innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum til búsetu, atvinnu og fleiri þátta. Þátttakendur komu frá Póllandi, Taílandi, Fillipseyjum og gömlu Júgóslavíu og var svarhlutfallið 58%. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að yfirgnæfandi meirihluti svarenda, eða 92 prósent, hefur áhuga á að læra íslensku eða vill læra hana betur. Sem stendur talar fimmtungur innflytjendanna einungis móðumál sitt. Þá tala meira en 70 prósent svarenda alltaf móðurmál sitt við börnin sín. Þegar staða innflytjendanna á vinnumarkaði er skoðuð kemur í ljós að 74 prósent voru virk á atvinnumarkaði eða stunduðu nám í heimalandi sínu áður en komið var hingað til lands. Eftir að hingað er komið eru meira en níu af hverjum tíu á vinnumarkaði samkvæmt könnuninni og þeir sem það eru ekki eru í námi. Atvinnuleysi er því nær óþekkt meðal innflytjendanna Sérstaka athygli vekur hins vegar að þrátt fyrir að átta af hverjum tíu innflytjendum hafi skrifað undir ráðningarsamning skilja 62 prósent illa eða ekki hvað stendur í samningnum. Við því er aðeins eitt ráð. Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs, segir að þýða verði samningana á fleiri tungumál, en í dag eru þeir aðeins á ensku og íslensku. Enn eitt atriði sem athygli vekur er að mjög mikið frumkvæði virðist búa í innflytjendunum og hafa 40 prósent þeirra áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Tólf prósent hafa þegar gert það en til samanburðar má geta þess að rannsóknir benda til að hlutfallið sé á milli fimm og sjö prósent hjá Íslendingum. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. Það var Fjölmenningasetur sem lét gera rannsóknina þar sem könnuð voru viðhorf innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum til búsetu, atvinnu og fleiri þátta. Þátttakendur komu frá Póllandi, Taílandi, Fillipseyjum og gömlu Júgóslavíu og var svarhlutfallið 58%. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að yfirgnæfandi meirihluti svarenda, eða 92 prósent, hefur áhuga á að læra íslensku eða vill læra hana betur. Sem stendur talar fimmtungur innflytjendanna einungis móðumál sitt. Þá tala meira en 70 prósent svarenda alltaf móðurmál sitt við börnin sín. Þegar staða innflytjendanna á vinnumarkaði er skoðuð kemur í ljós að 74 prósent voru virk á atvinnumarkaði eða stunduðu nám í heimalandi sínu áður en komið var hingað til lands. Eftir að hingað er komið eru meira en níu af hverjum tíu á vinnumarkaði samkvæmt könnuninni og þeir sem það eru ekki eru í námi. Atvinnuleysi er því nær óþekkt meðal innflytjendanna Sérstaka athygli vekur hins vegar að þrátt fyrir að átta af hverjum tíu innflytjendum hafi skrifað undir ráðningarsamning skilja 62 prósent illa eða ekki hvað stendur í samningnum. Við því er aðeins eitt ráð. Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs, segir að þýða verði samningana á fleiri tungumál, en í dag eru þeir aðeins á ensku og íslensku. Enn eitt atriði sem athygli vekur er að mjög mikið frumkvæði virðist búa í innflytjendunum og hafa 40 prósent þeirra áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Tólf prósent hafa þegar gert það en til samanburðar má geta þess að rannsóknir benda til að hlutfallið sé á milli fimm og sjö prósent hjá Íslendingum.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira