Fleiri fréttir

Fjáröflun fyrir börn í stríði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun hefja fjáröflunarátak Rauða krossins fyrir börn í stríði, „Göngum til góðs“, í Smáralind nú klukkan hálfellefu. Auk forsetans munu Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, Kristján Sturluson, varaformaður Rauða krossins, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, kynna landssöfnunina.

Ölvun, hass og haglabyssa

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann á 137 kílómetra hraða á ellefta tímanum í gærkvöld við Ytri vík á Ólafsfjarðarvegi á milli Dalvíkur og Akureyrar. Ökumaðurinn sem er á fimmtugsaldri er grunaður um ölvun við akstur. Í bílnum fannst smáræði af hassi, sem og haglabyssa og skotfæri.

Mikið hvassviðri í nótt

Mikið hvassviðri var á suður- og suðvesturhorni landsins í nótt. Lögregla á Akranesi var á ferðinni og tíndi til lausamuni ásamt bæjarstarfsmönnum.

Tíu verkfallsbrot staðfest

Um tíu fyrirtækjum og stofnunum hefur verið bent á það skriflega að það tómstundastarf sem börnum starfsmanna er boðið upp á sé verkfallsbrot. Bréfin eru frá verkfallsnefnd kennara en ekki fæst uppgefið hvaða fyrirtæki þetta eru.

Umbylting skipulags Sþ

Það þarf að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega öryggisráðsins, að mati Geirs H. Haarde fjármálaráðherra sem í gær hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Gargandi þvæla segir Sveinn Andri

Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina.

KSNV harmar ummæli Einars Odds

Kennarasamband Norðurland vestra, KSNV, harmar óheppileg ummæli þingmanns kjördæmisins, Einars Odds Kristjánssonar, í fjölmiðlum þar sem hann segir kennara vera að brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, eins og segir í ályktun sambandsins sem send var fjölmiðlum í dag.  

Viðgerðin í Eyjum mistókst

Viðgerð á vatnsleiðslunni til Vestmannaeyja mistókst í gær. Þetta kemur fram á fréttavefnum Eyjar.net. Sigurjón Ingólfsson, veitustjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum, segir í samtali við vefinn að viðgerð verði haldið áfram í dag.

Engin verkfallsbrot fyrir vestan

Kennarar á Ísafirði segjast ekki hafa orðið varir við nein verkfallsbrot þar í bæ að sögn fréttavefjarins Bæjarins besta. Aðspurðir hvort þeir telji sig njóta stuðnings almennings eða hafi orðið fyrir aðkasti segja kennarar að flestir taki máli þeirra vel.

Viðgerðum enn ólokið

Enn hefur ekki tekist að gera við vatnsleiðsluna til Vestmannaeyja sem skemmdist í fyrradag. Viðgerð sem fram fór í gær mistókst að sögn Sigurjóns Ingólfssonar, veitustjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum, og hafa áframhaldandi viðgerðir staðið yfir í allan dag.

Bifreið fór fram af Elliðaárbrú

Bifreið hrapaði fimm metra niður í gegnum vegrið á brúnni yfir Elliðaár á ellefta tímanum í gærkvöld og lenti á göngustíg við árnar. Bifreiðin kom úr áttinni frá Breiðholti og var á leið inn á Vesturlandsveg til austurs þegar ökumaður missti stjórn á henni.

Bíósýningar að nýju á Selfossi

Kvikmyndasýningar munu hefjast að nýju á Selfossi í vetur eftir 20 ára hlé. Eigendur Hótel Selfoss hafa undirritað samstarfssamning við Einar Rúnar Einarsson og Magnús Ninna Reykdalsson á Selfossi um rekstur á Selfossbíói í hótelinu. Fyrsta bíósýningin verður 1. desember næstkomandi. 

Dómurinn gæti haft fordæmisgildi

Dómur í máli danskrar handboltakonu gegn tímaritinu <em>Se og hör</em> kann að hafa fordæmisgildi hér landi. Ritstjórar og blaðamenn danska tímaritsins töpuðu málinu og voru dæmdir til greiðslu sektar fyrir að hafa birt grein um einkalíf konunnar, gegn vilja hennar. 

Vatn farið að streyma til Eyja

Útlit er fyrir að viðgerð á vatnsleiðslunni til Vestmannaeyja hafi tekist með ágætum í dag. Sigurjón Ingólfsson, veitustjóri hjá Hitaveitu Suðurnesja, sagði í samtali við fréttastofu undir kvöld að viðgerðin í gær hefði mistekist þar sem þéttingarnar á vatnsleiðslunni hefðu ekki haldið.

Gagnvirk leiktæki fyrir börn

Stærstu leikfangafyrirtæki veraldar hafa gert samninga við íslenska fyrirtækið 3-PLUS um sölu á gagnvirkum leiktækjum fyrir börn. Fisher Price er þeirra á meðal og viðræður eru einnig hafnar við bandarísku sjónvarpsstöðina Nickelodeon.

Samninganefndinni ekki skipt út

Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli.

Gæta verði að mannréttindum

Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. 

Látið jafnt yfir alla ganga

Fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara segist hafa hafnað öllum umsóknum um undanþágu, á þeirri forsendu að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að sækja á ný um undanþágu, dragist verkfallið á langinn. 

Flugslys á Reykjavíkurflugvelli

Tilkynning barst um að kviknað hefði í flugvél með tugi manns innanborðs í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Allt fór þó vel að lokum því þetta var flugslysaæfing sem á sjötta hundrað manns tók þátt í.

Ljósaperur gegn eiturlyfjanotkun

Ljósaperur með blárri birtu eru notaðar á salernum skiptistöðva Strætós við Hlemm og í Mjóddinni í Reykjavík til að gera fíkniefnaneytendum erfiðara fyrir að sprauta sig. Perurnar hafa reynst vel en töluvert ber á því að þeim sé stolið. 

Stófelldar kerfisbreytingar

Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála.

Kennarar harma ummæli þingmanns

Ummæli Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Norð-vesturkjördæmis, í fjölmiðlum, þar sem hann sagði kennara brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, voru óheppileg að mati Kennarasambands Norðurlands vestra.

Fangaflótti í Svíþjóð

Tveir hættulegir fangar brutust út úr sænsku fangelsi í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi með því að taka fangavörð í gíslingu og hóta að skera hann á háls, ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Gríðarleg leit er nú gerð að föngunum og gíslinum en annar fanginn er morðingi og hinn stórtækur fíkniefnasmyglari.

Amfetamínið 150 milljóna virði

Smásöluandvirði amfetamínsins, sem lögreglan og tollgæslan hafa gert upptækt við rannsókn fíkniefnamálsins sem greint var frá í gær, hefði numið allt að 150 milljónum króna miðað við að efnið hafi komið óblandað til landsins.

Meiri skemmdir en talið var

Vatnsleiðslurnar til Vestmannaeyja eru meira skemmdar en talið var og eru þær í sundur á fjögurra metra kafla. Bráðabirgðaviðgerð á annarri þeirra hefst í dag en óljóst er hvenær hún kemst í gagnið.

Hver og einn kennari verði metinn

Engar vísbendingar eru um að deilendur í kennaradeilunni séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna telur að eðlilegra væri að kennarar tækju það skref í faglega átt í deilunni að hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara.

Kennarar flykkjast til útlanda

Fjölmargir grunnskólakennarar eru nú staddir erlendis eða eru á leið utan á meðan verkfalli þeirra stendur. Engir samninganefndafundir verða haldnir fyrr en seint í næstu viku og því er auðvelt að skipuleggja slíkar ferðir.

Nýr krani í Sundahöfn

Jarl annar hefur störf í Sundahöfn eftir helgi en þessi arftaki Jarls hins fyrsta er hátt í sextíu metra hár hafnarkrani með hundrað og tíu tonna lyftigetu. Jarl annar er stærsti hafnarkrani landsins. Hann er þýsk smíði og kostaði rúmar 200 milljónir króna.

Mikið hvassviðri í borginni

Meira hvassviðri hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu í morgun en reiknað var með og fauk vinnupallur við hús um koll í vesturborginni. Þá gripu lögreglumenn járnplötu á flugi við Klapparstíg og maður sem ætlaði að líta eftir þakinu á Lágafellsskóla fauk ofan af þakinu og var fluttur á Slysadeild. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður.

Útflutningur þrefaldaðist á árinu

Fiskvinnslan virðist ekki hafa notið góðs nema af um það bil helmingi af stórauknum ýsuafla á síðasta fiskveiðiári því útflutningur á óunninni ýsu í gámum hátt í þrefaldaðist á fiskveiðiárinu. Hann jókst úr sex þúsund og fimm hundruð tonnum upp í sautján þúsund tonn.

Framseldur frá Hollandi?

Fíkniefnadeild lögreglunnar óskar að öllum líkindum eftir að Íslendingur, sem býr í Hollandi, verði framseldur í tengslum við rannsókn á fíkniefnasmyglinu sem greint var frá í gær. Það ræðst endanlega á fundi sem nú stendur yfir og fari svo verða fimm menn í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarinnar.

Valgerður samstarfsráðherra

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í morgun við því hlutverki að vera samstarfsráðherra Norðurlandanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að Valgerður myndi taka við þessu embætti sem Siv Friðleifsdóttir gegndi áður.

Sjómenn halda öryggisviku

Öryggisvika sjómanna hófst í gær, en hún er haldin í tengslum við alþjóða siglingadaginn sem verður haldinn hátíðlegur á morgun.

12 umsóknir borist undanþágunefnd

Það mun væntanlega skýrast þegar líður á daginn hvort, eða hvaða undanþágubeiðnir, svonefnd undanþágunefnd mun veita vegna kennaraverkfallsins en tólf umsóknir hafa borist. Engar vísbendingar eru um að deilendur séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. 

ÍÚ braut jafnréttislög

Íslenska útvarpsfélagið og yfirmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar brutu jafnréttislög þegar þeir ráku fjóra kvenfréttamenn fyrir rúmu ári, samkvæmt niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála.

Skemmdir á leiðslum alvarlegar

Í ljós hefur komið að skemmdir á leiðslunum tveimur sem flytja ferskt vatn til Vestmannaeyja eru alvarlegar og mun taka nokkurn tíma að gera við þær að fullu.

Flugi flýtt vegna fellibylsins

Áætlunarflugi Icelandair frá Orlando á morgun verður flýtt vegna fellibylsins Jeanne sem talinn er geta haft áhrif á flugumferð til og frá Orlando. Samkvæmt áætlun er brottför frá borginni klukkan sjö annað kvöld en fluginu hefur verið til klukkan tíu í fyrramálið að staðartíma, eða klukkan 14 að íslenskum tíma.

Guðni forsætisráðherra

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra verður starfandi forsætisráðherra næstu daga vegna fjarveru Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar.

Halldór hittir Raffarin

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hittir Jean-Paul Raffarin, forsætisráðherra Frakklands í París á mánudag.

Ný fisktegund við Íslandsstrendur

Ný fisktegund hefur fundist við Íslandsstrendur. Fiskurinn, sem nefndur hefur verið pétursfiskur á íslensku en heitir <em>zeus faber</em> á latnesku, kom í veiðarfæri Helgu RE á þriðjudaginn á hafsvæðinu út af Sandgerði.

Engar undanþágur veittar

Engar undanþágur verða veittar vegna kennaraverkfallsins en svonefnd undanþágunefnd fór yfir umsóknirnar á fundi sínum í dag. Þrettán umsóknir bárust en að sögn Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa kennara í nefndinni, voru ekki allar umsóknir fullnægjandi. Hinum var hafnað.

Vilja umboðsmann neytenda

Jóhannes Gunnarsson lagði áherslu á stofnun embættis umboðsmanns neytenda í ræðu sinni á þingi Neytendasamtakanna í gær. Jafnframt flutti erindi Hagen Jörgensen umboðsmaður neytenda í Danmörku.

120 lögmenn styðja Jón Steinar

Um hundrað og tuttugu starfandi lögmenn hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni í embætti Hæstaréttardómara. 

Orðalagið rýrir gildi samninganna

Samninganefnd kennara segir loðið orðalag hafa rýrt gildi samninganna sem gerðir voru við sveitarfélögin árið 2001. Meðal kennara heyrast þær raddir að tími sé kominn til að skipta út nefndarmönnum. 

Sjá næstu 50 fréttir