Innlent

Pizzur og naggar vinsælastir

Pizzuhálfmánar og kjúklinganaggar eru það sem börn vilja helst borða um borð í flugvélum, að því er fram kom í skoðanakönnun sem Flugleiðir stóðu nýverið fyrir og um tvö þúsund þúsund íslensk börn tóku þátt í. Í Kringlunni í Reykjavík var börnum og aðstandendum boðið upp á fjóra vinsæla barnarétti; pylsur, ýsunagga, kjúklinganagga og pizzuhálfmána. Pizzurnar og kjúklinganaggarnir fengu nær jafnmörg atkvæði, en hinir réttirnir mun færri. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eftir þessu verði farið og að frá áramótum verði pizzur og naggar á barnamatseðlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×