Vigdís verndari Neyðarhjálparinnar 12. janúar 2005 00:01 Það er jafnan forseti Íslands sem fenginn er til að vera verndari þegar stórum landssöfnunum er hleypt af stokkunum. Í gær gerðist það hins vegar að fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, var fengið hlutverkið en ekki Ólafi Ragnari Grímssyni. Þegar Krabbameinsfélagið efndi síðast til landssöfnunar var forseti Íslands verndari. Lions-hreyfingin sem og Kiwanis hafa jafnan fengið þjóðhöfðingjann til að vernda sínar landssafnanir þegar K-lyklar og Rauðar fjaðrir hafa verið seldar. Rauði krossinn hefur einnig haft forsetann sem opinberan verndara í sínum landssöfnunum. Dæmi er um að forsetafrúin hafi gegnt þessu hlutverki en Dorrit Moussaief var verndari landssöfnunar Sjónarhóls. Þegar landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri var kynnt í gær var hins vegar upplýst að fyrrverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, yrði verndari. Elín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarhjálpar úr norðri, segir að núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sé verndari Rauða kross Ísland og fyrir tveimur mánuðum hafi hann verið verndari landssöfnunarinnar Göngum til góðs. Það sem geri þessa söfnun sérstaka sé sú breiðfylking sem að þessu standi, en allar útvarpsstöðvar, sjónvarpsstöðvar og dagblöð landsins komi að henni auk fjölmargra fyrirtækja, einstaklinga og fimm mannúðarsamtaka. Fólkinu sem að þessu stendur hafi þótt það góð hugmynd að fá bæði núverandi og fyrrverandi forseta til að vera með og úr hafi orðið að Vigdís Finnbogadóttir ýti söfnuninni úr vör og Ólafur Ragnar Grímsson verði með þegar söfnunin nær hámarki á laugardagskvöld. Þau séu því bæði með sem sé í anda söfnunarinnar. Eftir átök síðasta árs lýstu andstæðingar núverandi forseta því yfir að hann gæti ekki verið sameiningartákn. Höfðu slík sjónarmið áhrif nú? Elín segist getað fullvissað alla um að svo hafi ekki verið, ekki hafi einu sinni verið rætt um það. Gengið hafið verið út frá því að fá báða aðila til að vera með. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Það er jafnan forseti Íslands sem fenginn er til að vera verndari þegar stórum landssöfnunum er hleypt af stokkunum. Í gær gerðist það hins vegar að fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, var fengið hlutverkið en ekki Ólafi Ragnari Grímssyni. Þegar Krabbameinsfélagið efndi síðast til landssöfnunar var forseti Íslands verndari. Lions-hreyfingin sem og Kiwanis hafa jafnan fengið þjóðhöfðingjann til að vernda sínar landssafnanir þegar K-lyklar og Rauðar fjaðrir hafa verið seldar. Rauði krossinn hefur einnig haft forsetann sem opinberan verndara í sínum landssöfnunum. Dæmi er um að forsetafrúin hafi gegnt þessu hlutverki en Dorrit Moussaief var verndari landssöfnunar Sjónarhóls. Þegar landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri var kynnt í gær var hins vegar upplýst að fyrrverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, yrði verndari. Elín Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarhjálpar úr norðri, segir að núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sé verndari Rauða kross Ísland og fyrir tveimur mánuðum hafi hann verið verndari landssöfnunarinnar Göngum til góðs. Það sem geri þessa söfnun sérstaka sé sú breiðfylking sem að þessu standi, en allar útvarpsstöðvar, sjónvarpsstöðvar og dagblöð landsins komi að henni auk fjölmargra fyrirtækja, einstaklinga og fimm mannúðarsamtaka. Fólkinu sem að þessu stendur hafi þótt það góð hugmynd að fá bæði núverandi og fyrrverandi forseta til að vera með og úr hafi orðið að Vigdís Finnbogadóttir ýti söfnuninni úr vör og Ólafur Ragnar Grímsson verði með þegar söfnunin nær hámarki á laugardagskvöld. Þau séu því bæði með sem sé í anda söfnunarinnar. Eftir átök síðasta árs lýstu andstæðingar núverandi forseta því yfir að hann gæti ekki verið sameiningartákn. Höfðu slík sjónarmið áhrif nú? Elín segist getað fullvissað alla um að svo hafi ekki verið, ekki hafi einu sinni verið rætt um það. Gengið hafið verið út frá því að fá báða aðila til að vera með.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira