Innlent

Lyfjakostnaður lækkaði

Lyfjakostnaður á deildir Landspítala - háskólasjúkrahúss lækkaði um 1,6 % á fyrri helmingi þessa árs. S-merkti pakkinn hækkaði um 11,4%. Heildarlyfjakostnaður LSH hækkaði um 6,3% frá sama tímabili árið á undan. Þetta kemur fram meðal annars í rekstraruppgjöri LSH fyrir fyrri helming þessa árs. Til samanburðar voru breytingar á lyfjakostnaði milli áranna 2002 og 2003 þær að heildarlyfjakostnaður hækkaði um 11%, lyf afgreidd á deildir spítalans hækkuðu um 8% og S-merkti pakkinn hækkaði um 13%. Í áætlun fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir að heildarlyfjakostnaður á árinu verði 2.660 milljónir króna, sem er 6,5% hækkun frá árinu 2003. Lyfjakostnaður á deildum er áætlaður 960 millj. kr. sem er 1,3% hækkun en kostnaður vegna S-merkta pakkans er áætlaður 1.700 milljón krónur á árinu eða um 10% hækkun frá árinu 2003. Á fyrri árshelmingi var heildarlyfjakostnaður 7 milljarðar króna eða 0,5% hærri en áætlað hafði verið. Lyfjakostnaður á deildum spítalans var 1,3% lægri en áætlun, kostnaður S-merkta pakkans var hins vegar 1,4% hærri en áætlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×