Fleiri fréttir Kom ekki í endurskoðun í vor Eigandi vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fékk mánaðarfrest til að láta gera við hemlunarbúnað eftir aðalskoðun. Það var í apríl en þegar slysið varð hafði ekki enn verið komið með bílinn í endurskoðun. 5.8.2004 00:01 Vandi færður milli borgarhluta Ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um að fjarlægja aðra færanlega kennslustofu af tveimur sem Brosbær, frístundaheimili Engjaskóla, hefur til umráða, raskar starfsemi leikjanámskeiða sem nú fara fram á staðnum. 5.8.2004 00:01 Hverfandi áhrif vegna háspennulína Umhverfisnefnd Austur-Héraðs berst á næstunni svar frá Landsvirkjun varðandi athugasemdir Sigurðar Arnarsonar, bónda á Eyrarteigi í Skriðdal, vegna deiliskipulags við bæinn þar sem Fljótsdalslínur 3 og 4 liggja. Sigurður segir nálægð við línustæðið gera hús hans óíbúðarhæft og verðlaust. 5.8.2004 00:01 Unnið í kapp við tímann Miklir vatnavextir eru í Jökulsá á Dal, þriðja daginn í röð, og þeir mestu hingað til. Flæðir nú vel yfir brúna. Unnið er í kapp við tímann að hækka varnarstíflu við vinnusvæðið en vinna lagðist niður eftir að vatn lak í gegnum stífluna. Nokkrar skemmdir urðu í gærkvöldi á brúnni. Búast má við flóðum næstu daga. 5.8.2004 00:01 5.8.2004 00:01 Afskipti stjórnvalda auka vandann Kjarasamningar milli útvegsmanna og sjómanna taka ekki mið af aukinni afkastagetu og tækninýjungum nýrra fiskiskipa, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 5.8.2004 00:01 Athugasemdir gerðar við hemlabúnað Flutningabíllinn, sem ekið var út af brúnni í Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn, stóðst ekki skoðun í apríl vegna athugasemda sem meðal annars voru gerðar við aksturshemla og stýrisbúnað, að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra ökutækjasviðs Frumherja. 5.8.2004 00:01 Afstýri deilum við stjórnarkjör Nýjar reglur hafa verið settar um inntöku nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntökubeiðnum nýrra félaga í aðdraganda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. </font /> 5.8.2004 00:01 Haglél seinkar Sumarferðum Seinkun varð á flugi ferðaskrifstofunnar Sumarferða til og frá Alicante á Spáni vegna hagléls á Spáni. Flugvélin sem átti að flytja farþega á milli Spánar og Íslands fékk á sig haglél í fyrradag þannig að lakk á nefi flugvélarinnar flagnaði af. 212 farþegar áttu að fara með sömu vél til Spánar í hádeginu í gær. 5.8.2004 00:01 Vörubíll varð alelda Vörubíll varð alelda á Snæfellsnesvegi vestan við Stykkishólm um miðjan dag í gær. Tveir menn voru í bílnum. Þeir drápu á vél bílsins og forðuðu sér út þegar þeir urðu varir við reyk í húsi bílsins. Þar biðu þeir eftir hjálp. 5.8.2004 00:01 Kveikti í tveimur húsum Húsráðendur á Vopnafirði sáu að kveikt hafði verið í gardínum í svefnherberginu þegar þeir komu heim úr ferðalagi í fyrrakvöld. 5.8.2004 00:01 Stefnir í stórslys við Geysi "Það stefnir í stórslys við Geysi ef ekki verða settar upp nákvæmar merkingar á svæðinu," sagði Harpa Harðar leiðsögumaður og starfsmaður í Goethestofnuninni í Reykjavík. Hún kveðst hafa orðið vitni að því að fólk hafi beinlínis sett sig í lífshættu við að standa of nærri Geysi í Haukadal, sem hafi þá gosið, öllum að óvörum. 5.8.2004 00:01 Óttaðist um líf sonar síns daglega Sólbjörg Linda Reynisdóttir, móðir fjögurra ára drengs með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar. Hún telur vítamíndropa hafa vakið ofnæmið en segist heldur vera farin að slaka á núna. 5.8.2004 00:01 Tekið fastar á aukaefnunum Í endurskoðaðri reglugerð um merkingar á matvælum með tilliti til hugsanlegra ofnæmisvalda verður tekið fastar á merkingu aukaefna heldur en í gildandi reglugerð, að sögn Helgu Bjarnadóttur, staðgengils forstöðumanns matvælasviðs Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Endurskoðun reglugerðarinnar er þegar hafin. 5.8.2004 00:01 Tvöfalt launakerfi nefndakónga Tveir alþingismenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar telja það vera almannahagsmuni að birta laun sem ríkið greiðir einstaklingum fyrir setu í nefndum og ráðum. Sérfræðingar úr einkageiranum, sem fegnir séu til að gefa nefndum aukna vigt, fá greidda útselda vinnu ofan á venjuleg nefndarlaun. 5.8.2004 00:01 Kaupa í Tékklandi Fjárfestahópur sem í eru meðal annars Íslenskir fjárfestar hefur keypt yfir 70 prósenta hlut í tékknesku fjarskiptafyrirtæki. 5.8.2004 00:01 Þjóðminjasafnið á áætlun Þjóðminjasafnið verður opnað 1. september næstkomandi og ekki deginum seinna. Framkvæmdir eru á lokastigi, segir þjóðminjavörður, og starfsmenn vinna nótt sem nýtan dag jafnt innan húss sem utan, til þess að ekki verði frekari tafir á opnun safnins. 5.8.2004 00:01 Vatn rauf skarð í varnargarð Hættuástand skapaðist við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar vatnsflaumur Jökulsár á Dal rauf skarð í varnargarðinn sem verndar vinnusvæði þeirra er starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Vatn hefur runnið undir garðinn og þurfti í gær að rýma vinnusvæðið. 5.8.2004 00:01 Dýrkeypt fyrir þjóðina Fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu reynast íslensku þjóðinni dýrkeyptar þar sem hundruð einstaklinga er gert ókleift að stunda æðri menntun, að því er þingflokkur Samfylkingarinnar heldur fram. 5.8.2004 00:01 Málið ekki í höfn "Þarna er um að ræða lítið skref í rétta átt en engu að síður er langt í land ennþá," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 5.8.2004 00:01 Ístak með lægsta tilboðið Ístak átti lægsta tilboð í nýjan kerskála og aðrar byggingar vegna þriðja áfanga Norðuráls á Grundartanga, þ.e. stækkunar álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Tilboðin voru opnuð 29. júlí sl. Tilboð Ístaks var upp á röska 3,2 milljarða króna en hæsta tilboðið, frá Íslenskum aðalverktökum, var rúmlega 3,6 milljarðar. 5.8.2004 00:01 Búið að leita þar sem líkið fannst Lík Sri Rahmawati fannst í hraunsprungu í Almenningi fyrir sunnan Hafnarfjörð í gær. Líkið var vandlega hulið með grjóti og erfitt að sjá að nokkuð hefði verið sett í sprunguna sem er um þriggja metra djúp. Felustaðurinn er innan þess svæðis sem lögregla og björgunarsveitarmenn höfðu leitað á síðustu daga. 4.8.2004 00:01 Burðarás á bankaveiðum Fjárfestingarfélagið Burðarás keypti í gær 3,38 prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. 4.8.2004 00:01 Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn Á annan tug íslenskra starfsmanna hefur flæmst úr starfi að Kárahnjúkum vegna hrokafullrar framkomu yfirmanna undirverktakafyrirtækisins Sodexho. Kvartanir hafa streymt frá starfsfólkinu, en yfirmennirnir láta ekki segjast. Trúnaðarmaður á svæðinu staðfestir þetta. 4.8.2004 00:01 Stöðugleiki forsenda alls Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. </font /></b /> 4.8.2004 00:01 Hlaup í Jökulsá á Dal Hlaup kom í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað, enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. 4.8.2004 00:01 Banaslys við Krossanesbraut Karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar stór grjótflutningabíll sem hann ók fór fram af háum vegkanti við Krossanesbraut og valt þegar hann hafnaði ofan í fjöru. Þetta var svonefnd búkolla og vann ökumaðurinn að því að breikka veginn. 4.8.2004 00:01 Bjargað úr brennandi tjaldi Vörður á tjaldstæðinu í Laugardal í Reykjavík bjargaði í nótt tveimur mönnum út úr brennandi tjaldi og sakaði þá ekki. Þeir höfðu sofnað út frá logandi kerti sem líklega hefur oltið um. 4.8.2004 00:01 Slapp ótrúlega lítið meiddur Ökumaður á stórum malarflutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur eftir að hann ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær og bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. 4.8.2004 00:01 3 kíló af amfetamíni haldlögð Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og Tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni sem smyglað var til landsins með Dettifosi en andvirði þess gæti numið yfir 30 milljónum króna. 4.8.2004 00:01 Brennuvargur kveikti í bílum Kveikt var í þremur bílum vestur á Melum í Reykjavík í nótt og tilraun gerð til að kveikja í þeim fjórða. Kveikt var í fyrsta bílnum um klukkan tvö og hinum tveimur með klukkustundar millibili. Slökkviliðið var kallað á vettvang í öllum tilvikum og skemmdust bílarnir mikið. 4.8.2004 00:01 Fólkið enn þungt haldið Maður og kona liggja enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur jeppa og fólksbíls við Kotströnd á Suðurlandsvegi á mánudaginn. Þau eru ekki úr lífshættu og er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 4.8.2004 00:01 Útskrifaður eftir rannsókn Ökumaður malarflutningabílsins sem ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær var útskrifaður af slysadeild eftir rannsókn. Bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar, en áður hafði bíllinn sópað sterku vegriði á brúnni niður á löngum kafla. 4.8.2004 00:01 Milljarða framkvæmdir í hættu? Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. 4.8.2004 00:01 Aldrei meiri verðmunur Meðaltalsverðmunur á bensínlítranum í Reykjavík og Hafnarfirði er nú kominn upp í sjö krónur eftir að Orkan í Reykjavík hækkaði lítrann í 107,30 krónur í morgun. Munurinn hefur aldrei verið svona mikill á sjálfsafgreiðslustöðvunum, Hafnfirðingum í vil, en þar í bæ má enn fá bensínlítrann á u.þ.b. hundrað krónur. 4.8.2004 00:01 Fyrir ofan meðalhita í 28 mánuði Meðalhitinn í Reykjavík hefur nú mælst fyrir ofan meðallag í 28 mánuði í röð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Meðalhitinn í höfuðborginni í júlímánuði mældist 11,5 stig, sem er 0,9 stigum hærri en í meðalári. 4.8.2004 00:01 Fleiri hækka afurðaverð nautakjöts Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa nú bæst í hóp þeirra sláturleyfishafa sem hækkað hafa afurðaverð á nautgripakjöti til bænda að undanförnu að því er fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Báðir sláturleyfishafarnir hafa jafnframt lækkað þyngdarmörk innan hins svokallaða UN 1 flokks. 4.8.2004 00:01 Bráðabirgðastífla hækkuð um 5 m Ákveðið hefur verið að hækka bráðabirgðastíflu við Kárahnjúka um fimm metra vegna stíflunar í hjárennslisgöngum fram hjá virkjanaframkvæmdunum á svæðinu. Göngin eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu. 4.8.2004 00:01 Ráðherrar Norðurlandanna funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu hittast á fundi í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð næstkomandi sunnudag, 8. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. 4.8.2004 00:01 Óbreytt vísitala neysluverðs Landsbankinn spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í ágúst sem myndi þýða að 12 mánaða verðbólga yrði áfram 3,6%. Gera má ráð fyrir að útsöluáhrif vegi töluvert þungt til lækkunar en hækkun bensínverðs að undanförnu mun vega á móti að stórum hluta segir í tilkynningu frá bankanum. 4.8.2004 00:01 Aukið álag á vegina Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 4.8.2004 00:01 Uppsetning vinnubúða hafin <span class="frettatexti">Akrafell, skip Samskipa, kom til Reyðarfjarðar á mánudag með fyrsta hluta vöruflutninga sem félagið annast fyrir Fjarðaál vegna uppsetningar vinnubúða fyrir álversuppbygginguna eystra. </span> 4.8.2004 00:01 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést þegar vörubifreið valt við Krossanes í gær hét Þorgeir Ingi Ingason, til heimilis að Mánahlíð 9 á Akureyri. Þorgeir Ingi var þrjátíu og sex ára, ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. 4.8.2004 00:01 Væntir samkomulags við tollinn Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, telur ekki að vandkvæði ættu að vera fyrir sægarpinn Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, að afhenda Byggðasafni Akraness seglskútuna Eldingu að gjöf. "Hafsteinn er mikill sægarpur sem gert hefur garðinn frægan," segir Gísli.og vísar meðal annars til siglingarafreka Hafsteins. 4.8.2004 00:01 3 kíló af amfetamíni í Dettifossi Þrjú kíló af amfetamíni fundust í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Sjaldan hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu. Söluverðmæti þess gæti numið á fjórða tug milljóna króna. 4.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kom ekki í endurskoðun í vor Eigandi vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fékk mánaðarfrest til að láta gera við hemlunarbúnað eftir aðalskoðun. Það var í apríl en þegar slysið varð hafði ekki enn verið komið með bílinn í endurskoðun. 5.8.2004 00:01
Vandi færður milli borgarhluta Ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um að fjarlægja aðra færanlega kennslustofu af tveimur sem Brosbær, frístundaheimili Engjaskóla, hefur til umráða, raskar starfsemi leikjanámskeiða sem nú fara fram á staðnum. 5.8.2004 00:01
Hverfandi áhrif vegna háspennulína Umhverfisnefnd Austur-Héraðs berst á næstunni svar frá Landsvirkjun varðandi athugasemdir Sigurðar Arnarsonar, bónda á Eyrarteigi í Skriðdal, vegna deiliskipulags við bæinn þar sem Fljótsdalslínur 3 og 4 liggja. Sigurður segir nálægð við línustæðið gera hús hans óíbúðarhæft og verðlaust. 5.8.2004 00:01
Unnið í kapp við tímann Miklir vatnavextir eru í Jökulsá á Dal, þriðja daginn í röð, og þeir mestu hingað til. Flæðir nú vel yfir brúna. Unnið er í kapp við tímann að hækka varnarstíflu við vinnusvæðið en vinna lagðist niður eftir að vatn lak í gegnum stífluna. Nokkrar skemmdir urðu í gærkvöldi á brúnni. Búast má við flóðum næstu daga. 5.8.2004 00:01
Afskipti stjórnvalda auka vandann Kjarasamningar milli útvegsmanna og sjómanna taka ekki mið af aukinni afkastagetu og tækninýjungum nýrra fiskiskipa, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 5.8.2004 00:01
Athugasemdir gerðar við hemlabúnað Flutningabíllinn, sem ekið var út af brúnni í Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn, stóðst ekki skoðun í apríl vegna athugasemda sem meðal annars voru gerðar við aksturshemla og stýrisbúnað, að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra ökutækjasviðs Frumherja. 5.8.2004 00:01
Afstýri deilum við stjórnarkjör Nýjar reglur hafa verið settar um inntöku nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntökubeiðnum nýrra félaga í aðdraganda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. </font /> 5.8.2004 00:01
Haglél seinkar Sumarferðum Seinkun varð á flugi ferðaskrifstofunnar Sumarferða til og frá Alicante á Spáni vegna hagléls á Spáni. Flugvélin sem átti að flytja farþega á milli Spánar og Íslands fékk á sig haglél í fyrradag þannig að lakk á nefi flugvélarinnar flagnaði af. 212 farþegar áttu að fara með sömu vél til Spánar í hádeginu í gær. 5.8.2004 00:01
Vörubíll varð alelda Vörubíll varð alelda á Snæfellsnesvegi vestan við Stykkishólm um miðjan dag í gær. Tveir menn voru í bílnum. Þeir drápu á vél bílsins og forðuðu sér út þegar þeir urðu varir við reyk í húsi bílsins. Þar biðu þeir eftir hjálp. 5.8.2004 00:01
Kveikti í tveimur húsum Húsráðendur á Vopnafirði sáu að kveikt hafði verið í gardínum í svefnherberginu þegar þeir komu heim úr ferðalagi í fyrrakvöld. 5.8.2004 00:01
Stefnir í stórslys við Geysi "Það stefnir í stórslys við Geysi ef ekki verða settar upp nákvæmar merkingar á svæðinu," sagði Harpa Harðar leiðsögumaður og starfsmaður í Goethestofnuninni í Reykjavík. Hún kveðst hafa orðið vitni að því að fólk hafi beinlínis sett sig í lífshættu við að standa of nærri Geysi í Haukadal, sem hafi þá gosið, öllum að óvörum. 5.8.2004 00:01
Óttaðist um líf sonar síns daglega Sólbjörg Linda Reynisdóttir, móðir fjögurra ára drengs með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar. Hún telur vítamíndropa hafa vakið ofnæmið en segist heldur vera farin að slaka á núna. 5.8.2004 00:01
Tekið fastar á aukaefnunum Í endurskoðaðri reglugerð um merkingar á matvælum með tilliti til hugsanlegra ofnæmisvalda verður tekið fastar á merkingu aukaefna heldur en í gildandi reglugerð, að sögn Helgu Bjarnadóttur, staðgengils forstöðumanns matvælasviðs Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Endurskoðun reglugerðarinnar er þegar hafin. 5.8.2004 00:01
Tvöfalt launakerfi nefndakónga Tveir alþingismenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar telja það vera almannahagsmuni að birta laun sem ríkið greiðir einstaklingum fyrir setu í nefndum og ráðum. Sérfræðingar úr einkageiranum, sem fegnir séu til að gefa nefndum aukna vigt, fá greidda útselda vinnu ofan á venjuleg nefndarlaun. 5.8.2004 00:01
Kaupa í Tékklandi Fjárfestahópur sem í eru meðal annars Íslenskir fjárfestar hefur keypt yfir 70 prósenta hlut í tékknesku fjarskiptafyrirtæki. 5.8.2004 00:01
Þjóðminjasafnið á áætlun Þjóðminjasafnið verður opnað 1. september næstkomandi og ekki deginum seinna. Framkvæmdir eru á lokastigi, segir þjóðminjavörður, og starfsmenn vinna nótt sem nýtan dag jafnt innan húss sem utan, til þess að ekki verði frekari tafir á opnun safnins. 5.8.2004 00:01
Vatn rauf skarð í varnargarð Hættuástand skapaðist við virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar vatnsflaumur Jökulsár á Dal rauf skarð í varnargarðinn sem verndar vinnusvæði þeirra er starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Vatn hefur runnið undir garðinn og þurfti í gær að rýma vinnusvæðið. 5.8.2004 00:01
Dýrkeypt fyrir þjóðina Fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu reynast íslensku þjóðinni dýrkeyptar þar sem hundruð einstaklinga er gert ókleift að stunda æðri menntun, að því er þingflokkur Samfylkingarinnar heldur fram. 5.8.2004 00:01
Málið ekki í höfn "Þarna er um að ræða lítið skref í rétta átt en engu að síður er langt í land ennþá," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. 5.8.2004 00:01
Ístak með lægsta tilboðið Ístak átti lægsta tilboð í nýjan kerskála og aðrar byggingar vegna þriðja áfanga Norðuráls á Grundartanga, þ.e. stækkunar álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Tilboðin voru opnuð 29. júlí sl. Tilboð Ístaks var upp á röska 3,2 milljarða króna en hæsta tilboðið, frá Íslenskum aðalverktökum, var rúmlega 3,6 milljarðar. 5.8.2004 00:01
Búið að leita þar sem líkið fannst Lík Sri Rahmawati fannst í hraunsprungu í Almenningi fyrir sunnan Hafnarfjörð í gær. Líkið var vandlega hulið með grjóti og erfitt að sjá að nokkuð hefði verið sett í sprunguna sem er um þriggja metra djúp. Felustaðurinn er innan þess svæðis sem lögregla og björgunarsveitarmenn höfðu leitað á síðustu daga. 4.8.2004 00:01
Burðarás á bankaveiðum Fjárfestingarfélagið Burðarás keypti í gær 3,38 prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. 4.8.2004 00:01
Ógnarstjórn flæmir burt starfsmenn Á annan tug íslenskra starfsmanna hefur flæmst úr starfi að Kárahnjúkum vegna hrokafullrar framkomu yfirmanna undirverktakafyrirtækisins Sodexho. Kvartanir hafa streymt frá starfsfólkinu, en yfirmennirnir láta ekki segjast. Trúnaðarmaður á svæðinu staðfestir þetta. 4.8.2004 00:01
Stöðugleiki forsenda alls Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. </font /></b /> 4.8.2004 00:01
Hlaup í Jökulsá á Dal Hlaup kom í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað, enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. 4.8.2004 00:01
Banaslys við Krossanesbraut Karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar stór grjótflutningabíll sem hann ók fór fram af háum vegkanti við Krossanesbraut og valt þegar hann hafnaði ofan í fjöru. Þetta var svonefnd búkolla og vann ökumaðurinn að því að breikka veginn. 4.8.2004 00:01
Bjargað úr brennandi tjaldi Vörður á tjaldstæðinu í Laugardal í Reykjavík bjargaði í nótt tveimur mönnum út úr brennandi tjaldi og sakaði þá ekki. Þeir höfðu sofnað út frá logandi kerti sem líklega hefur oltið um. 4.8.2004 00:01
Slapp ótrúlega lítið meiddur Ökumaður á stórum malarflutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur eftir að hann ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær og bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. 4.8.2004 00:01
3 kíló af amfetamíni haldlögð Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og Tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni sem smyglað var til landsins með Dettifosi en andvirði þess gæti numið yfir 30 milljónum króna. 4.8.2004 00:01
Brennuvargur kveikti í bílum Kveikt var í þremur bílum vestur á Melum í Reykjavík í nótt og tilraun gerð til að kveikja í þeim fjórða. Kveikt var í fyrsta bílnum um klukkan tvö og hinum tveimur með klukkustundar millibili. Slökkviliðið var kallað á vettvang í öllum tilvikum og skemmdust bílarnir mikið. 4.8.2004 00:01
Fólkið enn þungt haldið Maður og kona liggja enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir harðan árekstur jeppa og fólksbíls við Kotströnd á Suðurlandsvegi á mánudaginn. Þau eru ekki úr lífshættu og er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 4.8.2004 00:01
Útskrifaður eftir rannsókn Ökumaður malarflutningabílsins sem ók út af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í gær var útskrifaður af slysadeild eftir rannsókn. Bíllinn hafnaði á hvolfi í grýttum árfarveginum, meira en tíu metrum neðar, en áður hafði bíllinn sópað sterku vegriði á brúnni niður á löngum kafla. 4.8.2004 00:01
Milljarða framkvæmdir í hættu? Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. 4.8.2004 00:01
Aldrei meiri verðmunur Meðaltalsverðmunur á bensínlítranum í Reykjavík og Hafnarfirði er nú kominn upp í sjö krónur eftir að Orkan í Reykjavík hækkaði lítrann í 107,30 krónur í morgun. Munurinn hefur aldrei verið svona mikill á sjálfsafgreiðslustöðvunum, Hafnfirðingum í vil, en þar í bæ má enn fá bensínlítrann á u.þ.b. hundrað krónur. 4.8.2004 00:01
Fyrir ofan meðalhita í 28 mánuði Meðalhitinn í Reykjavík hefur nú mælst fyrir ofan meðallag í 28 mánuði í röð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Meðalhitinn í höfuðborginni í júlímánuði mældist 11,5 stig, sem er 0,9 stigum hærri en í meðalári. 4.8.2004 00:01
Fleiri hækka afurðaverð nautakjöts Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa nú bæst í hóp þeirra sláturleyfishafa sem hækkað hafa afurðaverð á nautgripakjöti til bænda að undanförnu að því er fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Báðir sláturleyfishafarnir hafa jafnframt lækkað þyngdarmörk innan hins svokallaða UN 1 flokks. 4.8.2004 00:01
Bráðabirgðastífla hækkuð um 5 m Ákveðið hefur verið að hækka bráðabirgðastíflu við Kárahnjúka um fimm metra vegna stíflunar í hjárennslisgöngum fram hjá virkjanaframkvæmdunum á svæðinu. Göngin eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu. 4.8.2004 00:01
Ráðherrar Norðurlandanna funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu hittast á fundi í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð næstkomandi sunnudag, 8. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. 4.8.2004 00:01
Óbreytt vísitala neysluverðs Landsbankinn spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í ágúst sem myndi þýða að 12 mánaða verðbólga yrði áfram 3,6%. Gera má ráð fyrir að útsöluáhrif vegi töluvert þungt til lækkunar en hækkun bensínverðs að undanförnu mun vega á móti að stórum hluta segir í tilkynningu frá bankanum. 4.8.2004 00:01
Aukið álag á vegina Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. 4.8.2004 00:01
Uppsetning vinnubúða hafin <span class="frettatexti">Akrafell, skip Samskipa, kom til Reyðarfjarðar á mánudag með fyrsta hluta vöruflutninga sem félagið annast fyrir Fjarðaál vegna uppsetningar vinnubúða fyrir álversuppbygginguna eystra. </span> 4.8.2004 00:01
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést þegar vörubifreið valt við Krossanes í gær hét Þorgeir Ingi Ingason, til heimilis að Mánahlíð 9 á Akureyri. Þorgeir Ingi var þrjátíu og sex ára, ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. 4.8.2004 00:01
Væntir samkomulags við tollinn Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, telur ekki að vandkvæði ættu að vera fyrir sægarpinn Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, að afhenda Byggðasafni Akraness seglskútuna Eldingu að gjöf. "Hafsteinn er mikill sægarpur sem gert hefur garðinn frægan," segir Gísli.og vísar meðal annars til siglingarafreka Hafsteins. 4.8.2004 00:01
3 kíló af amfetamíni í Dettifossi Þrjú kíló af amfetamíni fundust í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Sjaldan hefur verið lagt hald á jafn mikið af efninu. Söluverðmæti þess gæti numið á fjórða tug milljóna króna. 4.8.2004 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent