Innlent

Bakkaði eftir mótmæli Impregilo

Drög að reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga sem var afhent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í júní hefur enn ekki verið birt. Þar var meðal annars tekið harðar á reglum um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður Impregilo skilaði inn umsögn til félagsmálaráðuneytisins þar sem hann segir reglugerðina vera óraunhæfa. "Þessi reglugerð staðfesti enn frekar allt sem við höldum fram að verið sé að brjóta og beygja varðandi samskipti stjórnvalda við Impregilo." segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í samtali við DV. Nánar má lesa um óbirtu reglugerðina í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×