Innlent

Jökla enn einu sinni á kaf

Vatnsborð Jöklu steig hálfum metra meira í gærkvöldi en í fyrrakvöld og fór brúin enn einu sinni á kaf. Yfirborðið var aðeins hálfum metra lægra en það varð þegar flóðin náðu hámarki á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og er búist við að að flóðin núna nái hámarki í kvöld eða annað kvöld. Mun þá enn reyna á styrkleika brúarinnar en verktakarnir eru farnir að aka um hana á milli flóða. Eftir umtalsverða hækkun og styrkingu á varnargarðinum, ofan við aðal stíflustæðið, þykir vinnusvæðið þar orðið öruggt og er vinna komin í fullan gang eftir hátt í vikuhlé. Áður en vinna var felld þar niður vegna flóðahættu var verkið þegar orðið á eftir áætlun þar sem bergið hefur ekki reynst eins traust og talið var. Hægt er að sjá myndir frá svæðinu úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×