Innlent

Frestur til andmæla rennur út

Frestur landeigenda á Héraði til andmæla vegna fyrirhugaðs eignarnáms Landsvirkjunar á fimm jörðum rennur út í dag. Ágúst Sindri Óskarsson, lögfræðingur Sigurðar Arnarssonar, eins landeigendanna fimm segir að iðnaðarráðuneytinu verði send greinargerð í dag, þar sem það verður meðal annars gagnrýnt að ráðuneytið ákveði hvort eignarnámið standist, þrátt fyrir að iðnaðarráðherra sitji í stjórn Landsvirkjunar, sem fer fram á eignarnámið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×