Innlent

Of stuttur fyrirvari á landsþingi

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði ætla ekki að mæta á landsþing Ungra jafnaðarmanna um næstu helgi, vegna stutts fyrirvara. Þingið verður haldið í Hveragerði um næstu helgi. Þar mun fara fram málefnustarf, lagabreytingar og kosið í stjórnir. Andrés Jónsson, núverandi formaður, er einn í framboði til formanns, og því sjálfkjörinn. Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði eru í meira lagi óánægðir með að til þingsins hafi verið boðað með stuttum fyrirvara. Þeir segja framboðsfrestinn of stuttan og gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við aðildarfélögin um tíma og staðsetningu, einkennilegt sé að keppa við Menningarnótt, einn stærsta listviðburð Íslendinga. Þeir ætla því ekki að mæta á landsþingið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×