Innlent

Drengurinn útskrifaður

Drengurinn, sem brenndist illa á fæti þegar hann steig ofan í náttúrulegt hitaauga rétt við gufubaðshúsið á Laugarvatni á áttunda tímanum í gærkvöldi, hefur verið útskrifaður af slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann fékk viðeigandi umbúnað og verður undir eftirliti lækna.   Sjúkrabíll frá Selfossi var þegar sendur eftir drengnum, sem er þriggja ára gamall, og til öryggis var neyðarbíll sendur frá Reykjavík á móti sjúkrabílnum. Hann flutti drenginn svo á slysadeildina í höfuðborginni. Eftir því sem fréttastofan kemst næst gerðist þetta í fjöruborðinu, skammt frá lítilli bryggju, þar sem fólk var að vaða. Menn frá rannsóknadeild lögreglunnar á Selfossi eru nú á vettvangi og væntanlega verður gripið til ráðstafana til að fyrirbyggja að slíkt geti endurtekið sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×