Skert læknisþjónusta í Eyjum 13. október 2005 15:20 Vegna fjárhagsþrenginga Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur framkvæmdastjóri ákveðið að skerða læknisþjónustu stofnunarinnar við bæjarbúa að ýmsu leyti á þessu ári. Þetta kemur fram í umsögn frá læknaráði heilbrigðisstofnunarinnar sem send hefur verið til framkvæmdastjóra, bæjarstjórnar Vestmannaeyja, landlæknis og heilbrigðisráðherra og Eyjar.net greinir frá. Tvö mál vega þyngst í málinu: Annars vegar hefur verið ákveðið að fella niður bakvakt heilsugæslulækna, svokallaða G-II vakt, frá og með áramótum. Bakvakt þessi hefur verið öryggisventill og tryggt að ávallt séu til staðar fleiri en einn heilsugæslulæknir á eyjunni. Læknir á G-II bakvakt hefur verið hægt að kalla inn þegar vakthafandi heilsugæslulæknir hefur þurft að fara í sjúkraflug, verið upptekinn á skurðstofu eða þurft að sinna öðrum brýnum erindum. Í öðru lagi hefur framkvæmdastjóri ákveðið að loka fyrir skurðstofu og skurðlæknisþjónustu stofnunarinnar í a.m.k. sex vikur næsta sumar. Allt starfsfólk skurðstofu, þar með talið skurðlæknir og svæfingalæknir, verður sent í frí á þessum tíma og ekki ráðið í neinar afleysingastöður. Því kemur skurðlæknis- og svæfingalæknisþjónusta til með að leggjast alveg af stóran hluta næsta sumars. Þetta hefur ekki gerst áður í seinni tíð. Samkvæmt Eyjar.net eru afleiðingar af þessu margar, m.a. þær að mun fleiri sjúklinga með bráðasjúkdóma ýmis konar þarf að senda með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ef stærri slys eða hópslys verða þá eru einungis tveir læknar á vakt, vakthafandi heilsugæslulæknir og lyflæknir, og jafnvel ekki fleiri til staðar á eyjunni. Þetta þýðir einnig að allar fæðandi konur þarf að senda til Reykjavíkur og ef um áhættufæðingar er að ræða þurfa viðkomandi konur í sumum tilfellum að dvelja í Reykjavík í margar vikur. Þrátt fyrir þetta getur komið upp sú staða að konur fari óvænt í fæðingu fyrir tímann og þurfi á bráðakeisaraskurði að halda. Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Vegna fjárhagsþrenginga Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur framkvæmdastjóri ákveðið að skerða læknisþjónustu stofnunarinnar við bæjarbúa að ýmsu leyti á þessu ári. Þetta kemur fram í umsögn frá læknaráði heilbrigðisstofnunarinnar sem send hefur verið til framkvæmdastjóra, bæjarstjórnar Vestmannaeyja, landlæknis og heilbrigðisráðherra og Eyjar.net greinir frá. Tvö mál vega þyngst í málinu: Annars vegar hefur verið ákveðið að fella niður bakvakt heilsugæslulækna, svokallaða G-II vakt, frá og með áramótum. Bakvakt þessi hefur verið öryggisventill og tryggt að ávallt séu til staðar fleiri en einn heilsugæslulæknir á eyjunni. Læknir á G-II bakvakt hefur verið hægt að kalla inn þegar vakthafandi heilsugæslulæknir hefur þurft að fara í sjúkraflug, verið upptekinn á skurðstofu eða þurft að sinna öðrum brýnum erindum. Í öðru lagi hefur framkvæmdastjóri ákveðið að loka fyrir skurðstofu og skurðlæknisþjónustu stofnunarinnar í a.m.k. sex vikur næsta sumar. Allt starfsfólk skurðstofu, þar með talið skurðlæknir og svæfingalæknir, verður sent í frí á þessum tíma og ekki ráðið í neinar afleysingastöður. Því kemur skurðlæknis- og svæfingalæknisþjónusta til með að leggjast alveg af stóran hluta næsta sumars. Þetta hefur ekki gerst áður í seinni tíð. Samkvæmt Eyjar.net eru afleiðingar af þessu margar, m.a. þær að mun fleiri sjúklinga með bráðasjúkdóma ýmis konar þarf að senda með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ef stærri slys eða hópslys verða þá eru einungis tveir læknar á vakt, vakthafandi heilsugæslulæknir og lyflæknir, og jafnvel ekki fleiri til staðar á eyjunni. Þetta þýðir einnig að allar fæðandi konur þarf að senda til Reykjavíkur og ef um áhættufæðingar er að ræða þurfa viðkomandi konur í sumum tilfellum að dvelja í Reykjavík í margar vikur. Þrátt fyrir þetta getur komið upp sú staða að konur fari óvænt í fæðingu fyrir tímann og þurfi á bráðakeisaraskurði að halda.
Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira