Innlent

Höfnun beiðnanna óskiljanleg

Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir formanni Félags grunnskólakennara, Finnboga Sigurðssyni, að þekking fulltrúa kennara í undanþágunefnd á aðstæðum fatlaðra sé grundvöllur höfnunar á undanþágubeiðnum fyrir fatlaða nemendur. Vísar Finnbogi til áralangrar starfsreynslu fulltrúans, Þórörnu Jónasdóttur, við Safamýrarskóla, sérskóla á grunnskólastigi fyrir nemendur með alvarlega fjölfötlun. Erla Gunnarsdóttur, skólastjóri Safamýrarskóla er afar ósátt við ummælin. Henni þykir afar miður að forysta Kennarasambandins noti nafn skólans til þess að réttlæta niðurstöðu fulltrúa sambandsins í undanþágunefnd.  Eins og áður segir er fulltrúi kennara í undanþágunefnd, sem hafnaði beiðni skólastjóara Safamýraskóla, sérkennari og starfar í skólanum. Rök hennar eru að ekki skapist neyðarástand í jóla-, páska- og sumarleyfum. Skólastjórinn hefur nú áfrýjað úrskurðinum og segir neyðarástand vera á skapast á heimilum margra nemenda. Slíkt gerist um leið og rof verði á skólastarfinu og því sé boðið upp á heilsdagsvistun fyrir börnin í öllum fríum. Athygli vekur að tvær konur sem starfa í sama skóla og með sömu börnunum skuli komast að svo ólíkri niðustöðu. Erla segir sér nánast óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd  skuli komast að þessari niðurstöðu því allt mæli gegn því að þessi niðurstaða fáist í málinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×