Fleiri fréttir

Banaslys við Vonarskarð

Maður lést þegar hann missti stjórn á bíl sem hann ók með þeim afleiðingum að hann valt á hvolf ofan í á við Vonarskarð.

Hundruð blaðbera skemmtu sér saman

Árshátíð blaðbera Fréttablaðsins var haldin á laugardaginn í Háskólabíói. Margt var um manninn á hátíðinni og sá Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, um veislustjórn, ásamt því sem hann kom fram með hljómsveitinni.

Reynt að rangtúlka skattalækkanir

"Það er búið að lækka skatta stórlega á fyrirtæki og það hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum því fyrirtækin efldust. Nú er komið að venjulegu vinnandi fólki," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í erindi á fundi með sjálfstæðismönnum á Grand Hotel í gærmorgun.

Vill flytja sendiráðið

"Við erum komin á þann tímapunkt að það þarf að ræða það alvarlega við utanríkisráðuneytið að finna bandaríska sendiráðinu annan stað," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir verðandi borgarstjóri.

Sjö menn yfirheyrðir

Maðurinn sem lokkaði níu ára gamla stúlku upp í bíl til sín í Kópavogi og skildi hana eftir á Mosfellsheiði á miðvikudaginn var enn ófundinn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt alls sjö menn vegna málsins og segir rannsókn vera í hefðbundnum farvegi.

Vaxtabætur skerðist

Hagdeild Alþýðusambands Íslands telur að stjórnvöld ætli aftur að skerða vaxtabætur með afturvirkum hætti, með því að tilkynna nú að að fólk fái 95 prósent af þeim vaxtabótum sem það hafði reiknað með að fá að fullu á árinu, samkvæmt gildandi reglum. Hagdeildin telur það algerlega óviðunandi.

Gæsluvarðhaldið framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir einum mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknar á Dettifossmálinu svonefnda. Málið á rætur að rekja aftur til mars mánaðar, þegar þremur kílóum af amfetamíni var smyglað til landsins í vörusendingu með Dettifossi.

Réðst á akandi leigubílstjóra

Ölóður maður réðst á leigubílstjóra, þegar þeir voru á leið um suðurlandsveg á móts við Litlu Kaffistofuna í gærmorgun og mátti minnstu muna að leigubílstjórinn missti stjórn á bíl sínum á fullri ferð. Árásarmaðurinn sló meðal annars tvær tennur úr bílstjóranum, áður en bílstjóranum tókst að koma óðum manninum út úr bílnum.

Óhagstæður viðskiptajöfnuður

Vöruskiptajöfnuður landsmanna við útlönd var óhagstæður um 4,6 milljarða í síðasa mánuði, sem er tæplega tveimur milljörðum meiri vöruskiptahalli en í sama mánuði í fyrra.

Lækka vextina

Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur lækkað vexti af lánum til sjóðsfélaga niður í 4,15 prósent, eða sömu vexti og gilda nú hjá íbúðalánasjóði og bönkunum. Lánin eru með föstum vöxtum til fjörutíu ára, ekkert uppgreiðslugjald er tekið ef þau eru greidd upp, en veðhlutfall getur hæst orðið 65%, eða mun lægra en hjá bönkunum, sem lána allt upp í heildar kaupverðið.

Á ný saman í meirihluta

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynduðu á ný meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur í gærkvöldi, en upp úr samstarfi flokkanna slitnaði nýverið vegna ágreinings um framtíð grunnskólans í Svarvaðadal.

Konur í 10 af 14 æðstu stöðum

Konur munu bráðlega skipa 10 af 14 æðstu stöðum innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti í gær skipan í 13 stöður og nú um mánaðamótin mun svo Steinunn Valdís Óskarsdóttir taka við embætti borgarstjóra, sem er 14. staðan.

Kostnaður lækkar um 250 milljónir

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna kennaraverkfallsins lækkar um 250 milljónir króna. Það þýðir að níu mánaða uppgjör borgarsjóðs, sem lagt var fram í borgarráði í gær, er 28 milljónir yfir áætlun. Borgarstjóri sagði að svo lítið frávik, eða 0.09% sé fáheyrt í um 30 milljarða króna rekstri.

Hvatt til vitundarvaknigar

V-dags samtökin ætla að vera með uppákomu við Hæstarétt klukkan hálf fimm í dag. Samtökin hvetja Hæstarétt til vitundarvakningar, og vilja breyta viðhorfum fólks til fórnarlamba kynferðisofbeldis, og segja enn þann dag í dag of algengt sjónarmið að fórnarlömb beri ábyrgðina með hegðun sinni. Uppákoman felst í gjörningi nemenda í Listaháskóla Íslands.

Fær ekki dánarbætur

Eiginkona manns sem lést í slysi fyrir fjórum árum fær engar dánarbætur frá ríkinu, þar sem slysið telst ekki vinnuslys, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn kom á vinnutíma heim til dóttur sinnar og fékk lánaðan bíl. Ekki er vitað hvaða erindi hann ætlaði að reka, en hann fannst svo látinn í bílnum í höfninni við Grandagarð.

Dollarinn í sögulegu lágmarki

Gengi Bandaríkjadollars gagnvart krónunni er komið niður fyrir 66 krónur og hefur það ekki verið jafn lágt í sjö ár. Fyrir nokkrum misserum rauk gengi dollars upp í hundrað og tíu krónur, en lækkaði fljótt aftur og var um hríð á milli 70 og 80 krónur.

400 börn í íslenskuskóla á netinu

Fjögur hundruð íslensk börn búsett um allan heim ganga í sama íslenskuskólann, sem er á netinu. Skólinn er hugsaður til að viðhalda kunnáttu í móðurmálinu.

Enn ekki fundinn

Víðtæk leit og eftirgrennslan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og víða um land, að ungum manni, sem er grunaður um að hafa lokkað níu ára stúlku upp í bíl sinn í Kópavogi í fyrradag og skilið hana eftir á Þingvallavegi, hefur enn engan árangur borið.

Skuldir heimilanna hafa nífaldast

Íslendingar skulda meira en flestar aðrar þjóðir í heiminum, og hafa skuldir heimilanna nífaldast síðan 1980. BSRB lét hagfræðinga sína, Hildigunni Ólafsdóttur og Ragnar Ingimundarson, gera fyrir sig skýrslu um skuldir þjóðarbúsins. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sekkur sífellt dýpra í skuldasúpuna og nú er svo komið að Íslendingar skulda meira en flestar aðrar þjóðir í heiminum.

Landsímagjaldkeri á morðingjagangi

Fyrrum aðalgjaldkeri Landssímans, Sveinbjörn Kristjánsson, sem var dæmdur fyrir að stela 260 milljónum króna, er byrjaður að afplána fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm sinn á Litla-hrauni. Þar býr hann innan um morðingja, ofbeldismenn og fíkniefnasala. Hann fær að vera á fyrirmyndargangi og býr í næsta klefa við Hákon Eydal, sem myrti Sri Rahmawati.

Ekki flutt nema sátt ríki

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir alveg klárt að verkefni verði ekki flutt frá ríki til sveitarfélaga nema full sátt náist um alla þætti þess. Hann segir hugsanlegt að veita verði frekara fjármagni til sveitarfélaga sem standa illa fjárhagslega.

Fimm vísbendingar athugaðar

Lögreglan í Kópavogi hefur kannað fimm vísbendingar vegna leitar að ungum manni, sem er grunaður um að hafa lokkað níu ára stúlku upp í bíl sinn í Kópavogi í fyrradag og skilið hana eftir á Þingvallavegi. Leit að manninum hefur enn engan árangur borið.

400 þús. fyrir ólöglega handtöku

Íslenska ríkið var í héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða sambýlisfólki samtals 400 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmæta handtöku. Þau voru handtekin vegna gruns um að þau hefðu aðstoðað fólk við að koma ólöglega til Íslands. Húsleit hjá þeim var hinsvegar talin lögleg.

Ekki sameining í bili

Ákveðið hefur verið að sameina ekki Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóð vélstjóra. Viðræður um sameiningu hafa staðið yfir síðan í byrjun október og mikil vinna lögð í að kanna kosti sameiningar. Niðurstaðan er að ekki sé tímabært að sameina sjóðina.

Verðbólgan minni en áætlað var

Greiningardeild KB banka spáir 3,5% prósenta verðbólgu á árinu, sem er minna en áður var áætlað. Það er einkum sterkt gengi krónunnar og lækkun eldsneytis dregur úr verðbólgu, sem verður með allra minnsta móti nú í desember, telur KB banki.

Nokkrir yfirheyrðir

Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra karlmenn vegna barnsránsins í Kópavogi í fyrrakvöld. Hugsanlegt er að sá sem ginnti stúlkuna upp í bíl sinn hafi verið á rauðum fernra dyra Lexus. Lögreglunni í Kópavogi hafa borist fjölmargar vísbendingar sem unnið er eftir, en þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið geta hringt í númerið 560-3041.

Breyta þarf viðhorfi

V-dagssamtökin minntu nú síðdegis Hæstarétt á að breyta þurfi viðhorfi til fórnarlamba kynferðisofbeldis. Ætlunin var að vekja dómara til vitundar um að þeir þurfi að slíta sig frá viðhorfum um ábyrgð fórnarlamba nauðgana. Ýmis félagasamtök standa nú fyrir sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Verndarsamtök leiði ekki umræðuna

Tryggja verður öryggi útflutningstekna í sjávarútvegi að mati Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í ræðu á Sjómannasambandsþingi í fyrradag að nýjar reglur um efnainnihald fisks gætu orsakað skyndilegt áfall í útflutningi.

Ekki athugasemdir vegna Kárahnjúka

Eftirlitsstofnun EFTA mun ekki grípa til aðgerða eftir að hafa skoðað kvörtun um að ríkisstjórn Íslands hafi ekki farið að tilskipunum Evrópusambandsins við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar.

Kærðu niðurstöðu Samkeppnisráðs

Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís kærðu öll niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Frestur til þess rann út á miðnætti í gær.

Eiturefni geymd í Reykjavík

PCB-mengaður jarðvegur hefur verið geymdur í sekkjum á lóð Hringrásar í Reykjavík síðan árið 2001. Þá átti að finna hentugri urðunarstaði. Þeir hafa fundist en jarðeigendur hafa tekið illa í að urða eiturefnið. </font /></b />

Sex þúsund konur umskornar daglega

Á hverjum degi eru sex þúsund stúlkur umskornar í heiminum en aðgerðin er kvalafull, hættuleg og algerlega tilgangslaus. Hópur gegn limlestingu á kynfærum kvenna gengst í dag fyrir fundi þar sem vakin er athygli á þessum hryllingi og honum mótmælt.

Vel þekktur þótt snjói í sporin

Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari uppsker enn augngotur gamalla aðdáenda í Stuttgart í Þýskalandi. Honum finnst gott að vera kominn heim og langar ekki að flytja aftur út, þótt hann útiloki það ekki. Hann boðar breyttan leik landsliðsins, meiri vörn en sókn.

Fengur að fá Mjöll-Frigg í Kópavog

Í næstu viku verður tekin í bæjarstjórn Kópavogs ákvörðun um framtíð verksmiðju Mjallar-Friggjar á lóð fyrirtækisins við höfnina á Kársnesi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir tillögur fram komnar um hvernig haga skuli starfseminni.

Að slá heimsmet í skuldasöfnun

Íslendingar eru í þriðja skuldugusta ríki heims í hópi þróaðra iðnríkja. Skuldir heimilanna hafa nífaldast frá árinu 1980, samkvæmt nýrri skýrslu BSRB um skuldi þjóðarbúsins. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að bankarnir beri ábyrgð á aukinni skuldsetningu. Full ástæða sé til að vara bæði heimilin og bankana sjálfa við þessari þróun.

Gripið yrði til víðtækra aðgerða

Ef fuglaflensufaraldur, sem óttast er að vofi yfir jarðarbúum, næði til Íslands þyrfti að grípa til víðtækra sóttvarnaaðgerða og meðal annars banna fjöldasamkomur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skorar á ríki heimsins að búa sig þegar undir inflúensuna.

Pizzur og naggar vinsælastir

Pizzuhálfmánar og kjúklinganaggar eru það sem börn vilja helst borða um borð í flugvélum, að því er fram kom í skoðanakönnun sem Flugleiðir stóðu nýverið fyrir og um tvö þúsund þúsund íslensk börn tóku þátt í.

Ósammála félagsmálaráðherra

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er algjörlega ósammála félagsmálaráðherra um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. Formaðurinn segir að það eigi að endurskoða tekjustofnana oft og reglulega en ráðherra að sveitarfélögin verði að hemja útgjöldin og að ekki gangi að endurskoða tekjustofnana á nokkurra ára fresti.

Fullkomið öryggi í augsýn?

Fullkomið umferðaröryggi gæti verið í augsýn, að mati Max Mosleys, forseta Alþjóðabifreiðasambandsins. Eftir því sem tækninni fleygir fram verður öryggið meira og það felst ekki síst í því að taka völdin af ökumanninum.

Eiga ekki fyrir skuldum

Fjárhagsstaða margra sveitarfélaga er bág og eiga þrjú þeirra meiri skuldir en eignir. Það er krafa margra sveitarstjórnarmanna að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og bæja. Mikill meirihluti sveitarfélaga skilaði tapi á rekstri síðasta árs. Heildarskuldir sveitarsjóða sveitarfélaga eru um 80 milljarðar.

Seinkun á stækkun

Háskólinn á Akureyri sóttist eftir því að fá um 150 milljónir á fjárlögum næsta árs til að halda áfram við þær nýbyggingar sem verið er að byggja á háskólasvæðinu við Sólborg. Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskólans, segir að þess í stað séu skólanum veittar 90 milljónir.

Stefndi í stjórnarkreppu

Svanhildur Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar, segir að fulltrúar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi slegið af sínum kröfum hvað varðar skólamál í Dalvíkurbyggð, því allt hafi stefnt í stjórnarkreppu í sveitarfélaginu.

Verulegir fjárhagserfiðleikar

Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær var rætt um bága fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambandsins segir nauðsynlegt að tekjustofnar sveitarfélaganna verði styrktir til að þeir geti á eðlilegan hátt sinnt lögbundnum verkefnum sínum. 

Fulltrúaráð lagt niður

Á aukaaðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær var samhljóða samþykkt að fella niður fulltrúaráð sambandsins. Þess í stað á að efna til landsþings árlega, með þátttöku allra sveitarfélaga.

Sjá næstu 50 fréttir