Miltisbrandur undir Hlemmi 13. október 2005 15:20 Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira