Innlent

Vatnsborðið nálgast burðarbitana

Vatnsborðið í Jökulsá á Dal er nú að nálgast burðarbitana undir brúnni og er fastlega búist við að áin flæði aftur yfir brúna eins og í gærkvöldi. Við það laskaðist brúin talsvert og skekktist og hefur verið unnið að því í dag að styrkja hana og lagfæra skemmdir frá í gærkvöldi. Menn eru þó nokkuð kvíðnir þessa stundina því bæði sjatnaði minna í ánni í nótt en í fyrrinótt og vatnsborðið hefur nú náð upp undir brúna fyrr en í gær. Fjöldi manns vinnur núna með stórvirkum vinnuvélum við að hækka varnargarð fyrir ofan vinnusvæðið á gilbotninum en garðinum er ætlað að beina vatnsflaumnum inn í hjáveitugöng fram hjá vinnusvæðinu. Þar hefur vatn ítrekað hlaðist upp undanfarna sólarhringa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×