Innlent

2,5 milljarða halli sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu voru rekin með rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna halla í fyrra eftir 700 milljóna króna hagnað árið áður samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri, eða það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til ráðstöfunar í fjárfestingar, lækkar úr 5,7 milljörðum árið 2002 í 4,3 milljarða í fyrra. Afkoman er yfirleitt verst hjá miðlungsstórum sveitarfélögum á landsbyggðinni með 1000-5000 íbúa. Þar hefur íbúum að jafnaði fækkað en þjónustukrafan aukist. Þessi hugtök þýða með öðrum orðum: minnkandi tekjur og vaxandi útgjöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×