Fleiri fréttir Tjaldferðalög að leggjast af Gestum á tjaldsvæðum þjóðgarðanna á Þingvöllum og í Skaftafelli hefur fækkað um 50 til 60 prósent á fjórtán ára tímabili. Íslendingar gista síður á tjaldstæðunum meðan komur útlendinga standa nánast í stað. 28.9.2004 00:01 Kviknaði í út frá rafmagni? Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni þegar iðnaðarhúsnæði brann til grunna á Blönduósi í nótt. Tugmilljóna tjón varð í brunanum. Bæjarstjórinn óttast um afleiðingarnar fyrir atvinnumál á staðnum. 28.9.2004 00:01 Undanþágur í lok vikunnar? Ef kennaraverkfall stendur enn við lok vikunnar gætu undanþágur vegna fatlaðra barna verið veittar. Tíu undanþágubeiðnir voru teknar fyrir á fundi undanþágunefndar í dag. Fjórar þeirra voru ítrekun á beiðnum vegna kennslu fyrir fötluð börn, sem áður hafði verið hafnað. 28.9.2004 00:01 Verri afkoma kúabænda Hagur kúabænda versnaði milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í árlegri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins um uppgjör búreikninga. Skoðaður var rekstur 193 sérhæfðra kúabúa, en til að falla undir þá skilgreiningu þurfa búin að vera með 70 prósent búgreinatekna sinna af afurðum nautgripa. 28.9.2004 00:01 Krafa um að framkvæmdir stoppi Nágrannar gamla Eimskipafélagshússins hafa krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar við fyrirhugað hótel í húsinu. Hvorki liggur fyrir byggingaleyfi né bráðabirgðaleyfi til framkvæmdanna. 28.9.2004 00:01 Hálfur milljarður í kostnað Umferðartafir í Reykjavík kosta sendibíla í borginni 525 milljónir á ári hverju, samkvæmt útreikningum Kristins Vilbergssonar, framkvæmdastjóra Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls. Kristinn gerir ráð fyrir að um 5 prósent af heildaraksturstíma sendibíla fari í umferðartafir, eða um 275 klukkustundir í mánuði. 28.9.2004 00:01 Sauðfjárbændur fá minna í vasann Í tölum Hagþjónustu landbúnaðarins kemur fram að tekjur sauðfjárbúa, fyrir laun eiganda, hafi lækkað úr 979 þúsund krónum árið 2002 í 837 þúsund krónur árið 2003. Lækkunin nemur 14 prósentum. 28.9.2004 00:01 Metfjöldi tjaldgesta í Ásbyrgi Metfjöldi heimsótti Jökulsárgljúfur í sumar að sögn Árna Bragasonar, forstöðumanns umhverfisverndarsviðs Náttúrufræðistofnunar. Hann segir að aldrei hafi fleiri sótt tjaldstæðin í Ásbyrgi og í Vesturdal heim, hvorki Íslendingar né útlendir ferðamenn. 28.9.2004 00:01 Hátt olíverð hefur minni áhrif hér Hæsta olíuverð í sögunni hefur viðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Alls hefur olíuverð hækkað um 55% á árinu. Áhrifanna verður vart hér á landi, og ekki bara við bensíndæluna. Útgerðir og aðrir sem þurfa á olíu að halda greiða meira, flutningskostnaður eykst og sá kostnaður streymir að mestu út í verðlag. 28.9.2004 00:01 Framsókn fundar Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar klukkan sex í kvöld til að skipta með sér verkum fyrir komandi þing. Siv Friðleifsdóttir bætist nú í hóp óbreyttra þingmanna eftir að ráðherrum flokksins fækkaði þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu. 28.9.2004 00:01 Munað getur kílói á hvern dilk Sökum hita og þurrka í sumar kemur fé rýrara af fjalli í haust. Ástandið er misslæmt eftir landshlutum, verst á Norðausturlandi. Fleiri hlutir spila þó inn í varðandi afkomu í sauðfjárrækt. 28.9.2004 00:01 Lýst eftir stúlku í Keflavík Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Sunnu Dögg Scheving. Hún er 16 ára, til heimilis að Birkiteig 12, Keflavík. Hún er með dökklitað, axlarsítt hár og er um 155 cm á hæð. Ekkert hefur spurst til Sunnu Daggar síðan á sunnudag en þá var hún stödd í Reykjavík og var hún þá í bláum íþróttabuxum og svörtum anorak. 28.9.2004 00:01 Skorað á bæjarstjórn Kópavogs Grunnskólakennarar í Kópavogi fjölmenntu á fund forseta bæjarstjórnar í dag til að skora á hann að beita sér fyrir lausn kjaradeilunnar við kennara. Að því loknu flykktust kennarar á bæjarstjórnarfund. 28.9.2004 00:01 Öllum flugfreyjum sagt upp störfum Öllum íslenskum flugfreyjum, rúmlega 40 talsins, sem starfa hjá Iceland Express verður sagt upp störfum vegna hagræðingar. Gert er ráð fyrir að þær fái starf hjá Astreus, flugfélaginu sem flýgur fyrir Iceland Express. 28.9.2004 00:01 Brim hleypir illu blóði í viðræður Guðmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Brims hefur að mati forkólfa verkalýðssamtakanna hleypt illu blóði í kjaraviðræður sjómanna og útvegsmanna með því að þvinga áhöfn Sólbaks til að gera leynilega sérsamninga. Á móti sakar Guðmundur Sjómannasambandið um gamalsdags hugsunarhátt sem hindri framþróun í sjávarútvegi. 28.9.2004 00:01 Aldraðir verða best settir Aldraðir verða ástmegir fjármálaráðherra um miðja öldina, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sem í dag opinberaði nýja spá um framtíð þjóðarinnar. Að hans mati verða aldraðir best settu þegnar landsins eftir rúm þrjátíu ár, vel stæðir skattgreiðendur og engum háðir. 28.9.2004 00:01 Íslendingar í fararbroddi Íslendingar eru í fararbroddi í fjarskiptatækni, og búa því yfir einstöku hugviti á því sviði, segir Kenneth Peterson, fyrrum eigandi Norðuráls. Hann hefur nú keypt íslenskt hugvit til að byggja upp breiðbandskerfi á Írlandi. 28.9.2004 00:01 Prestur hirti virkjunarbæturnar Prestastéttin í landinu logar vegna milljóna sem runnu í vasa sóknarprestsins á Valþjófsstað í formi bóta frá Landsvirkjun vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Séra Lára G. Oddsddóttir samdi sjálf við Landsvirkjun um 15 milljónir og hótaði Prestsetrasjóði að hirða alla upphæðin fengi hún ekki minnst helminginn í sinn hlut. 28.9.2004 00:01 Heimskulegt segir Kristinn H. "Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins. 28.9.2004 00:01 Engar undanþágur Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. 28.9.2004 00:01 Stórtjón þegar Votmúli brann Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði á Blönduósi í fyrrinótt. Tjónið metið á ríflega hundrað milljónir. Gaskútar sprungu og reykurinn náði til Skagastrandar. </font /></b /> 28.9.2004 00:01 Það versta sem ég hef lent í "Maður bara brotnar niður þegar maður horfir á fyrirtækið sitt brenna," segir Vilhjálmur Stefánsson, sem er einn þriggja eigenda Bílaþjónustunnar sem var með starfsemi í Votmúla á Blönduósi. 28.9.2004 00:01 Við höldum ótrauð áfram Fimmtán starfsmenn þeirra þriggja fyrirtækja sem urðu eldinum að bráð í Votmúla á Blönduósi missa vinnuna að minnsta kosti tímabundið. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segir að bruninn sé mjög mikið áfall fyrir bæjarfélagið. 28.9.2004 00:01 Horfði á eigið fyrirtæki brenna Varaslökkviliðsstjórinn á Blönduósi var í þeirri sérstöku aðstöðu í fyrrinótt að vera að reyna að slökkva eld í sínu eigin fyrirtæki. 28.9.2004 00:01 Kristinn H. fallinn í ónáð Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. </font /></b /> 28.9.2004 00:01 Einn á báti Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. 28.9.2004 00:01 Reykingar bannaðar á matsölustöðum Reykingabann á veitingahúsum kann að verða samþykkt á Alþingi í vetur. Drög að frumvarpi til tóbaksvarnalaga, þar sem gert er ráð fyrir banninu, er tilbúið í heilbrigðisráðuneytinu og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í haust. 28.9.2004 00:01 Önnur vikan hafin Önnur vika kennaraverkfallsins er hafin og að sagði Ríkissáttasemjari í gær að ekkert benti til þess að annar hvor deilenda myndi leggja fram nýjar tillögur til sátta á næstunni. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun 27.9.2004 00:01 Ekki vitað hver sprengdi Lögreglan á Selfossi er engu nær um það hver eða hverjir sprengdu öfluga sprengju í grennd við lögreglustöðina í fyrinótt. Til merkis um hversu kröftug hún var, þá flugu brot úr sprengjunni allt að tuttugu metra og höfnuðu meðal annars við vegg lögreglustöðvarinnar. 27.9.2004 00:01 Leikur veldur nærri stórtjóni Minnstu munaði að leikur tveggja ellefu ára stráka að eldi austur í Hveragerði um níuleitið í gærkvöldi ylli umtalsverðu tjóni. Þeir kveiktu í ruslagámi, sem stóð upp við áhaldahús bæjarins og náði eldurin að læsa sig í tréklæðningu á húsinu, en vegna þess hversu fljótt eldsilns varð vart, var strax kallað á slökkvilið 27.9.2004 00:01 Alvarlega slasaður eftir veltu Karlmaður, sem var ásamt fleirum að smala fé sunnan Myrdalsjökuls í gær, slasaðist alvarlega þegar fjórhjól hans valt. Ekki urðu vitni að slysinu en talið er að hann hafi orðið undir fjórhjólinu í veltunni. 27.9.2004 00:01 Þrír stöðvaðir vegna hraðaksturs Heimþrá bar löghlýðni þriggja ökumanna á heimleið til Akureyrar ofurliði í gærkvöldi og slóu þeir ótæpilega í fararskjóta sína. Lögreglumenn á eftirlitsferð sáu hinsvegar til þeirra og stöðvuðu þá alla með skömmu millibili enda mældust þeir allir á vel yfir 100 km. hraða. 27.9.2004 00:01 Afkoma sauðfjárbænda versnar Afkoma sauðfjárbænda var lakari í fyrra en árið áður þrátt fyrir að ýmis skilyrði hafi breyst þeim í hag. 27.9.2004 00:01 Kauphöll lokuð vegna bilunar Vegna bilunar hjá Landsíma Íslands, sæstreng, í morgun náði stór hluti kauphallaraðila ekki að ljúka við að hlaða gögnum sem nauðsynleg eru til að hefja viðskipti klukkan tíu. Kauphöllin ákvað því að fresta opnun markaða um 30 mínútur. Opnunaruppboð hófust því kl. 10:15 og samfelld viðskipti kl. 10:30. 27.9.2004 00:01 Skemmdir á byggðasafni Brotist var inn í Byggðasafn Austur-Skaftfellinga um helgina og þar unnin mikil skemmdarverk og óbætanlegt tjón að sögn safnvarðar. Þjófurinn, eða þjófarnir virðast ekki hafa verið að leita að neinu verðmætu, heldur aðeins bortist inn í safnið til að svala skemmdarfýsn sinni. 27.9.2004 00:01 Leikskólastarf líka í uppnámi? Verkfall grunnskólakennara gæti haft áhrif á starfsemi leikskóla, þar sem leikskólakennarar geti ekki mætt til vinnu vegna eigin barna. Leikskólabörn verði því hugsanlega send heim. 27.9.2004 00:01 Segja átti öllum starfsmönnum upp Til stóð að segja öllum starfsmönnum Norðurljósa upp störfum á vormánuðum hefði fyrsta fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar orðið óbreytt að lögum. 27.9.2004 00:01 Íhuga að skipuleggja starfsemi Hvorugur deilenda í Kennaraverkfallinu hafði nú undir hádegið óskað efitir því við Ríkissáttasemjara að fyrirhuguðum samningafundi hjá Ríkissáttasemjara á fimmtudag yrði flýtt. 27.9.2004 00:01 Hefur áhrif á starfsemi Icelandair Skyndiverkfall flugumferðarstjóra í Noregi hefur áhrif á flug Icelandair. Þannig lenti farþegaþota félagsins í áætlunarflugi til Osló í Bergen á vesturströnd Noregs klukkan 10 í morgun. Rúmlega hundrað farþegar voru um borð. Ekki er vitað hvenær flugumferðarstjórar hefja störf á ný, en samningafundir standa yfir. Flogið verður frá Bergen til Osló eins fljótt og unnt er eftir að opnað verður fyrir flugumferð og síðan frá Osló til Íslands með þá 150 farþega sem bíða þar, en til stóð að fljúga þaðan til baka síðdegis. Viðkomandi eru hvattir til þess að fylgjast með breytingum á áætlun á textavarpi eða Netinu. 27.9.2004 00:01 Deilt um undanþágur Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, telur synjun á undanþágum fyrir fjölfjötluð börn eðlilega á þessu stigi málsins, en Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lýsti sig ósammála því í viðtali við Gunnlaug Helgason og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun. 27.9.2004 00:01 Óbætanlegt tjón Listaverk eftir Ríkharð Jónsson urðu meðal annars fyrir barðinu á skemmdarvargi, sem svalaði skemmdarfýsn sinni í Byggðasafni Austur Skaftfellinga um helgina, þar sem óbætanlegt tjón var unnið. 27.9.2004 00:01 Viðræður fram í næsta mánuð Niðurstöðu úr sameiningarviðræðum Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík er ekki að vænta fyrr en undir miðjan næsta mánuð, að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors Tækniháskólans. 27.9.2004 00:01 Minni kálfaslátrun en í fyrra Slátrun nautkálfa hefur dregist saman síðustu mánuði, miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Slátrun ungkálfa hefur dregist saman um 8 prósent síðustu 12 mánuði miðað við sama tímabil árið áður og um 15 prósent ef horft er til síðustu 6 mánuða. 27.9.2004 00:01 Kennarar fá stuðning og átalningu Í yfirlýsingu frá Kennarafélagi Vesturlands er fullum stuðningi við samninganefnd Kennarasambands Íslands lýst yfir og hún hvött til að kvika hvergi frá settum kröfum. Og stjórn Heimdallar átelur þá afstöðu KÍ að veita ekki undanþágur til kennara sem koma að kennslu og umönnun fatlaðra barna. 27.9.2004 00:01 Reynt að raska ekki leikskólum Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að reynt verði að skipuleggja starfsemi leikskóla þannig að röskun vegna verkfalls grunnskólakennara verði sem minnst. 27.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tjaldferðalög að leggjast af Gestum á tjaldsvæðum þjóðgarðanna á Þingvöllum og í Skaftafelli hefur fækkað um 50 til 60 prósent á fjórtán ára tímabili. Íslendingar gista síður á tjaldstæðunum meðan komur útlendinga standa nánast í stað. 28.9.2004 00:01
Kviknaði í út frá rafmagni? Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni þegar iðnaðarhúsnæði brann til grunna á Blönduósi í nótt. Tugmilljóna tjón varð í brunanum. Bæjarstjórinn óttast um afleiðingarnar fyrir atvinnumál á staðnum. 28.9.2004 00:01
Undanþágur í lok vikunnar? Ef kennaraverkfall stendur enn við lok vikunnar gætu undanþágur vegna fatlaðra barna verið veittar. Tíu undanþágubeiðnir voru teknar fyrir á fundi undanþágunefndar í dag. Fjórar þeirra voru ítrekun á beiðnum vegna kennslu fyrir fötluð börn, sem áður hafði verið hafnað. 28.9.2004 00:01
Verri afkoma kúabænda Hagur kúabænda versnaði milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í árlegri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins um uppgjör búreikninga. Skoðaður var rekstur 193 sérhæfðra kúabúa, en til að falla undir þá skilgreiningu þurfa búin að vera með 70 prósent búgreinatekna sinna af afurðum nautgripa. 28.9.2004 00:01
Krafa um að framkvæmdir stoppi Nágrannar gamla Eimskipafélagshússins hafa krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar við fyrirhugað hótel í húsinu. Hvorki liggur fyrir byggingaleyfi né bráðabirgðaleyfi til framkvæmdanna. 28.9.2004 00:01
Hálfur milljarður í kostnað Umferðartafir í Reykjavík kosta sendibíla í borginni 525 milljónir á ári hverju, samkvæmt útreikningum Kristins Vilbergssonar, framkvæmdastjóra Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls. Kristinn gerir ráð fyrir að um 5 prósent af heildaraksturstíma sendibíla fari í umferðartafir, eða um 275 klukkustundir í mánuði. 28.9.2004 00:01
Sauðfjárbændur fá minna í vasann Í tölum Hagþjónustu landbúnaðarins kemur fram að tekjur sauðfjárbúa, fyrir laun eiganda, hafi lækkað úr 979 þúsund krónum árið 2002 í 837 þúsund krónur árið 2003. Lækkunin nemur 14 prósentum. 28.9.2004 00:01
Metfjöldi tjaldgesta í Ásbyrgi Metfjöldi heimsótti Jökulsárgljúfur í sumar að sögn Árna Bragasonar, forstöðumanns umhverfisverndarsviðs Náttúrufræðistofnunar. Hann segir að aldrei hafi fleiri sótt tjaldstæðin í Ásbyrgi og í Vesturdal heim, hvorki Íslendingar né útlendir ferðamenn. 28.9.2004 00:01
Hátt olíverð hefur minni áhrif hér Hæsta olíuverð í sögunni hefur viðtæk áhrif, meðal annars hér á landi. Alls hefur olíuverð hækkað um 55% á árinu. Áhrifanna verður vart hér á landi, og ekki bara við bensíndæluna. Útgerðir og aðrir sem þurfa á olíu að halda greiða meira, flutningskostnaður eykst og sá kostnaður streymir að mestu út í verðlag. 28.9.2004 00:01
Framsókn fundar Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar klukkan sex í kvöld til að skipta með sér verkum fyrir komandi þing. Siv Friðleifsdóttir bætist nú í hóp óbreyttra þingmanna eftir að ráðherrum flokksins fækkaði þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu. 28.9.2004 00:01
Munað getur kílói á hvern dilk Sökum hita og þurrka í sumar kemur fé rýrara af fjalli í haust. Ástandið er misslæmt eftir landshlutum, verst á Norðausturlandi. Fleiri hlutir spila þó inn í varðandi afkomu í sauðfjárrækt. 28.9.2004 00:01
Lýst eftir stúlku í Keflavík Lögreglan í Keflavík lýsir eftir Sunnu Dögg Scheving. Hún er 16 ára, til heimilis að Birkiteig 12, Keflavík. Hún er með dökklitað, axlarsítt hár og er um 155 cm á hæð. Ekkert hefur spurst til Sunnu Daggar síðan á sunnudag en þá var hún stödd í Reykjavík og var hún þá í bláum íþróttabuxum og svörtum anorak. 28.9.2004 00:01
Skorað á bæjarstjórn Kópavogs Grunnskólakennarar í Kópavogi fjölmenntu á fund forseta bæjarstjórnar í dag til að skora á hann að beita sér fyrir lausn kjaradeilunnar við kennara. Að því loknu flykktust kennarar á bæjarstjórnarfund. 28.9.2004 00:01
Öllum flugfreyjum sagt upp störfum Öllum íslenskum flugfreyjum, rúmlega 40 talsins, sem starfa hjá Iceland Express verður sagt upp störfum vegna hagræðingar. Gert er ráð fyrir að þær fái starf hjá Astreus, flugfélaginu sem flýgur fyrir Iceland Express. 28.9.2004 00:01
Brim hleypir illu blóði í viðræður Guðmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Brims hefur að mati forkólfa verkalýðssamtakanna hleypt illu blóði í kjaraviðræður sjómanna og útvegsmanna með því að þvinga áhöfn Sólbaks til að gera leynilega sérsamninga. Á móti sakar Guðmundur Sjómannasambandið um gamalsdags hugsunarhátt sem hindri framþróun í sjávarútvegi. 28.9.2004 00:01
Aldraðir verða best settir Aldraðir verða ástmegir fjármálaráðherra um miðja öldina, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sem í dag opinberaði nýja spá um framtíð þjóðarinnar. Að hans mati verða aldraðir best settu þegnar landsins eftir rúm þrjátíu ár, vel stæðir skattgreiðendur og engum háðir. 28.9.2004 00:01
Íslendingar í fararbroddi Íslendingar eru í fararbroddi í fjarskiptatækni, og búa því yfir einstöku hugviti á því sviði, segir Kenneth Peterson, fyrrum eigandi Norðuráls. Hann hefur nú keypt íslenskt hugvit til að byggja upp breiðbandskerfi á Írlandi. 28.9.2004 00:01
Prestur hirti virkjunarbæturnar Prestastéttin í landinu logar vegna milljóna sem runnu í vasa sóknarprestsins á Valþjófsstað í formi bóta frá Landsvirkjun vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Séra Lára G. Oddsddóttir samdi sjálf við Landsvirkjun um 15 milljónir og hótaði Prestsetrasjóði að hirða alla upphæðin fengi hún ekki minnst helminginn í sinn hlut. 28.9.2004 00:01
Heimskulegt segir Kristinn H. "Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins. 28.9.2004 00:01
Engar undanþágur Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. 28.9.2004 00:01
Stórtjón þegar Votmúli brann Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði á Blönduósi í fyrrinótt. Tjónið metið á ríflega hundrað milljónir. Gaskútar sprungu og reykurinn náði til Skagastrandar. </font /></b /> 28.9.2004 00:01
Það versta sem ég hef lent í "Maður bara brotnar niður þegar maður horfir á fyrirtækið sitt brenna," segir Vilhjálmur Stefánsson, sem er einn þriggja eigenda Bílaþjónustunnar sem var með starfsemi í Votmúla á Blönduósi. 28.9.2004 00:01
Við höldum ótrauð áfram Fimmtán starfsmenn þeirra þriggja fyrirtækja sem urðu eldinum að bráð í Votmúla á Blönduósi missa vinnuna að minnsta kosti tímabundið. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segir að bruninn sé mjög mikið áfall fyrir bæjarfélagið. 28.9.2004 00:01
Horfði á eigið fyrirtæki brenna Varaslökkviliðsstjórinn á Blönduósi var í þeirri sérstöku aðstöðu í fyrrinótt að vera að reyna að slökkva eld í sínu eigin fyrirtæki. 28.9.2004 00:01
Kristinn H. fallinn í ónáð Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. </font /></b /> 28.9.2004 00:01
Einn á báti Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. 28.9.2004 00:01
Reykingar bannaðar á matsölustöðum Reykingabann á veitingahúsum kann að verða samþykkt á Alþingi í vetur. Drög að frumvarpi til tóbaksvarnalaga, þar sem gert er ráð fyrir banninu, er tilbúið í heilbrigðisráðuneytinu og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í haust. 28.9.2004 00:01
Önnur vikan hafin Önnur vika kennaraverkfallsins er hafin og að sagði Ríkissáttasemjari í gær að ekkert benti til þess að annar hvor deilenda myndi leggja fram nýjar tillögur til sátta á næstunni. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun 27.9.2004 00:01
Ekki vitað hver sprengdi Lögreglan á Selfossi er engu nær um það hver eða hverjir sprengdu öfluga sprengju í grennd við lögreglustöðina í fyrinótt. Til merkis um hversu kröftug hún var, þá flugu brot úr sprengjunni allt að tuttugu metra og höfnuðu meðal annars við vegg lögreglustöðvarinnar. 27.9.2004 00:01
Leikur veldur nærri stórtjóni Minnstu munaði að leikur tveggja ellefu ára stráka að eldi austur í Hveragerði um níuleitið í gærkvöldi ylli umtalsverðu tjóni. Þeir kveiktu í ruslagámi, sem stóð upp við áhaldahús bæjarins og náði eldurin að læsa sig í tréklæðningu á húsinu, en vegna þess hversu fljótt eldsilns varð vart, var strax kallað á slökkvilið 27.9.2004 00:01
Alvarlega slasaður eftir veltu Karlmaður, sem var ásamt fleirum að smala fé sunnan Myrdalsjökuls í gær, slasaðist alvarlega þegar fjórhjól hans valt. Ekki urðu vitni að slysinu en talið er að hann hafi orðið undir fjórhjólinu í veltunni. 27.9.2004 00:01
Þrír stöðvaðir vegna hraðaksturs Heimþrá bar löghlýðni þriggja ökumanna á heimleið til Akureyrar ofurliði í gærkvöldi og slóu þeir ótæpilega í fararskjóta sína. Lögreglumenn á eftirlitsferð sáu hinsvegar til þeirra og stöðvuðu þá alla með skömmu millibili enda mældust þeir allir á vel yfir 100 km. hraða. 27.9.2004 00:01
Afkoma sauðfjárbænda versnar Afkoma sauðfjárbænda var lakari í fyrra en árið áður þrátt fyrir að ýmis skilyrði hafi breyst þeim í hag. 27.9.2004 00:01
Kauphöll lokuð vegna bilunar Vegna bilunar hjá Landsíma Íslands, sæstreng, í morgun náði stór hluti kauphallaraðila ekki að ljúka við að hlaða gögnum sem nauðsynleg eru til að hefja viðskipti klukkan tíu. Kauphöllin ákvað því að fresta opnun markaða um 30 mínútur. Opnunaruppboð hófust því kl. 10:15 og samfelld viðskipti kl. 10:30. 27.9.2004 00:01
Skemmdir á byggðasafni Brotist var inn í Byggðasafn Austur-Skaftfellinga um helgina og þar unnin mikil skemmdarverk og óbætanlegt tjón að sögn safnvarðar. Þjófurinn, eða þjófarnir virðast ekki hafa verið að leita að neinu verðmætu, heldur aðeins bortist inn í safnið til að svala skemmdarfýsn sinni. 27.9.2004 00:01
Leikskólastarf líka í uppnámi? Verkfall grunnskólakennara gæti haft áhrif á starfsemi leikskóla, þar sem leikskólakennarar geti ekki mætt til vinnu vegna eigin barna. Leikskólabörn verði því hugsanlega send heim. 27.9.2004 00:01
Segja átti öllum starfsmönnum upp Til stóð að segja öllum starfsmönnum Norðurljósa upp störfum á vormánuðum hefði fyrsta fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar orðið óbreytt að lögum. 27.9.2004 00:01
Íhuga að skipuleggja starfsemi Hvorugur deilenda í Kennaraverkfallinu hafði nú undir hádegið óskað efitir því við Ríkissáttasemjara að fyrirhuguðum samningafundi hjá Ríkissáttasemjara á fimmtudag yrði flýtt. 27.9.2004 00:01
Hefur áhrif á starfsemi Icelandair Skyndiverkfall flugumferðarstjóra í Noregi hefur áhrif á flug Icelandair. Þannig lenti farþegaþota félagsins í áætlunarflugi til Osló í Bergen á vesturströnd Noregs klukkan 10 í morgun. Rúmlega hundrað farþegar voru um borð. Ekki er vitað hvenær flugumferðarstjórar hefja störf á ný, en samningafundir standa yfir. Flogið verður frá Bergen til Osló eins fljótt og unnt er eftir að opnað verður fyrir flugumferð og síðan frá Osló til Íslands með þá 150 farþega sem bíða þar, en til stóð að fljúga þaðan til baka síðdegis. Viðkomandi eru hvattir til þess að fylgjast með breytingum á áætlun á textavarpi eða Netinu. 27.9.2004 00:01
Deilt um undanþágur Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, telur synjun á undanþágum fyrir fjölfjötluð börn eðlilega á þessu stigi málsins, en Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, lýsti sig ósammála því í viðtali við Gunnlaug Helgason og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun. 27.9.2004 00:01
Óbætanlegt tjón Listaverk eftir Ríkharð Jónsson urðu meðal annars fyrir barðinu á skemmdarvargi, sem svalaði skemmdarfýsn sinni í Byggðasafni Austur Skaftfellinga um helgina, þar sem óbætanlegt tjón var unnið. 27.9.2004 00:01
Viðræður fram í næsta mánuð Niðurstöðu úr sameiningarviðræðum Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík er ekki að vænta fyrr en undir miðjan næsta mánuð, að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors Tækniháskólans. 27.9.2004 00:01
Minni kálfaslátrun en í fyrra Slátrun nautkálfa hefur dregist saman síðustu mánuði, miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Slátrun ungkálfa hefur dregist saman um 8 prósent síðustu 12 mánuði miðað við sama tímabil árið áður og um 15 prósent ef horft er til síðustu 6 mánuða. 27.9.2004 00:01
Kennarar fá stuðning og átalningu Í yfirlýsingu frá Kennarafélagi Vesturlands er fullum stuðningi við samninganefnd Kennarasambands Íslands lýst yfir og hún hvött til að kvika hvergi frá settum kröfum. Og stjórn Heimdallar átelur þá afstöðu KÍ að veita ekki undanþágur til kennara sem koma að kennslu og umönnun fatlaðra barna. 27.9.2004 00:01
Reynt að raska ekki leikskólum Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að reynt verði að skipuleggja starfsemi leikskóla þannig að röskun vegna verkfalls grunnskólakennara verði sem minnst. 27.9.2004 00:01