Innlent

Inflúensa herjar á landsmenn

Inflúensa sem fyrst varð vart um miðjan desember er komin á flug hér á landi og er mikið um veikindi meðal landsmanna. Inflúensan er af svokölluðum A-stofni. Helstu einkenni hennar eru að menn veikjast snögglega og henni fylgja meðal annars beinverkir, hálsverkir og hósti og talsvert hefur verið um kviðóþægindi hjá börnum. Að sögn Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu, getur flensan varað í marga daga. Hann telur ekki að flensan sé skæðari en venjulegt er og býst við að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×