Engar undanþágur 28. september 2004 00:01 Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent