Fleiri fréttir

Fannst látin við Hvítá

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, sem saknað hefur verið síðan á föstudag, fannst látin á bökkum Hvítár í gærkvöldi. Síðast sást til hennar við Gullfoss á föstudagskvöldið. Það var bóndinn á Kópsvatni í Hrunamannahreppi sem fann líkið fyrir tilviljun en í undirbúningi var að hefja skipulega leit. Ólöf lætur eftir sig tveggja ára son.

Eldurinn kviknaði út frá grilli

Karl og kona sluppu naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Eldurinn mun hafa kviknað út frá gasgrilli sem stóð úti við og náði eldurinn að teygja sig upp eftir húsveggnum, alveg upp í þakskeggið, svo eldurinn komst í þakklæðningu.

Olíuverð ekki hærra í 20 ár

Olíu- og bensínverð er nú í tuttugu ára hámarki. Íslensku olíufélögin segja engar forsendur fyrir þessu verði og vonast til að verð hér á landi þurfi ekki að hækka frekar. Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu segir að spákaupmenn séu orðnir ótrúlega ósvífnir.

Langhæsta stífla landsins

Bráðabirgðavarnarstíflan við Kárahnjúka, sem nú hefur væntanlega lokið hlutverki sínu að mestu, er langhæsta stífla á landinu. Um þrjú þúsund malarhlöss af venjulegum vörubílum þurfti í hækkunina eftir að flóðin byrjuðu. 

Kópavogsbæ að kenna

Aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að það sé stjórnendum Kópavogsbæjar sjálfum að kenna að bærinn skuli borga hærra verð fyrir vatn frá Orkuveitunni en önnur bæjarfélög. Það hefur kostað bæinn yfir sjötíu milljónir króna.

Ólympíuleikarnir settir í kvöld

Ólympíuleikarnir í Aþenu verða settir með formlegum hætti í kvöld. Björk Guðmundsdóttir syngur lag á opnunarathöfn Ólympíuleikanna þar sem saman verða komnir 75.000 áhorfendur úr öllum heimshornum. 

Tryggingastríð hafið

Tryggingastríð er hafið milli banka og tryggingafélaga. Hvor aðilinn um sig lofar viðskiptavinum bestu kjörum, öryggi og umhyggju. Það eru aðeins Landsbankinn og tryggingafélagið Alliance sem eru komin fram á vígvöllinn, eins og málið stendur nú, en búast má við að fleiri aðilar séu að vígbúast.

Skerðing upp á 11 þúsund tonn

Skerðing aflamarksskipanna í þorski á komandi fiskveiðiári nemur um 11.000 tonnum, miðað við slægðan fisk, samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra hefur gefið út. Þetta er vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar verða dagabátum samkvæmt lögum frá síðastliðnu vori. Fréttavefur LÍÚ greinir frá þessu.

Öryggir strandflutningar tryggðir

Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga skorar á yfirvöld að sjá til þess að í samgönguáætlun, sem nú sé verið að endurskoða, verði gerð tillaga um leiðir til þess að tryggja örugga strandflutninga á Íslandi.

Ormsteiti á Egilsstöðum hafið

Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 er hafin. Í bítið í morgun hlykkjaðist Lagarfljótsormurinn um götur Egilsstaða í fylgd krakkanna í „Smiðju Ormsins í Fljótinu“. Saman vöktu þau íbúana með hljóðfæraslætti og söng og minntu á Ormsteiti sem stendur yfir næstu tíu daga.

Ný aðkoma að Vinaskógi

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun á morgun opna nýja aðkomu og aðstöðu að Vinaskógi í Þingvallasveit.  Það var frú Vigdís Finnbogadóttir sem stofnaði til vinaskógar í sinni forsetatíð og var það þá hefð að þjóðhöfðingjar, sem til Íslands komu, gróðursettu tré í Vinaskógi.

Samnorrænn svifflugdagur á morgun

Samnorrænn svifflugdagur verður haldinn á Sandskeiði á morgun, laugardag, og verður þá opið hús hjá Svifflugfélaginu á Sandskeiði. Allir eru velkomnir og ef einhvern langar til að bregða sér á loft í svifflugu þá er það hægt, gegn vægu gjaldi. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð.

Slökkviliðið með kynningu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum, í návígi sunnudaginn 15. ágúst kl. 12-18 við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn veita fræðslu um eldvarnir og öryggi heimilanna. Börnum og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kring og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti.</font />

3% atvinnuleysi í júlí

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 4.712 manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá í júlímánuði. Það jafngildir að 3% af mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnulausir. Atvinnuleysi minnkar því á milli mánaða þar sem það var 3,1% í júní.

Staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa höfuðkúpubrotið annan karlmann í Öxnadal í síðustu viku. Talið er að hann hafi barið manninn með hafnaboltakylfu.

Fannst látin við Hvítá

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, sem lögreglan í Hafnarfirði hefur lýst eftir og leitað hefur verið síðustu daga, er látin. Hún fannst í gærkvöld við Hvítá til móts við bæinn Kópsvatn í Hrunamannahreppi. Ólöf lætur eftir sig tveggja ára son.

Jón Steinar í stað Péturs?

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður íhugar alvarlega að sækja um stöðu hæstaréttardómara sem losnar þegar Pétur Hafstein lætur af störfum.

Veiðiheimildir enn skertar

Kvóti aflamarksskipa skerðist vegna innkomu smábáta í kerfið, þvert á það sem lofað var þegar ákveðið var að leggja dagabátakerfið niður. Reglugerð um leyfilegar veiðar á næsta fiskveiðiári hefur verið gefin út.</font /></b />

Hafnarfjörður nýtur vinsælda

Hafnarfjörður virðist njóta sérstöðu hvað varðar fjölgun íbúa það sem af er þessu ári. Kemur í ljós samkvæmt tölum Hagstofu Íslands að tæplega 300 fleiri fluttu til bæjarins en frá á fyrrihluta ársins. Er það í hróplegu ósamræmi við nágrannabæjarfélagið í Garðabæ en þar fækkaði íbúum um 50.

Pólitísk ofstæki kostar stórfé

"Pólitískt ofstæki Gunnars hefur kostað Kópavogsbúa 50 til 60 milljónir," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, í framhaldi af því að Reykjavíkurborg synjaði Kópavogsbæ að leggja vatnsleiðslu yfir sitt land. Gunnar I. Birgisson lýsti synjuninni sem árás Vallhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi.

Lyfjakostnaður lækkaði

Lyfjakostnaður á deildir Landspítala - háskólasjúkrahúss lækkaði um 1,6 % á fyrri helmingi þessa árs. S-merkti pakkinn hækkaði um 11,4%. Heildarlyfjakostnaður LSH hækkaði um 6,3% frá sama tímabili árið á undan. Þeta kemur fram meðal annars í rekstraruppgjöri LHS fyrir fyrri helming þessa árs.

Sparnaðurinn skilar sér

Skurðaðgerðum á Landspítala fjölgaði á fyrri helmingi þessa árs og meðallegutími styttist. Heildarkostnaður við lyf er í samræmi við áætlun. Launakostnaður hefur lækkað. Rekstur LSH eftir hálft ár sýnir 109,5 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri spítalans fyrir janúar-júní.

Deilur hamla uppbyggingu

Brýn þörf er á að byggja hverasvæðið í Haukadal upp, að sögn Árna hjá Umhverfisstofnun. Hann segir, að það hafi hins vegar ekki verið hægt til þessa vegna mótmæla hluta þeirra sem eiga land að svæðinu eða hluta af því.

Straumhvörf í meðferð blóðsjúkdóma

Stofnfrumur hafa verið græddar í sex sjúklinga á Landspítalanum frá áramótum en þá var byrjað að gera slíkar aðgerðir hér á landi. Fjórir þeirra hafa læknast af sjúkdómum sínum en aðferðin er talin valda straumhvörfum í meðferð illkynja blóðsjúkdóma. Næsta skref er að rækta stofnfrumur hér á landi úr naflastrengjum nýbura.

Íslendingar beygi sig

Norskur lagaprófessor og sérfræðingur í þjóðarrétti segir að Íslendingar eigi að beygja sig undir vilja Norðmanna í síldardeilunni við Svalbarða. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra býst ekki við neinum samningaviðræðum á næstunni og segir að staðan verði metin á ný ef Norðmenn skipta sér af veiðum íslenskra skipa.

Fjölskylda slapp úr eldi

Fjölskylda slapp naumlega út úr brennandi húsi við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá gasgrilli en slíkir brunar verða æ tíðari.

Stærri flóð í Jöklu?

Staðkunnugir segja óhætt að búast við mun stærri flóðum í Jökulsá á Dal en því sem nú er afstaðið. Göngin sem grafin hafi verið til að veita ánni fram hjá Kárahnjúkastíflu séu einfaldlega of þröng. Engar tilraunir voru gerðar með líkan af göngunum við hönnun þeirra.

Norrænar reglur um matvælaöryggi

Norrænir ráðherrar samþykktu í dag reglur um matvælaöryggi en þeim er meðal annars ætlað að koma að gagni í baráttunni gegn offitu barna. Umhverfisráðherra segir aðrar norrænar þjóðir taka öðruvísi á málum, til dæmis með því að gera skólamáltíðir að skyldu.

Kópavogur greiðir meira

Kópavogsbær hefur greitt mun hærra verð fyrir vatn frá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarin ár en önnur bæjarfélög. Það hefur kostað bæjarfélagið yfir sjötíu milljónir króna. Aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur undrast að Kópavogsbær hafi ekki reynt að ná verðinu niður.

Útiborð leyfð til tíu

Leyfi kaffihúsa til þess að þjóna til borðs utandyra verður hugsanlega framlengt til klukkan hálf tólf að kvöldi á sumum stöðum en endurskoðun vinnureglna stendur yfir. Útiborð hafa hingað til aðeins verið leyfð til klukkan tíu.

Viftur seljast og laugar loka

Sjaldan eða aldrei hafa rafmagnsviftur selst jafn vel í höfuðborginni og nú enda eru þær þarfaþing til að komast í gegnum heita, langa vinnudaga - þar sem jafnvel sundlaugum er lokað vegna veðurs. 

Methiti á Vestfjarðakjálkanum

Methiti mældist víða á Vestfjarðakjálkanum í gær og fór hitinn í 26 stig á Ströndum. Hlýrra var norðan en sunnan heiða. Veðurhorfurnar fram undan eru ágætar þrátt fyrir að hitabylgjan sé í rénun. Óvenju þung umferð miðað við árstíma.

Tekist á um fiskveiðistefnu

Ólík sjónarmið eru uppi um hvaða afleiðingar það hefði fyrir íslenskan sjávarútveg ef Íslendingar kysu að ganga í Evrópusambandið. Er því haldið fram að hið eina sem breyttist yrði það að lokaákvarðanir um heildarafla yrðu teknar í Brussel. Aðrir segja það ótryggt ef ákvörðunarvaldið yrði tekið frá okkur því ekki sé hægt að spá fyrir umbreytingar á fiskveiðistefnu ESB. </font /></b />

Getum lært mikið af Íslendingum

Sjávarútvegsráðherra Breta er staddur á Íslandi til að kynna sér fiskveiðistefnu Íslendinga. Sjávarútvegur Íslendinga er þriðjungur af sjávarútveginum í Bretlandi. Aflamagn Íslendinga er hins vegar þrefalt meira en Breta og verðmætin þrefalt meiri. </font /></b />

Drengur brenndist á fæti

Þriggja ára drengur brenndist illa á fæti þegar hann steig ofan í náttúrulegt hitaauga rétt við gufubaðshúsið á Laugarvatni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkrabíll var þegar sendur eftir honum frá Selfossi og til öryggis var neyðarbíll sendur frá Reykjavík á móti sjúkrabílnum og flutti hann á Slysadeild Borgarspítalans.

Jökla enn einu sinni á kaf

Vatnsborð Jöklu steig hálfum metra meira í gærkvöldi en í fyrrakvöld og fór brúin enn einu sinni á kaf. Yfirborðið var aðeins hálfum metra lægra en það varð þegar flóðin náðu hámarki á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og er búist við að að flóðin núna nái hámarki í kvöld eða annað kvöld. Mun þá enn reyna á styrkleika brúarinnar en verktakarnir eru farnir að aka um hana á milli flóða.

Féll af hestbaki

Varnarliðsmaður slasaðist þegar hann féll af hestbaki í grennd við Grindavík um áttaleytið í gærkvöldi. Hann var hálf meðvitundarlaus og blóð lak úr öðru eyra hans þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Ólafar enn leitað

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, þrítug kona sem saknað hefur verið síðan á föstudag, er ekki enn komin fram. Það ræðst þegar á morguninn líður hvort formleg leit verður hafin að henni.

1400 hafa skráð sig í Idol

Fjórtán hundruð manns hafa nú þegar skráð sig í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 og er þátttakan þar með orðin meiri en í fyrra. Frestur til að skrá sig rennur út á miðnætti á sunnudag.

Drengur á hjóli lenti fyrir bíl

Tíu ára drengur slapp ótrúlega vel þegar hann lenti á reiðhjóli sínu í hörðum árekstri við bíl á mótum Hagasels og Heiðarsels um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Drengurinn skall á framrúðu bílsins með þeim þunga að hún brotnaði en drenginn sakaði ekki.

Vísitala neysluverðs ekkert hækkað

Vísitala neysluverðs hefur ekkert hækkað frá síðasta mánuði en ýmsar ytri aðstæður ýta þó verðbólgunni upp. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7 prósent en þar af um aðeins 0,3 prósent síðustu þrjá mánuðina þannig að verulega hefur slegið á þensluna.

Enski boltinn á Bolungarvík

Útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins munu nást í Bolungarvík í fyrri hluta október ef allt gengur að óskum að sögn Víðis Jónssonar, rafeindavirkja í bænum. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá þessu í dag.

Drengurinn útskrifaður

Drengurinn, sem brenndist illa á fæti þegar hann steig ofan í náttúrulegt hitaauga rétt við gufubaðshúsið á Laugarvatni á áttunda tímanum í gærkvöldi, hefur verið útskrifaður af slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann fékk viðeigandi umbúnað og verður undir eftirliti lækna.  

Rafmagnsviftur rjúka út

Rafmagnsviftur seljast eins og heitar lummur í sólinni. Hiti er víða yfir tuttugu stigum á landinu og nú er heitast í Húsafelli, tuttugu og fjögur stig. Til viðbótar við Húsafell er hiti yfir tuttugu stigum í Fljótshlíðinni, á Þingvöllum og í Reykjavík.

Ekki árás Valhallar

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir misskilning liggja í þeirri túlkun Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á Sjálfstæðismenn í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir