Fleiri fréttir Tjaldanes til sölu Tjaldanes, heimili þroskaheftra drengja í Mosfellsdal, er til sölu, Starfsemi lagðist þar af í maí síðastliðnum, en frá því á síðasta ári hefur verið unnið að því að koma heimilismönnum fyrir annars staðar. Þeir búa ýmist einir eða fleiri í þjónustuíbúðum víðs vegar í Mosfellsbæ, þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn. 27.9.2004 00:01 Enn strandaglópar í Björgvin Fjöldi Íslendinga eru enn strandaglópar á flugvellinum í Björgvin í Noregi vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Osló. Vél Icelandair sem var á leið til Osló var á síðustu stundu snúið til Björgvin, en rúmlega hundrað farþegar voru um borð. 27.9.2004 00:01 Ætla að fjölga sumarbústöðum Tillaga að nýju aðalskipulagi Þingvallasveitar gerir ráð fyrir að landeigendum verði heimil stórfelld uppbygging sumarhúsabyggða, bæði með þéttingu núverandi svæða og nýjum sumarbústöðum. 27.9.2004 00:01 Þurfa 27,7 milljarða á næsta ári Stjórnendur Landspítalans telja sig þurfa 27,7 milljarða króna á næsta ári til að geta haldið rekstri spítalans óbreyttum frá því sem verið hefur. Formaður stjórnarnefndar spítalans er bjartsýnn á að spítalinn þurfi ekki að standa við 700 milljóna króna niðurskurð í haust. 27.9.2004 00:01 Hættulegir hlutir finnast Nokkrar vélbyssur og fleiri hættulegir hlutir fundust fyrir helgi við flak breskrar sprengjuflugvélar á Eyjafjallajökli. Vélin fórst í seinna stríði fyrir réttum sextíu árum. 27.9.2004 00:01 Enn óvíst með framsal Ekki er enn vitað hvort orðið verður við framsalsbeiðni íslenskra stjórnvalda vegna rannsóknar á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðari ára. Þrjár stórar sendingar fíkniefna komu frá Hollandi, tvær með Dettifossi og ein í pósti. 27.9.2004 00:01 Játuðu brottkast Skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík gengust undir það í Héraðsdómi Vesturlands að greiða hvor eina milljón króna í sekt fyrir brottkast. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur þriggja mánaða fangelsi í stað sektarinnar. 27.9.2004 00:01 Ákærður fyrir umboðssvik Fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela hefur verið ákærður af Ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik þegar hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. 27.9.2004 00:01 Óbætanlegt tjón Listaverk eftir Ríkharð Jónsson urðu meðal annars fyrir barðinu á skemmdarvargi, sem svalaði skemmdarfýsn sinni í Byggðasafni Austur Skaftfellinga um helgina, þar sem óbætanlegt tjón var unnið. 27.9.2004 00:01 Samfylking vill úttekt Margrét Frímannsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur furðu sæta að ríkisfyrirtækið Síminn kaupi hlut í fjölmiðlafyrirtæki þegar talað sé um nauðsynlegan niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu. Þingflokkurinn hefur farið fram á að gerð verði opinber úttekt á Landssímanum og dótturfélögum hans. 27.9.2004 00:01 Skákin heldur áfram Þingmenn Framsóknarflokksins hittast á morgun og skipta með sér nefndarstörfum fyrir komandi vetur. Siv Friðleifsdóttir bætist í hóp óbreyttra og er hart deilt um hver eigi að víkja úr hvaða embætti fyrir hana. 27.9.2004 00:01 Engin lausn í sjónmáli Engin lausn er í sjónmáli í kennaradeilunni. Deilendur reikna ekki með því að leggja fram sáttatilboð á fimmtudag og ríkissáttasemjari segir engar forsendur fyrir sáttatillögu. Staðan er því hin sama og þegar síðasti fundur var haldinn á fimmtudaginn. 27.9.2004 00:01 Ný stólalyfta í Bláfjöllum Verið er að reisa nýja 250 milljóna króna skíðalyftu í Bláfjöllum, þrátt fyrir mesta snjóleysi í manna minnum á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins undanfarna vetur. En lyftan verður einnig notuð á sumrin, til að flytja ferðamenn og reiðhjólin þeirra upp á fjallstindana. 27.9.2004 00:01 Guðni vill ekki lög Menn eiga ekkert að vera gefa undir fótinn með það að ríkisvaldið grípi inn í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin segir Guðni Ágústsson starfandi forsætisráðherra. 27.9.2004 00:01 Unnt að endurvekja eggjastokka Konur sem greinast með krabbamein ættu að láta taka vefsýni úr eggjastokkunum og frysta. Þetta er mat íslensks sérfræðings, sem telur að innan fárra ára verði unnt að gera eggjastokka sem skaddast hafa við krabbameinsmeðferð, virka aftur. 27.9.2004 00:01 Gallaðir sæðingarhrútar Tveir hrútar, sem nefnast Vinur og Kunningi, verða aflífaðir í haust, þar sem vanskapnaður erfist frá þeim. Báðir hrútarnir hafa verið notaðir á sæðingarstöðvum og eiga því gríðarlegan fjölda afkvæma. Vansköpuð lömb í íslenska sauðfjárstofninum hafa ekki verið algeng í samanburði við mörg erlend sauðfjárkyn. 27.9.2004 00:01 Dæmdi dagpabbinn vill börnin Sigurður Guðmundsson, sem losnaði úr fangelsi í sumar eftir að hafa verið dæmdur fyrir að hrista barn til dauða, stefnir í forræðisdeilu vegna barna sem sett voru í fóstur án samráðs við hann. Átta erlendir réttarmeinafræðingar töldu Sigurð saklausan. Fimm ára bið er í að hann komist fyrir mannréttindadómstólinn í Strassbourg. 27.9.2004 00:01 Vilja fund með sveitarstjórum Kennarar óskuðu í gær eftir fundi á morgun með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins til að ræða stöðuna í verkfallinu og skýra sjónarmið sín. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði að margir sveitarstjórar hefðu synjað beiðni kennara í gær og ætli ekki að mæta til fundarins. Hins vegar hefði enginn boðað komu sína. 27.9.2004 00:01 Samfylking vill rannsókn á Símanum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. 27.9.2004 00:01 Íþróttir kunna að verða undir Eggert Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, finnst ástæðulaust að sameina íþróttamál og menningarmál í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Tillögur um það eru til umfjöllunar hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. 27.9.2004 00:01 Þúsund ára ísjaki stal senunni Viðamikil íslensk menningar- og vísindakynning hófst í París í gær með því að 14 tonna íslenskum ísjaka var komið fyrir við vísindasafnið nærri Champs Elysée. Flutningur jakans hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi. </font /></b /> 27.9.2004 00:01 Ekkert lát á straumi fíkniefna Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkismanni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar. </font /></b /> 27.9.2004 00:01 Kviknaði í eldavél Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að sambýlinu við Reykjadal í Mosfellsdal laust eftir klukkan sjö í morgun. Þar hafði kviknað í við eldavélina í húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir vegna brunans óverulegar. 26.9.2004 00:01 Þrefaldur pottur næst Enginn vann tvöfalda pottinn í lottóinu í gær. Tölurnar sem upp komu voru 7 - 11 - 16 - 22 og 25 og bónustalan var 25. Rúmlega 6,6 milljónir voru í pottinum tvöfalda. Hann verður því þrefaldur um næstu helgi og fer því væntanlega yfir 10 milljónir. 26.9.2004 00:01 Brennisteinsfnykur í Eyjum Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið út af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg í gærkvöldi og í nótt. Sá snarpasti mældist 3,3 stig á Richter. Í Vestmannaeyjum hefur orðið vart við mikinn brennisteinsfnyk í bænum og kemur hann úr vesturátt. 26.9.2004 00:01 Þyrlan send vegna umferðarslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð vestur á Bíldudal klukkan sex í morgun vegna umferðarslyss sem átti sér stað klukkustund áður. Þá ók fólksbifreið í gegnum handrið á rimlahliði í útjaðri bæjarins. Tveir menn á þrítugsaldri voru í bílnum og flaug farþeginn í gegnum framrúðuna og lenti á viðardrumbi í hliðinu. 26.9.2004 00:01 Tvisvar ekið á stólpa á sólarhring Jeppa var ekið á stólpa sem er hluti af vegartálma á Vesturlandsvegi skammt frá Korpúlfsstöðum á sjötta tímanum í morgun. Ökumaður er grunaður um ölvun. Eitthvað virðist þessi vegartálmi þvælast fyrir ölvuðum ökumönnum því um svipað leyti í gær lenti annar bíll á stólpanum. Sá ökumaður reyndi að flýja af vettvangi en náðist skömmu síðar. 26.9.2004 00:01 Furðar sig á undanþágunefnd Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, furðar sig á þessu. 26.9.2004 00:01 Brennisteinslyktin liðin hjá Brennisteinslyktin sem fannst í Vestmannaeyjum í morgun er liðin hjá en margir Eyjamenn hafa fundið fnykinn á morgungöngunni í morgun. Lyktin kom úr vesturátt að sögn Gísla Óskarssonar, fréttaritara í Vestmannaeyjum, en hann segir það óvenjulegt að finna brennisteinslykt úr vesturátt því hún komi yfirleitt frá jöklunum þegar það er austanátt. 26.9.2004 00:01 Síðari viðgerðin tókst vel Neysluvatn er farið að streyma til Vestmannaeyja frá fastalandinu. Fyrsta viðgerð leiðslunnar mistókst þar sem þéttingar leiðslunnar gáfu sig. Þá voru búnar til nýjar þéttingar og er útlit er fyrir að síðari bráðabirgðaviðgerðin hafi tekist vel. 26.9.2004 00:01 Karlmaður nefbraut stúlku í nótt Stúlka nefbrotnaði er hún var slegin í andlitið fyrir utan veitingastað við Hafnargötu í Keflavík í nótt samkvæmt Víkurfréttum. Árásaraðilinn er karlmaður og var hann yfirheyrður af lögreglu. 26.9.2004 00:01 Vatnsskortur úr sögunni að sinni Í gær tókst að gera við aðra leiðsluna sem flytur vatn frá fastalandinu til Vestmannaeyja. Neysluvatn streymir nú til Eyja og ótti þeirra við vatnsskort er úr sögunni, í bili að minnsta kosti. 26.9.2004 00:01 Störfum fækkar jafnt og þétt Erfiðleikar eru í atvinnumálum Siglufjarðar. Gífurlegur samdráttur á undanförnum árum, segir formaður verkalýðsfélagsins. Verðum að vera bjartsýn, segir formaður bæjarráðs. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Of lítið samráð innan Framsóknar Tveir þingflokksfundir hafa verið afboðaðir hjá Framsóknarflokknum undanfarna viku þar sem tilkynna átti um breytingar á nefndarsetum þingmanna. Sumir þingmanna flokksins telja of lítið samráð hafa verið haft við þingmenn vegna málsins en endanleg ákvörðun verður tilkynnt á þingflokksfundi á þriðjudag. 26.9.2004 00:01 Mótmælir orðum og athöfnum Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennarasambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Olíulykt af heita vatninu Héraðsbúum brá sumum í brún á dögunum þegar olíufnyk lagði af heita vatninu úr krönum þeirra. Skipt var um dælu í einni af borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella og var notast við sérstaka feiti til að skrúfa dæluna saman. Liggur þar hundurinn grafinn. Fnykinn lagði af feitinni. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Nota sér neyðarástand fatlaðra Neyðarástand hjá fjölskyldum fatlaðra barna er notað sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem einnig spyr hvers vegna undanþágunefnd, sem ekki veitir undanþágur, starfi yfirleitt. 