Innlent

Sundlaug undir kostnaðaráætlunum

Kostnaður við Sundmiðstöðina í Laugardal var sjö prósentum undir frumáætlun. Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu segir, segir á vef Umhverfis- og tæknisviðs að mikil vinna hafi verið lögð í kostnaðarstýrða hönnun. Á verktíma hafi verið gerðar útgöngspár og ýmis liðir endurnýjaðir á grundvelli þeirra. Húsið hafi meðal annars verið lækkað svo áætlanir stæðust. Sundlaugin er hönnuð í samræmi við alþjóðlegar kröfur um keppnislaugar. Hún var opnuð í uphafi árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×