Óttaðist um líf sonar síns daglega 5. ágúst 2004 00:01 Sólbjörg Linda Reynisdóttir óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar, sem nú er fjögurra ára. Hún segist heldur vera farin að slaka á núna. Arnþór Birkir er með svæsið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum. Honum voru gefnir A- og D - vítamíndropar þegar hann var kornabarn og telur móðir hans að jarðhnetuolía í dropunum hafi vakið ofnæmið. Neyðarsprauta með adrenalíni fylgir barninu hvert sem það fer. Lítil börn geta fengið lostviðbrögð ef það þarf að sprauta þau, að sögn Lindu. "Hann var alltaf mjög slæmur í húðinni og órólegur þegar hann var lítill," sagði Sólbjörg Linda. "Það hætti um svipað leyti og hætt var að gefa honum dropana." Hún sagði að tvisvar sinnum hefði Arnþór Birkir fengið upp í sig eitthvað sem hann ekki þoldi og fengið slæm köst. Í annað skiptið hefði það verið kexkaka. "Hann bólgnaði upp á augabragði og náði ekki andanum. Ég sló í bakið á honum og hann gubbaði bitanum. Hann náði sér án þess að það þyrfti að sprauta hann," útskýrði hún og bætti við að sprautan væri ætluð til að sprauta í gegnum fötin. Hálsinn lokist svo snöggt í svæsnu ofnæmiskasti, að um sekúndur séu að ræða sem geti kostað mannslíf, sé ekki fljótt og rétt brugðist við. Hún kvaðst ekki kaupa neinar vörur sem minnsti vafi gæti leikið á að innihéldu jarðhnetur. Þess vegna hefði hún hringt í hinar ýmsu verksmiðjur hér heima til að fullvissa sig um að vörur þeirra gerðu það ekki. "Hins vegar lenti ég í því að ég keypti einhverja olíu til að setja út í baðið hjá Arnþóri Birki. Hún átti að hafa góð áhrif á húðina. En hann fékk rosaleg ofnæmisviðbrögð svo það hefur verið einhver snefill af hnetu í henni án þess að það væri merkt. Annað dæmi get ég nefnt. Ég keypti oft SMS - bananaskyr handa honum. Umbúðirnar voru í sérstökum lit. Einhverju sinni ætlaði ég að kaupa svona pakkningu, en leit utan á hana í einhverri rælni. Þá var búið að skipta bananaskyrinu út fyrir hnetuskyr. Þetta fannst mér vítavert, vegna þessa les ég á allar umbúðir í hvert sinn sem ég versla. "Það snýst allt um þetta. Ég er alltaf á vaktinni og get aldrei sleppt af honum augunum utan heimilis. Fólk þyrfti að vera virkilega á verði gegn því að bjóða börnum umhugsunarlaust kex eða sælgæti, til dæmis í stórmörkuðum." Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sólbjörg Linda Reynisdóttir óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar, sem nú er fjögurra ára. Hún segist heldur vera farin að slaka á núna. Arnþór Birkir er með svæsið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum. Honum voru gefnir A- og D - vítamíndropar þegar hann var kornabarn og telur móðir hans að jarðhnetuolía í dropunum hafi vakið ofnæmið. Neyðarsprauta með adrenalíni fylgir barninu hvert sem það fer. Lítil börn geta fengið lostviðbrögð ef það þarf að sprauta þau, að sögn Lindu. "Hann var alltaf mjög slæmur í húðinni og órólegur þegar hann var lítill," sagði Sólbjörg Linda. "Það hætti um svipað leyti og hætt var að gefa honum dropana." Hún sagði að tvisvar sinnum hefði Arnþór Birkir fengið upp í sig eitthvað sem hann ekki þoldi og fengið slæm köst. Í annað skiptið hefði það verið kexkaka. "Hann bólgnaði upp á augabragði og náði ekki andanum. Ég sló í bakið á honum og hann gubbaði bitanum. Hann náði sér án þess að það þyrfti að sprauta hann," útskýrði hún og bætti við að sprautan væri ætluð til að sprauta í gegnum fötin. Hálsinn lokist svo snöggt í svæsnu ofnæmiskasti, að um sekúndur séu að ræða sem geti kostað mannslíf, sé ekki fljótt og rétt brugðist við. Hún kvaðst ekki kaupa neinar vörur sem minnsti vafi gæti leikið á að innihéldu jarðhnetur. Þess vegna hefði hún hringt í hinar ýmsu verksmiðjur hér heima til að fullvissa sig um að vörur þeirra gerðu það ekki. "Hins vegar lenti ég í því að ég keypti einhverja olíu til að setja út í baðið hjá Arnþóri Birki. Hún átti að hafa góð áhrif á húðina. En hann fékk rosaleg ofnæmisviðbrögð svo það hefur verið einhver snefill af hnetu í henni án þess að það væri merkt. Annað dæmi get ég nefnt. Ég keypti oft SMS - bananaskyr handa honum. Umbúðirnar voru í sérstökum lit. Einhverju sinni ætlaði ég að kaupa svona pakkningu, en leit utan á hana í einhverri rælni. Þá var búið að skipta bananaskyrinu út fyrir hnetuskyr. Þetta fannst mér vítavert, vegna þessa les ég á allar umbúðir í hvert sinn sem ég versla. "Það snýst allt um þetta. Ég er alltaf á vaktinni og get aldrei sleppt af honum augunum utan heimilis. Fólk þyrfti að vera virkilega á verði gegn því að bjóða börnum umhugsunarlaust kex eða sælgæti, til dæmis í stórmörkuðum."
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira