Fjölskylda slapp úr eldi 13. ágúst 2004 00:01 Fjölskylda slapp naumlega út úr brennandi húsi við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá gasgrilli en slíkir brunar verða æ tíðari. Slökkviliðsmaður á leið á vakt varð fyrstur var við eldinn. Hann þykir hafa sýnt mikið snarræði þegar hann hljóp inn í húsið og kom íbúunum tveimur út en mikill reykur var þá í íbúðinni. Það logaði glatt þegar fjölmennt slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn hafði þá læst sig í klæðningu hússins og inn að þaki. Ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið. Grillið stóð nálægt húsinu, upp við glerrúðu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfðu húsráðendur grillað í gærkvöld og talið sig hafa slökkt á grillinu. Útköllum vegna slíkra bruna fer fjölgandi að sögn Friðriks Þorsteinssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, og þá helst með tvennum hætti. Annars vegar að það kvikni í þegar verið er að grilla eða að gasslöngurnar gefi sig þannig að það logi út frá kútnum. Aðspurður hvernig fólk eigi að bregðast við slíku segir Friðrik að fólk eigi að hafa eldþolna vettlinga eða hreinlega eldvarnarteppi við höndina svo hægt sé að komast að kútnum og skrúfa fyrir. Þá sé öll hætta yfirstaðin. Algengt er að fólk leyfi eldinum að loga á grillinu, eftir matseld, til að brenna burt fitu og spara sér þrif. Á stuttum tíma getur það orsakað eldhaf. Einnig getur búnaður í grillinu gefið sig, ef ekki er lokað fyrir gaskútinn, og þá er voðinn vís. Friðrik brýnir því fyrir fólki að ganga rétt frá. Myndin er úr myndasafni. Fréttir Innlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Fjölskylda slapp naumlega út úr brennandi húsi við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá gasgrilli en slíkir brunar verða æ tíðari. Slökkviliðsmaður á leið á vakt varð fyrstur var við eldinn. Hann þykir hafa sýnt mikið snarræði þegar hann hljóp inn í húsið og kom íbúunum tveimur út en mikill reykur var þá í íbúðinni. Það logaði glatt þegar fjölmennt slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn hafði þá læst sig í klæðningu hússins og inn að þaki. Ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið. Grillið stóð nálægt húsinu, upp við glerrúðu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfðu húsráðendur grillað í gærkvöld og talið sig hafa slökkt á grillinu. Útköllum vegna slíkra bruna fer fjölgandi að sögn Friðriks Þorsteinssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, og þá helst með tvennum hætti. Annars vegar að það kvikni í þegar verið er að grilla eða að gasslöngurnar gefi sig þannig að það logi út frá kútnum. Aðspurður hvernig fólk eigi að bregðast við slíku segir Friðrik að fólk eigi að hafa eldþolna vettlinga eða hreinlega eldvarnarteppi við höndina svo hægt sé að komast að kútnum og skrúfa fyrir. Þá sé öll hætta yfirstaðin. Algengt er að fólk leyfi eldinum að loga á grillinu, eftir matseld, til að brenna burt fitu og spara sér þrif. Á stuttum tíma getur það orsakað eldhaf. Einnig getur búnaður í grillinu gefið sig, ef ekki er lokað fyrir gaskútinn, og þá er voðinn vís. Friðrik brýnir því fyrir fólki að ganga rétt frá. Myndin er úr myndasafni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira