Innlent

Án starfsleyfis

Hjörleifur Guttormsson segir að meta þurfi framkvæmd Reyðaráls upp á nýtt með dómi héraðsdóms Reykjavíkur um að Reyðarál þurfi að sæta umhverfismati. Með því þurfi að vinna þær leyfisveitingar sem byggja á mati á umhverfisáhrifum upp á nýtt og Reyðarál sé því í raun án starfsleyfis. Hann segir dóminn mikilvægan fyrir umhverfisvernd í landinu og sýni þeim sem hafa staðið að þessum ákvörðunum að það sé betra að vanda sig og fylgja settum lögum, en ekki knýja fram ákvörðun með handafli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×