Innlent

Varað við hamfarasvindlurum

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur varað fólk við því að svindlarar hafi sett upp síður til þess að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að peningarnir eigi að renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna í Asíu, peningarnir nýtist hins vegar aldrei þeim sem á þurfa að halda heldur svindlurunum sem féfletta fólk með þessum hætti. Auk þessara fjárplógssíðna hafa verið settar upp nokkurs konar sjóræningjasíður sem veita eigendum síðunnar aðgang að tölvum þeirra sem fara inn á síðurnar og hlaða niður efni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×