26.9.2004 00:01 Höfnun beiðnanna óskiljanleg Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. 26.9.2004 00:01 Fjórði bekkur í samræmd próf? Óvissa er um samræmd próf fjórða bekkjar í 180 grunnskólum sveitarfélaganna. Prófa á börnin í stærðfræði og íslensku dagana 10. og 12. október. 26.9.2004 00:01 Fá börn í dagvistun Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvistunarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfalls kennara. 26.9.2004 00:01 Enginn varanlegur skaði Barnasálfræðingur segir ólíklegt að verkfall valdi fötluðum börnum varanlegum skaða. Þau geti þó þurft sinn tíma til að jafna sig. Móðir fatlaðs drengs segir stöðuna vonlausa til lengri tíma. </b /> 26.9.2004 00:01 Undrast ásakanir kennara Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. 26.9.2004 00:01 Keppt í samlokugerð Samloka er ekki bara tvær brauðsneiðar með áleggi sem búið er að skella saman. Það kom í ljós í hörkuspennandi keppni í samlokugerð sem fram fór í dag, þeirri fyrstu sinnar tegundar hér á landi. 26.9.2004 00:01 Breytingar breytinganna vegna Forsvarsmenn íþróttahreyfinga Reykjavíkur óttast að breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar dragi úr fjármagni til íþrótta- og tómstundamála sé litið til lengri tíma, segir Ragnar Reynisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. 26.9.2004 00:01 Ríkið leysi deiluna úr sjálfheldu Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að ekki sé hægt að leysa kjaradeilu kennara nema að ríkið auki tekjur sveitarfélaganna. Talið er að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti ekki nægilegri hörku í viðræðum við ríkið. 26.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tjaldanes til sölu Tjaldanes, heimili þroskaheftra drengja í Mosfellsdal, er til sölu, Starfsemi lagðist þar af í maí síðastliðnum, en frá því á síðasta ári hefur verið unnið að því að koma heimilismönnum fyrir annars staðar. Þeir búa ýmist einir eða fleiri í þjónustuíbúðum víðs vegar í Mosfellsbæ, þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn. 27.9.2004 00:01
Enn strandaglópar í Björgvin Fjöldi Íslendinga eru enn strandaglópar á flugvellinum í Björgvin í Noregi vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Osló. Vél Icelandair sem var á leið til Osló var á síðustu stundu snúið til Björgvin, en rúmlega hundrað farþegar voru um borð. 27.9.2004 00:01
Ætla að fjölga sumarbústöðum Tillaga að nýju aðalskipulagi Þingvallasveitar gerir ráð fyrir að landeigendum verði heimil stórfelld uppbygging sumarhúsabyggða, bæði með þéttingu núverandi svæða og nýjum sumarbústöðum. 27.9.2004 00:01
Þurfa 27,7 milljarða á næsta ári Stjórnendur Landspítalans telja sig þurfa 27,7 milljarða króna á næsta ári til að geta haldið rekstri spítalans óbreyttum frá því sem verið hefur. Formaður stjórnarnefndar spítalans er bjartsýnn á að spítalinn þurfi ekki að standa við 700 milljóna króna niðurskurð í haust. 27.9.2004 00:01
Hættulegir hlutir finnast Nokkrar vélbyssur og fleiri hættulegir hlutir fundust fyrir helgi við flak breskrar sprengjuflugvélar á Eyjafjallajökli. Vélin fórst í seinna stríði fyrir réttum sextíu árum. 27.9.2004 00:01
Enn óvíst með framsal Ekki er enn vitað hvort orðið verður við framsalsbeiðni íslenskra stjórnvalda vegna rannsóknar á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðari ára. Þrjár stórar sendingar fíkniefna komu frá Hollandi, tvær með Dettifossi og ein í pósti. 27.9.2004 00:01
Játuðu brottkast Skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík gengust undir það í Héraðsdómi Vesturlands að greiða hvor eina milljón króna í sekt fyrir brottkast. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur þriggja mánaða fangelsi í stað sektarinnar. 27.9.2004 00:01
Ákærður fyrir umboðssvik Fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela hefur verið ákærður af Ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik þegar hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. 27.9.2004 00:01
Óbætanlegt tjón Listaverk eftir Ríkharð Jónsson urðu meðal annars fyrir barðinu á skemmdarvargi, sem svalaði skemmdarfýsn sinni í Byggðasafni Austur Skaftfellinga um helgina, þar sem óbætanlegt tjón var unnið. 27.9.2004 00:01
Samfylking vill úttekt Margrét Frímannsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur furðu sæta að ríkisfyrirtækið Síminn kaupi hlut í fjölmiðlafyrirtæki þegar talað sé um nauðsynlegan niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu. Þingflokkurinn hefur farið fram á að gerð verði opinber úttekt á Landssímanum og dótturfélögum hans. 27.9.2004 00:01
Skákin heldur áfram Þingmenn Framsóknarflokksins hittast á morgun og skipta með sér nefndarstörfum fyrir komandi vetur. Siv Friðleifsdóttir bætist í hóp óbreyttra og er hart deilt um hver eigi að víkja úr hvaða embætti fyrir hana. 27.9.2004 00:01
Engin lausn í sjónmáli Engin lausn er í sjónmáli í kennaradeilunni. Deilendur reikna ekki með því að leggja fram sáttatilboð á fimmtudag og ríkissáttasemjari segir engar forsendur fyrir sáttatillögu. Staðan er því hin sama og þegar síðasti fundur var haldinn á fimmtudaginn. 27.9.2004 00:01
Ný stólalyfta í Bláfjöllum Verið er að reisa nýja 250 milljóna króna skíðalyftu í Bláfjöllum, þrátt fyrir mesta snjóleysi í manna minnum á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins undanfarna vetur. En lyftan verður einnig notuð á sumrin, til að flytja ferðamenn og reiðhjólin þeirra upp á fjallstindana. 27.9.2004 00:01
Guðni vill ekki lög Menn eiga ekkert að vera gefa undir fótinn með það að ríkisvaldið grípi inn í kjaradeilu kennara við sveitarfélögin segir Guðni Ágústsson starfandi forsætisráðherra. 27.9.2004 00:01
Unnt að endurvekja eggjastokka Konur sem greinast með krabbamein ættu að láta taka vefsýni úr eggjastokkunum og frysta. Þetta er mat íslensks sérfræðings, sem telur að innan fárra ára verði unnt að gera eggjastokka sem skaddast hafa við krabbameinsmeðferð, virka aftur. 27.9.2004 00:01
Gallaðir sæðingarhrútar Tveir hrútar, sem nefnast Vinur og Kunningi, verða aflífaðir í haust, þar sem vanskapnaður erfist frá þeim. Báðir hrútarnir hafa verið notaðir á sæðingarstöðvum og eiga því gríðarlegan fjölda afkvæma. Vansköpuð lömb í íslenska sauðfjárstofninum hafa ekki verið algeng í samanburði við mörg erlend sauðfjárkyn. 27.9.2004 00:01
Dæmdi dagpabbinn vill börnin Sigurður Guðmundsson, sem losnaði úr fangelsi í sumar eftir að hafa verið dæmdur fyrir að hrista barn til dauða, stefnir í forræðisdeilu vegna barna sem sett voru í fóstur án samráðs við hann. Átta erlendir réttarmeinafræðingar töldu Sigurð saklausan. Fimm ára bið er í að hann komist fyrir mannréttindadómstólinn í Strassbourg. 27.9.2004 00:01
Vilja fund með sveitarstjórum Kennarar óskuðu í gær eftir fundi á morgun með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins til að ræða stöðuna í verkfallinu og skýra sjónarmið sín. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði að margir sveitarstjórar hefðu synjað beiðni kennara í gær og ætli ekki að mæta til fundarins. Hins vegar hefði enginn boðað komu sína. 27.9.2004 00:01
Samfylking vill rannsókn á Símanum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. 27.9.2004 00:01
Íþróttir kunna að verða undir Eggert Magnússyni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, finnst ástæðulaust að sameina íþróttamál og menningarmál í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Tillögur um það eru til umfjöllunar hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. 27.9.2004 00:01
Þúsund ára ísjaki stal senunni Viðamikil íslensk menningar- og vísindakynning hófst í París í gær með því að 14 tonna íslenskum ísjaka var komið fyrir við vísindasafnið nærri Champs Elysée. Flutningur jakans hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi. </font /></b /> 27.9.2004 00:01
Ekkert lát á straumi fíkniefna Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkismanni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar. </font /></b /> 27.9.2004 00:01
Kviknaði í eldavél Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að sambýlinu við Reykjadal í Mosfellsdal laust eftir klukkan sjö í morgun. Þar hafði kviknað í við eldavélina í húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir vegna brunans óverulegar. 26.9.2004 00:01
Þrefaldur pottur næst Enginn vann tvöfalda pottinn í lottóinu í gær. Tölurnar sem upp komu voru 7 - 11 - 16 - 22 og 25 og bónustalan var 25. Rúmlega 6,6 milljónir voru í pottinum tvöfalda. Hann verður því þrefaldur um næstu helgi og fer því væntanlega yfir 10 milljónir. 26.9.2004 00:01
Brennisteinsfnykur í Eyjum Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið út af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg í gærkvöldi og í nótt. Sá snarpasti mældist 3,3 stig á Richter. Í Vestmannaeyjum hefur orðið vart við mikinn brennisteinsfnyk í bænum og kemur hann úr vesturátt. 26.9.2004 00:01
Þyrlan send vegna umferðarslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð vestur á Bíldudal klukkan sex í morgun vegna umferðarslyss sem átti sér stað klukkustund áður. Þá ók fólksbifreið í gegnum handrið á rimlahliði í útjaðri bæjarins. Tveir menn á þrítugsaldri voru í bílnum og flaug farþeginn í gegnum framrúðuna og lenti á viðardrumbi í hliðinu. 26.9.2004 00:01
Tvisvar ekið á stólpa á sólarhring Jeppa var ekið á stólpa sem er hluti af vegartálma á Vesturlandsvegi skammt frá Korpúlfsstöðum á sjötta tímanum í morgun. Ökumaður er grunaður um ölvun. Eitthvað virðist þessi vegartálmi þvælast fyrir ölvuðum ökumönnum því um svipað leyti í gær lenti annar bíll á stólpanum. Sá ökumaður reyndi að flýja af vettvangi en náðist skömmu síðar. 26.9.2004 00:01
Furðar sig á undanþágunefnd Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, furðar sig á þessu. 26.9.2004 00:01
Brennisteinslyktin liðin hjá Brennisteinslyktin sem fannst í Vestmannaeyjum í morgun er liðin hjá en margir Eyjamenn hafa fundið fnykinn á morgungöngunni í morgun. Lyktin kom úr vesturátt að sögn Gísla Óskarssonar, fréttaritara í Vestmannaeyjum, en hann segir það óvenjulegt að finna brennisteinslykt úr vesturátt því hún komi yfirleitt frá jöklunum þegar það er austanátt. 26.9.2004 00:01
Síðari viðgerðin tókst vel Neysluvatn er farið að streyma til Vestmannaeyja frá fastalandinu. Fyrsta viðgerð leiðslunnar mistókst þar sem þéttingar leiðslunnar gáfu sig. Þá voru búnar til nýjar þéttingar og er útlit er fyrir að síðari bráðabirgðaviðgerðin hafi tekist vel. 26.9.2004 00:01
Karlmaður nefbraut stúlku í nótt Stúlka nefbrotnaði er hún var slegin í andlitið fyrir utan veitingastað við Hafnargötu í Keflavík í nótt samkvæmt Víkurfréttum. Árásaraðilinn er karlmaður og var hann yfirheyrður af lögreglu. 26.9.2004 00:01
Vatnsskortur úr sögunni að sinni Í gær tókst að gera við aðra leiðsluna sem flytur vatn frá fastalandinu til Vestmannaeyja. Neysluvatn streymir nú til Eyja og ótti þeirra við vatnsskort er úr sögunni, í bili að minnsta kosti. 26.9.2004 00:01
Störfum fækkar jafnt og þétt Erfiðleikar eru í atvinnumálum Siglufjarðar. Gífurlegur samdráttur á undanförnum árum, segir formaður verkalýðsfélagsins. Verðum að vera bjartsýn, segir formaður bæjarráðs. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Of lítið samráð innan Framsóknar Tveir þingflokksfundir hafa verið afboðaðir hjá Framsóknarflokknum undanfarna viku þar sem tilkynna átti um breytingar á nefndarsetum þingmanna. Sumir þingmanna flokksins telja of lítið samráð hafa verið haft við þingmenn vegna málsins en endanleg ákvörðun verður tilkynnt á þingflokksfundi á þriðjudag. 26.9.2004 00:01
Mótmælir orðum og athöfnum Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennarasambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Olíulykt af heita vatninu Héraðsbúum brá sumum í brún á dögunum þegar olíufnyk lagði af heita vatninu úr krönum þeirra. Skipt var um dælu í einni af borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella og var notast við sérstaka feiti til að skrúfa dæluna saman. Liggur þar hundurinn grafinn. Fnykinn lagði af feitinni. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Nota sér neyðarástand fatlaðra Neyðarástand hjá fjölskyldum fatlaðra barna er notað sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem einnig spyr hvers vegna undanþágunefnd, sem ekki veitir undanþágur, starfi yfirleitt. 26.9.2004 00:01
Höfnun beiðnanna óskiljanleg Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. 26.9.2004 00:01
Fjórði bekkur í samræmd próf? Óvissa er um samræmd próf fjórða bekkjar í 180 grunnskólum sveitarfélaganna. Prófa á börnin í stærðfræði og íslensku dagana 10. og 12. október. 26.9.2004 00:01
Fá börn í dagvistun Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvistunarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfalls kennara. 26.9.2004 00:01
Enginn varanlegur skaði Barnasálfræðingur segir ólíklegt að verkfall valdi fötluðum börnum varanlegum skaða. Þau geti þó þurft sinn tíma til að jafna sig. Móðir fatlaðs drengs segir stöðuna vonlausa til lengri tíma. </b /> 26.9.2004 00:01
Undrast ásakanir kennara Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. 26.9.2004 00:01
Keppt í samlokugerð Samloka er ekki bara tvær brauðsneiðar með áleggi sem búið er að skella saman. Það kom í ljós í hörkuspennandi keppni í samlokugerð sem fram fór í dag, þeirri fyrstu sinnar tegundar hér á landi. 26.9.2004 00:01
Breytingar breytinganna vegna Forsvarsmenn íþróttahreyfinga Reykjavíkur óttast að breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar dragi úr fjármagni til íþrótta- og tómstundamála sé litið til lengri tíma, segir Ragnar Reynisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. 26.9.2004 00:01
Ríkið leysi deiluna úr sjálfheldu Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að ekki sé hægt að leysa kjaradeilu kennara nema að ríkið auki tekjur sveitarfélaganna. Talið er að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti ekki nægilegri hörku í viðræðum við ríkið. 26.9.2004 00:01