Fleiri fréttir Ráðuneyti og Alcoa áfrýja bæði Umhverfisráðuneytið og Alcoa á Íslandi hafa ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms vegna álversins í Reyðarfirði til Hæstaréttar. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis telur dóminn rangan. 12.1.2005 00:01 Vigdís verndari Neyðarhjálparinnar Það er jafnan forseti Íslands sem fenginn er til að vera verndari þegar stórum landssöfnunum er hleypt af stokkunum. Í gær gerðist það hins vegar að fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, var fengið hlutverkið en ekki Ólafi Ragnari Grímssyni. 12.1.2005 00:01 Mikið tap vegna drollaraskapar Ný innisundlaug var opnuð í Salaskóla í Kópavogi í dag, einu og hálfu ári á eftir áætlun. Aðalverktaki verksins var lýstur gjaldþrota í síðasta mánuði og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir bæjarfélagið hafa tapað að minnsta kosti eitt hundrað milljónum króna á þessum drollaraskap. 12.1.2005 00:01 Reyðarál í umhverfismat Umhverfisráðuneytið hefur þegar ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær, um að álver Reyðaráls þurfi að sæta umhverfismati. Með dómnum var úrskurði umhverfisráðherra um að álver Reyðaráls, fyrir allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu þyrfti ekki að sæta umhverfismati dæmdur ómerkur, að kröfu Hjörleifs Guttormssonar. 12.1.2005 00:01 Án starfsleyfis Hjörleifur Guttormsson segir að meta þurfi framkvæmd Reyðaráls upp á nýtt með dómi héraðsdóms Reykjavíkur um að Reyðarál þurfi að sæta umhverfismati. Með því þurfi að vinna þær leyfisveitingar sem byggja á mati á umhverfisáhrifum upp á nýtt og Reyðarál sé því í raun án starfsleyfis. 12.1.2005 00:01 Sundlaug undir kostnaðaráætlunum Kostnaður við Sundmiðstöðina í Laugardal var sjö prósentum undir frumáætlun. 12.1.2005 00:01 Bíll fastur í snjóflóði Ökumaður keyrði inn í snjóflóð rétt norðan við Sauðanes í Ólafsfjarðarmúla um hádegi í gær. 12.1.2005 00:01 Hansína vill ekki klórgasið Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, telur að Mjöll Frigg í Vesturvör í Kópavogi fái ekki starfsleyfi til klórframleiðslu. Enginn vilji sé til að veita þeim leyfi til að vinna með klórgas á svæðinu. 12.1.2005 00:01 Hús rýmd vegna snjóflóðs Íbúar úr þremur húsum í Reynishverfi í Mýrdal yfirgáfu heimili sín í gærkvöldi að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. Í gærkvöldi féll snjóflóð í grennd við bæinn Garða í Reynishverfi og var þá ákveðið að rýma Garða og tvö hús í viðbót. Ekki hefur frést af frekari snjóflóðum á svæðinu í nótt. 11.1.2005 00:01 Náði naumlega inn til lendingar Flugmaður á eins hreyfils bandarískri vél, sem var að koma hingað til lands frá Grænlandi í gærkvöldi, náði naumlega inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa sent út neyðarkall þegar hann var rúmar hundrað sjómílur vestur af Keflavík. Þá var vélin að missa hæð vegna gangtruflana. 11.1.2005 00:01 Bjargaði ófrískri úr ljónskjafti Fyrir 25 árum náði ljón í Sædýrasafninu í Hafnarfirði taki á ungri, óléttri konu sem þar var gestur. Munaði engu að ljónið næði að rífa hana í sig þegar ungur starfsmaður safnsins greip til sinna ráða og bjargaði konunni. Maðurinn hét Hákon Eydal og var þá tvítugur. 11.1.2005 00:01 Snjóflóð lokaði veginum Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð í gærkvöldi og lokaði þjóðveginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Vegna frekari flóðahættu var ekki ráðist í að ryðja veginn í gærkvöldi en nú er orðið logn og blíða á svæðinu og vegagerðarmenn eru búnir að opna veginn. 11.1.2005 00:01 Halldór og Davíð fá sér BMW Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafa báðir fengið sér nýja ráðherrabíla. Deila þeir smekk í þetta sinn því þeir fengu sér eins bíla; BMW 730 Li. Sú tegund af þýska eðalvagninum er flokkuð sem viðhafnarútgáfa og er lengri en venjulegri bílar af þessari gerð. 11.1.2005 00:01 Skert læknisþjónusta í Eyjum Vegna fjárhagsþrenginga Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur framkvæmdastjóri ákveðið að skerða læknisþjónustu stofnunarinnar við bæjarbúa að ýmsu leyti á þessu ári. Þetta kemur fram í umsögn frá læknaráði heilbrigðisstofnunarinnar og Eyjar.net greinir frá. 11.1.2005 00:01 Teknir með 10 kíló af hvítu efni Tveir íslenskir sjómenn af togaranum Hauki ÍS hafa verið úrskurðaðir í allt að sex mánaða gæsluvarðhald eftir að u.þ.b. tíu kíló af hvítu fíkiniefni fannst í fórum þeirra í Þýskalandi á fimmtudag. 11.1.2005 00:01 Neyðarhjálp úr norðri hefst í dag Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri“ fyrir þá sem lifðu af hamfarirnar í Asíu hófst í dag. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Auk almennings leggja þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjár verslunarmiðstöðvar, níu útvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, listamenn og fyrirtæki sitt af mörkum til að styðja neyðarstarfið. 11.1.2005 00:01 Snjóflóðahætta liðin hjá Íbúar í tveimur íbúðarhúsum af þremur á bæjum í Reynishverfi í Mýrdal, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi, fengu að snúa aftur heim fyrir stundu. Fólkið rýmdi hús sín að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. 11.1.2005 00:01 Með kíló af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur Ungverji hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að röntgenmyndataka leiddi í ljós að áttatíu fíkniefnahylki voru í meltingarvegi hans við komuna til landsins frá París þann 30. desember síðastliðinn. Eftir að hylkin voru gengin niður af honum kom í ljós að þau innihéldu tæpt kíló af mjög hreinu kókaíni. 11.1.2005 00:01 Niðurstaða um mánaðamótin Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. 11.1.2005 00:01 Hálka víðast hvar Hálka og vetrafærð er á landinu. Búið er að moka Klettsháls og Ísafjarðardjúp. Þæfingur er á Þverárfjalli, éljagangur á Öxnadalsheiði, á Ausfjörðum er Öxi ófær og snjóþekja og éljagangur er á Suðurlandi. 11.1.2005 00:01 Inflúensa herjar á landsmenn Inflúensa sem fyrst varð vart um miðjan desember er komin á flug hér á landi og er mikið um veikindi meðal landsmanna. Inflúensan er af svokölluðum A-stofni. Helstu einkenni hennar eru að menn veikjast snögglega og henni fylgja meðal annars beinverkir, hálsverkir og hósti og talsvert hefur verið um kviðóþægindi hjá börnum. 11.1.2005 00:01 Karl Th. hættur hjá Samfylkingunni Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með nýliðnum áramótum. Karl hefur verið framkvæmdastjóri flokksins síðan sumarið 2002. 11.1.2005 00:01 17 milljónir í íþróttaverkefni Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögur Íþróttanefndar um tæplega sautján milljóna króna styrkveitingar úr íþróttasjóði til sextíu og fjögurra verkefna fyrir árið 2005. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum vegna verkefna á árinu rann út í október síðastliðnum. Alls bárust 113 umsóknir. 11.1.2005 00:01 Safnað fyrir fórnarlömb Tsunami Hljómsveitirnar Manic Street Preachers, Snow Patrol, Embrace og söngvarinn Badly Drawn Boy hafa öll staðfest mætingu á Live-Aid tónleikana á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Einnig munu Eric Clapton, Feeder og Lemar koma fram á tónleikunum, sem haldnir verða þann 22. janúar. 11.1.2005 00:01 Geðsjúkir rifnir upp með rótum Arnarholti verður lokað um næstu mánaðarmót. Aðstandandi sjúklings þar segir það ómannúðlegt að fólkið skuli rifið upp með rótum og flutt annað, í sparnaðarskyni, jafnvel til bráðabirgða. Enn er eftir að flytja 18 manns af 30. </font /></b /> 11.1.2005 00:01 Miltisbrandur undir Hlemmi Nautgripur sem drapst af miltisbrandi er grafinn undir Hlemmi í Reykjavík. Hann var frá bóndabýlinu Sunnuhvoli í Reykjavík. Fornleifavernd ríkisins hyggst styðjast við gildandi lög um að stöðva framkvæmdir ef grunur leikur á miltisbrandsmengun. </font /></b /> 11.1.2005 00:01 Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljón króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar. 11.1.2005 00:01 Fjárhagsáætlunin í uppnámi Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar er í uppnámi eftir að Skipulagsstofnun vísaði aðalskipulagstillögu meirihluta Sjálfstæðismanna heim í hérað á ný. Í fjárhagsáætlun 2005, sem samþykkt var 24. nóvember síðastliðinn með atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna, er ráðgert að selja land Hrólfskálamels og Suðurstrandar og er áætlað söluverð 350 milljónir króna. 11.1.2005 00:01 Í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi Tveir íslenskir sjómenn hafa verið úrskurðaðir í að minnsta kosti sex mánaða gæsluvarðhald eftir að lögreglan í Bremerhaven lagði hald á þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í fórum þeirra. Þeir hafa neitað allri samvinnu við lögreglu. 11.1.2005 00:01 Ráðuneytisstjórar ganga í málið Ákveðið hefur verið að allir ráðuneytisstjórarnir í stjórnarráðinu fari yfir stöðu mála á Kárahnjúkum og gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar og komi með tillögur um það hvort og þá hvað mætti fara til betri vegar. 11.1.2005 00:01 Alþjóðlegur stuðningur í glímunni Fulltrúar ítölsku verkalýðsfélaganna og Alþjóða byggingasambandsins koma til Íslands í næstu viku til að styðja íslenska verkalýðshreyfingu. Reynt verður að ná alþjóðlegu samkomulagi við Impregilo. </font /></b /> 11.1.2005 00:01 Ígildi góðrar starfslokagreiðslu Mikill munur er á greiðslu lífeyris til opinberra starfsmanna og launþega á almennum markaði. Munurinn getur verið ígildi 10-20 milljóna króna starfslokagreiðslu. </font /></b /> 11.1.2005 00:01 Skattskyldan er tvímælalaus Enginn vafi leikur á því að portúgalskir leigustarfsmenn Impregilo eigi að borga skatta á Íslandi, að sögn Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra. 11.1.2005 00:01 Mikil loðnuveiði fyrir austan Miklu magni af loðnu hefur verið landað á Austfjörðum undanfarna daga. Fyrstu loðnunni var landað 5. janúar í Neskaupstað. Gunnþór Ingvarsson, aðstoðarmaður forstjóra hjá Síldarvinnslunni, segir að veiðin líti vel út. 11.1.2005 00:01 Tillögur um framkvæmdastjóra Starfshópur á vegum borgarstjóra hefur lagt til að Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ragnar S. Þorsteinsson, Hafdís Gísladóttir og Aðalbjörg Traustadóttir verði ráðin framkvæmdastjórar nýrra þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur rann út 28. nóvember og bárust 67 umsóknir. 11.1.2005 00:01 Dýrara í Bláfjöll Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hækkaði um áramótin gjöld fyrir skíðaiðkun í Bláfjöllum. Daggjaldið verður 1.200 krónur á dag fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn þangað til að ný stólalyfta verður tekin í notkun í febrúar. Þá hækka daggjöld á virkum dögum í 1.300 krónur og í 1.500 krónur um helgar. 11.1.2005 00:01 Tímasetning landsfundar enn óráðin Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mun ákveða það í kringum næstu mánaðamót hvort landsfundur flokksins fari fram í vor eða haust. Málið var rætt á fundi framkvæmdastjórnarinnar í fyrradag en ákvörðun var frestað til næsta fundar. 11.1.2005 00:01 Farsímanotkun sögð hættuleg börnum Börn yngri en átta ára eiga ekki að nota farsíma að mati William Stewart, formanns breskrar nefndar sem fjallar um geislavarnir. Að hans mati stafar börnum hætta af geislun frá símunum þrátt fyrir að það hafi ekki verið sannað. 11.1.2005 00:01 Hrapaði næstum í sjóinn Bandarískum flugmanni tókst að lenda heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir að flugvél hans missti afl. Hann sveif hátt í fjörutíu sjómílur áður en honum tókst að ræsa mótorinn aftur. Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. 11.1.2005 00:01 Gætu fengið fimmtán ára fangelsi Tveir skipverjar Hauks ÍS hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í Þýskalandi. Tuttugu til þrjátíu tollverðir og lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda gerðu innrás í skipið í Bremerhaven þar sem afla skipsins hafði verið landað. </font /></b /> 11.1.2005 00:01 Íslendingar þekkja hamfarir Neyðarhjálp úr norðri nefnist sameiginlegt átak í landssöfnun sem formlega hófst í gær vegna hamfaranna í Asíu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. 11.1.2005 00:01 Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. 11.1.2005 00:01 Varað við hamfarasvindlurum FBI hefur varað fólk við því að svindlarar hafi sett upp síður til þess að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að peningarnir eigi að renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna í Asíu, peningarnir nýtist hins vegar aldrei þeim sem á þurfa að halda heldur svindlurunum sem féfletta fólk með þessum hætti. 11.1.2005 00:01 Bakkaði eftir mótmæli Impregilo Drög að reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga sem var afhent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í júní hefur enn ekki verið birt. Þar var meðal annars tekið harðar á reglum um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður Impregilo skilaði inn umsögn til félagsmálaráðuneytisins þar sem hann segir reglugerðina vera óraunhæfa. 11.1.2005 00:01 Davíð í mánaðarfrí Davíð Oddsson utanríkisráðherra er farinn í frí frá utanríkisráðuneytinu í tæpan mánuð. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst ráðherrann dvelja sér til hressingar í útlöndum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegnir störfum ráðherrans á meðan. 11.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ráðuneyti og Alcoa áfrýja bæði Umhverfisráðuneytið og Alcoa á Íslandi hafa ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms vegna álversins í Reyðarfirði til Hæstaréttar. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis telur dóminn rangan. 12.1.2005 00:01
Vigdís verndari Neyðarhjálparinnar Það er jafnan forseti Íslands sem fenginn er til að vera verndari þegar stórum landssöfnunum er hleypt af stokkunum. Í gær gerðist það hins vegar að fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, var fengið hlutverkið en ekki Ólafi Ragnari Grímssyni. 12.1.2005 00:01
Mikið tap vegna drollaraskapar Ný innisundlaug var opnuð í Salaskóla í Kópavogi í dag, einu og hálfu ári á eftir áætlun. Aðalverktaki verksins var lýstur gjaldþrota í síðasta mánuði og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir bæjarfélagið hafa tapað að minnsta kosti eitt hundrað milljónum króna á þessum drollaraskap. 12.1.2005 00:01
Reyðarál í umhverfismat Umhverfisráðuneytið hefur þegar ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær, um að álver Reyðaráls þurfi að sæta umhverfismati. Með dómnum var úrskurði umhverfisráðherra um að álver Reyðaráls, fyrir allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu þyrfti ekki að sæta umhverfismati dæmdur ómerkur, að kröfu Hjörleifs Guttormssonar. 12.1.2005 00:01
Án starfsleyfis Hjörleifur Guttormsson segir að meta þurfi framkvæmd Reyðaráls upp á nýtt með dómi héraðsdóms Reykjavíkur um að Reyðarál þurfi að sæta umhverfismati. Með því þurfi að vinna þær leyfisveitingar sem byggja á mati á umhverfisáhrifum upp á nýtt og Reyðarál sé því í raun án starfsleyfis. 12.1.2005 00:01
Sundlaug undir kostnaðaráætlunum Kostnaður við Sundmiðstöðina í Laugardal var sjö prósentum undir frumáætlun. 12.1.2005 00:01
Bíll fastur í snjóflóði Ökumaður keyrði inn í snjóflóð rétt norðan við Sauðanes í Ólafsfjarðarmúla um hádegi í gær. 12.1.2005 00:01
Hansína vill ekki klórgasið Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, telur að Mjöll Frigg í Vesturvör í Kópavogi fái ekki starfsleyfi til klórframleiðslu. Enginn vilji sé til að veita þeim leyfi til að vinna með klórgas á svæðinu. 12.1.2005 00:01
Hús rýmd vegna snjóflóðs Íbúar úr þremur húsum í Reynishverfi í Mýrdal yfirgáfu heimili sín í gærkvöldi að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. Í gærkvöldi féll snjóflóð í grennd við bæinn Garða í Reynishverfi og var þá ákveðið að rýma Garða og tvö hús í viðbót. Ekki hefur frést af frekari snjóflóðum á svæðinu í nótt. 11.1.2005 00:01
Náði naumlega inn til lendingar Flugmaður á eins hreyfils bandarískri vél, sem var að koma hingað til lands frá Grænlandi í gærkvöldi, náði naumlega inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa sent út neyðarkall þegar hann var rúmar hundrað sjómílur vestur af Keflavík. Þá var vélin að missa hæð vegna gangtruflana. 11.1.2005 00:01
Bjargaði ófrískri úr ljónskjafti Fyrir 25 árum náði ljón í Sædýrasafninu í Hafnarfirði taki á ungri, óléttri konu sem þar var gestur. Munaði engu að ljónið næði að rífa hana í sig þegar ungur starfsmaður safnsins greip til sinna ráða og bjargaði konunni. Maðurinn hét Hákon Eydal og var þá tvítugur. 11.1.2005 00:01
Snjóflóð lokaði veginum Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð í gærkvöldi og lokaði þjóðveginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Vegna frekari flóðahættu var ekki ráðist í að ryðja veginn í gærkvöldi en nú er orðið logn og blíða á svæðinu og vegagerðarmenn eru búnir að opna veginn. 11.1.2005 00:01
Halldór og Davíð fá sér BMW Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafa báðir fengið sér nýja ráðherrabíla. Deila þeir smekk í þetta sinn því þeir fengu sér eins bíla; BMW 730 Li. Sú tegund af þýska eðalvagninum er flokkuð sem viðhafnarútgáfa og er lengri en venjulegri bílar af þessari gerð. 11.1.2005 00:01
Skert læknisþjónusta í Eyjum Vegna fjárhagsþrenginga Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur framkvæmdastjóri ákveðið að skerða læknisþjónustu stofnunarinnar við bæjarbúa að ýmsu leyti á þessu ári. Þetta kemur fram í umsögn frá læknaráði heilbrigðisstofnunarinnar og Eyjar.net greinir frá. 11.1.2005 00:01
Teknir með 10 kíló af hvítu efni Tveir íslenskir sjómenn af togaranum Hauki ÍS hafa verið úrskurðaðir í allt að sex mánaða gæsluvarðhald eftir að u.þ.b. tíu kíló af hvítu fíkiniefni fannst í fórum þeirra í Þýskalandi á fimmtudag. 11.1.2005 00:01
Neyðarhjálp úr norðri hefst í dag Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri“ fyrir þá sem lifðu af hamfarirnar í Asíu hófst í dag. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Auk almennings leggja þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjár verslunarmiðstöðvar, níu útvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, listamenn og fyrirtæki sitt af mörkum til að styðja neyðarstarfið. 11.1.2005 00:01
Snjóflóðahætta liðin hjá Íbúar í tveimur íbúðarhúsum af þremur á bæjum í Reynishverfi í Mýrdal, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi, fengu að snúa aftur heim fyrir stundu. Fólkið rýmdi hús sín að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. 11.1.2005 00:01
Með kíló af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur Ungverji hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að röntgenmyndataka leiddi í ljós að áttatíu fíkniefnahylki voru í meltingarvegi hans við komuna til landsins frá París þann 30. desember síðastliðinn. Eftir að hylkin voru gengin niður af honum kom í ljós að þau innihéldu tæpt kíló af mjög hreinu kókaíni. 11.1.2005 00:01
Niðurstaða um mánaðamótin Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. 11.1.2005 00:01
Hálka víðast hvar Hálka og vetrafærð er á landinu. Búið er að moka Klettsháls og Ísafjarðardjúp. Þæfingur er á Þverárfjalli, éljagangur á Öxnadalsheiði, á Ausfjörðum er Öxi ófær og snjóþekja og éljagangur er á Suðurlandi. 11.1.2005 00:01
Inflúensa herjar á landsmenn Inflúensa sem fyrst varð vart um miðjan desember er komin á flug hér á landi og er mikið um veikindi meðal landsmanna. Inflúensan er af svokölluðum A-stofni. Helstu einkenni hennar eru að menn veikjast snögglega og henni fylgja meðal annars beinverkir, hálsverkir og hósti og talsvert hefur verið um kviðóþægindi hjá börnum. 11.1.2005 00:01
Karl Th. hættur hjá Samfylkingunni Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með nýliðnum áramótum. Karl hefur verið framkvæmdastjóri flokksins síðan sumarið 2002. 11.1.2005 00:01
17 milljónir í íþróttaverkefni Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögur Íþróttanefndar um tæplega sautján milljóna króna styrkveitingar úr íþróttasjóði til sextíu og fjögurra verkefna fyrir árið 2005. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum vegna verkefna á árinu rann út í október síðastliðnum. Alls bárust 113 umsóknir. 11.1.2005 00:01
Safnað fyrir fórnarlömb Tsunami Hljómsveitirnar Manic Street Preachers, Snow Patrol, Embrace og söngvarinn Badly Drawn Boy hafa öll staðfest mætingu á Live-Aid tónleikana á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Einnig munu Eric Clapton, Feeder og Lemar koma fram á tónleikunum, sem haldnir verða þann 22. janúar. 11.1.2005 00:01
Geðsjúkir rifnir upp með rótum Arnarholti verður lokað um næstu mánaðarmót. Aðstandandi sjúklings þar segir það ómannúðlegt að fólkið skuli rifið upp með rótum og flutt annað, í sparnaðarskyni, jafnvel til bráðabirgða. Enn er eftir að flytja 18 manns af 30. </font /></b /> 11.1.2005 00:01
Miltisbrandur undir Hlemmi Nautgripur sem drapst af miltisbrandi er grafinn undir Hlemmi í Reykjavík. Hann var frá bóndabýlinu Sunnuhvoli í Reykjavík. Fornleifavernd ríkisins hyggst styðjast við gildandi lög um að stöðva framkvæmdir ef grunur leikur á miltisbrandsmengun. </font /></b /> 11.1.2005 00:01
Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljón króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar. 11.1.2005 00:01
Fjárhagsáætlunin í uppnámi Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar er í uppnámi eftir að Skipulagsstofnun vísaði aðalskipulagstillögu meirihluta Sjálfstæðismanna heim í hérað á ný. Í fjárhagsáætlun 2005, sem samþykkt var 24. nóvember síðastliðinn með atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna, er ráðgert að selja land Hrólfskálamels og Suðurstrandar og er áætlað söluverð 350 milljónir króna. 11.1.2005 00:01
Í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi Tveir íslenskir sjómenn hafa verið úrskurðaðir í að minnsta kosti sex mánaða gæsluvarðhald eftir að lögreglan í Bremerhaven lagði hald á þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í fórum þeirra. Þeir hafa neitað allri samvinnu við lögreglu. 11.1.2005 00:01
Ráðuneytisstjórar ganga í málið Ákveðið hefur verið að allir ráðuneytisstjórarnir í stjórnarráðinu fari yfir stöðu mála á Kárahnjúkum og gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar og komi með tillögur um það hvort og þá hvað mætti fara til betri vegar. 11.1.2005 00:01
Alþjóðlegur stuðningur í glímunni Fulltrúar ítölsku verkalýðsfélaganna og Alþjóða byggingasambandsins koma til Íslands í næstu viku til að styðja íslenska verkalýðshreyfingu. Reynt verður að ná alþjóðlegu samkomulagi við Impregilo. </font /></b /> 11.1.2005 00:01
Ígildi góðrar starfslokagreiðslu Mikill munur er á greiðslu lífeyris til opinberra starfsmanna og launþega á almennum markaði. Munurinn getur verið ígildi 10-20 milljóna króna starfslokagreiðslu. </font /></b /> 11.1.2005 00:01
Skattskyldan er tvímælalaus Enginn vafi leikur á því að portúgalskir leigustarfsmenn Impregilo eigi að borga skatta á Íslandi, að sögn Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra. 11.1.2005 00:01
Mikil loðnuveiði fyrir austan Miklu magni af loðnu hefur verið landað á Austfjörðum undanfarna daga. Fyrstu loðnunni var landað 5. janúar í Neskaupstað. Gunnþór Ingvarsson, aðstoðarmaður forstjóra hjá Síldarvinnslunni, segir að veiðin líti vel út. 11.1.2005 00:01
Tillögur um framkvæmdastjóra Starfshópur á vegum borgarstjóra hefur lagt til að Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ragnar S. Þorsteinsson, Hafdís Gísladóttir og Aðalbjörg Traustadóttir verði ráðin framkvæmdastjórar nýrra þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur rann út 28. nóvember og bárust 67 umsóknir. 11.1.2005 00:01
Dýrara í Bláfjöll Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hækkaði um áramótin gjöld fyrir skíðaiðkun í Bláfjöllum. Daggjaldið verður 1.200 krónur á dag fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn þangað til að ný stólalyfta verður tekin í notkun í febrúar. Þá hækka daggjöld á virkum dögum í 1.300 krónur og í 1.500 krónur um helgar. 11.1.2005 00:01
Tímasetning landsfundar enn óráðin Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mun ákveða það í kringum næstu mánaðamót hvort landsfundur flokksins fari fram í vor eða haust. Málið var rætt á fundi framkvæmdastjórnarinnar í fyrradag en ákvörðun var frestað til næsta fundar. 11.1.2005 00:01
Farsímanotkun sögð hættuleg börnum Börn yngri en átta ára eiga ekki að nota farsíma að mati William Stewart, formanns breskrar nefndar sem fjallar um geislavarnir. Að hans mati stafar börnum hætta af geislun frá símunum þrátt fyrir að það hafi ekki verið sannað. 11.1.2005 00:01
Hrapaði næstum í sjóinn Bandarískum flugmanni tókst að lenda heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir að flugvél hans missti afl. Hann sveif hátt í fjörutíu sjómílur áður en honum tókst að ræsa mótorinn aftur. Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. 11.1.2005 00:01
Gætu fengið fimmtán ára fangelsi Tveir skipverjar Hauks ÍS hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í Þýskalandi. Tuttugu til þrjátíu tollverðir og lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda gerðu innrás í skipið í Bremerhaven þar sem afla skipsins hafði verið landað. </font /></b /> 11.1.2005 00:01
Íslendingar þekkja hamfarir Neyðarhjálp úr norðri nefnist sameiginlegt átak í landssöfnun sem formlega hófst í gær vegna hamfaranna í Asíu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. 11.1.2005 00:01
Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. 11.1.2005 00:01
Varað við hamfarasvindlurum FBI hefur varað fólk við því að svindlarar hafi sett upp síður til þess að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að peningarnir eigi að renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna í Asíu, peningarnir nýtist hins vegar aldrei þeim sem á þurfa að halda heldur svindlurunum sem féfletta fólk með þessum hætti. 11.1.2005 00:01
Bakkaði eftir mótmæli Impregilo Drög að reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga sem var afhent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í júní hefur enn ekki verið birt. Þar var meðal annars tekið harðar á reglum um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður Impregilo skilaði inn umsögn til félagsmálaráðuneytisins þar sem hann segir reglugerðina vera óraunhæfa. 11.1.2005 00:01
Davíð í mánaðarfrí Davíð Oddsson utanríkisráðherra er farinn í frí frá utanríkisráðuneytinu í tæpan mánuð. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst ráðherrann dvelja sér til hressingar í útlöndum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gegnir störfum ráðherrans á meðan. 11.1.2005 00:01