Innlent

Mikil loðnuveiði fyrir austan

Miklu magni af loðnu hefur verið landað á Austfjörðum undanfarna daga. Fyrstu loðnunni var landað 5. janúar í Neskaupstað. Gunnþór Ingvarsson, aðstoðarmaður forstjóra hjá Síldarvinnslunni, segir að veiðin líti vel út. Nú sé búið að landa um 8.500 tonnum á þremur stöðum, Neskaupstað, Seyðisfirði og Siglufirði. Vinnsla er komin í fullan gang og loðnan verður brædd og fryst. Gunnþór segir að ágætis útlit sé á mörkuðum fyrir loðnumjöl um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×