Innlent

Steinn frá Híroshíma við tjörnina

Geislavirkur friðarsteinn frá Híroshíma var afhjúpaður við tjörnina í Reykjavík síðdegis í dag. Steinninn á að tákna löngun mannsins eftir friði. Áttatíu og átta lönd hafa fengið slíkan stein að gjöf en það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem tók við honum fyrir hönd Íslendinga. Framkvæmdastjóri hjá lestarfélaginu í Híroshíma árið 1945 stofnaði samtökin sem gefa steinana. Hann setti sér það markmið að hreinsa upp steinana sem lestarteinar í Híroshíma lágu á í minningu þeirra sem létust af völdum sprengingarinnar. Einum þeirra hefur nú verið komið fyrir við suðvesturhorn Tjarnarinnar og í þakkarræðu sinni talaði forsetinn um hve viðeigandi sú staðsetning væri en þar fer árleg kertafleyting, til minningar um þá sem létust í kjarnorkusprengingunum, venjulega fram. Ímynd gyðju miskunnseminnar, sem kallast Kannon á japönsku, hefur verið höggvin í steininn sem þrátt fyrir að vera geislavirkur á að vera algjörlega hættulaus. Forseti Íslands segir steininn geislavirkan að því leyti að boðskapur hans sé mjög sterkur. Hörmungarnar sem íbúar Híroshíma hafi þurft að líða séu ólýsanlegar og því vonar Ólafur Ragnar að geisli vonar og geislavirkni friðar stafi frá steininum. er ekki í nokkrum vafa um að borgarbúar kunni að meta verkið, þrátt fyrir geislavirkni, .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×