Fleiri fréttir

Brúnni yfir Jöklu lokað aftur

Búið er að loka brúnni yfir Jökulsá á Dal aftur vegna vatnavaxta og er ekki útilokað að vatnsyfirborðið nái hærra en í flóðinu í gær. Ákveðið hefur verið að hækka varnarstíflu um fimm metra í varúðarskyni. Önnur hjárennslisgöngin hafa ekki undan, væntanlega vegna stíflu.

Morðvopnið hjá líkinu í gjótunni

Lögregla fann í dag kúbein sem talið er að Hákon Eydal hafi notað til að myrða Sri Ramawati. Það lá í sömu gjótu og líkið af henni sem fannst í Hafnarfjarðarhrauni í gær. 

Vildi bjarga fólkinu

„Ég verð að bjarga fólkinu,“ flaug í gegnum huga Guðjóns Magnússonar vörubílstjóra áður en hann steyptist rúma tíu metra niður í stórgrýti. Guðjón, sem vinnur hjá Bergverki í Borgarnesi, var að flytja möl á stórum fjögurra öxla vörubíl þegar hann kom að einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal.

Hélt ég myndi deyja

Guðjón Magnússon, 24 ára bifreiðastjóri frá Borgarnesi segist þakka æðri máttarvöldum að enginn hefði meiðst alvarlega þegar 28 tonna trukkur sem hann ók steyptist rúma 10 metra niður í stórgrýttan árfarveg Laxár á Dölum við Búðardal. Ástæðan var sú að jeppi var fyrir á einbreiðri brúnni.

Ráðist á lögfræðing

Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Vestmannaeyjabæ tilkynnti líkamsárás til lögreglu um helgina. Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér pólitískar rætur.

Ónákvæm kort Landmælinga Íslands

Dæmi eru um að ár renni upp í mót og heilu og hálfu fjöllin vanti á landakort af Íslandi frá Landmælingum Íslands. Forstjóri stofnunarinnar kennir fjárskorti um.

Mótmæla leðurfatnaði í Gay Pride

Íslenskur dýravinur, hommi, lesbía og Búkolla mótmæltu því á Austurvelli í dag að samkynhneigðir íklæddust leðri. Þau segja að á bak við hverja leðurskó, svipu eða leðurjakka liggi ólýsanleg þjáning dýra og að föt úr gervileðri eða gúmmíi séu jafn kynþokkafull og leðrið. 

Jarðgöng biluð

Vatnavextir í Jöklu sem ollu því að brú fór undir vatn eru ekki meiri en búast má við í venjulegu sumri. Mesta flæðið á síðustu dögum var 820 rúmmetrar á sekúndu en að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er alvanalegt að flæði fari upp í 900 rúmmetra á sekúndu yfir sumarið.

Vítamíndropar taldir valda ofnæmi

Grunur leikur á því, að notkun A- og D-vítamíndropa, sem innihéldu jarðhnetuolíu hafi hleypt af stað jarðhnetuofnæmi hjá ungabörnum hér á landi. Lyfjastofnun innkallaði þessa dropa í fyrra. Hópur foreldra þarf að hafa bráðasprautur við hendina, vegna þessa illvíga ofnæmis. </font /></b />

Rökin eingöngu pólitísk

Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða mest til landbúnaðar. Helstu rök gegn því að hætta stuðningi við íslenskan landbúnað eru pólitísk og ástæðurnar huglægar, segir Gylfi Magnússon hagfræðingur. Formaður landbúnaðarnefndar vill halda stuðningi áfram. </font /></b />

Bráðasprautan alltaf við hendina

Tveggja ára snáði, Kjartan Sveinn Guðmundsson greindist með jarðhnetuofnæmi fyrir fáeinum vikum. Foreldrar hans hafa neyðarsprautuna alltaf við hendina. Þau þurfa ætíð að vera á vaktinni, ekki einungis varðandi það sem barnið lætur ofan í sig, heldur með hvað þau borða sjálf.</font /></b />

Endurmæling hnitakerfis hafin

Hafin er endurmæling á hnitakerfi landsins, svo kölluðu grunnstöðvaneti. Þetta umfangsmikla verkefni hófst við mælistöð nálægt Reykholti í Borgarfirði. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var viðstödd og hóf fyrstu mælinguna ásamt mælingamönnum frá Landmælingum Íslands. Að því loknu hófu 19 mælingahópar mælingar á 34 mælistöðvum á Norðurlandi.

Fleygði líkinu og fór í búðir

Hákon Eydal segist hafa varpað líki Sri Rahmawati í fjöruna en síðan hafi hann farið í stórmarkað í Reykjavík og keypt sér föt. Eftirlíkingu af pokanum sem Hákon kom líkinu fyrir í var varpað á sama stað og fylgst verður með hreyfingunum pokans. </font /></b />

Í fangelsi eftir fimm ár á flótta

Rúmlega sextugur fiskútflytjandi kom til landsins í lögreglufylgd seint á sunnudagskvöld. Hann hefur verið á flótta frá réttvísinni í fimm ár, allt frá því sem hann hvarf sporlaust í London.

Enn ófært til Eyja

Enn er óært frá Vestmannaeyjum vegna þoku og á að athuga með flug þangað klukkan tíu. Flug hófst í gærkvöldi en var aflýst um miðnætti. Að minnstakosti 200 þjóðhátíðargestir eru innlyksa í Vestmannaeyjum, þar sem hvorki er hægt að fljúga á Bakka né til Reykjavíkur.

Liggja enn þungt haldin

Kona og karl liggja enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi á móts við Kotströnd um klukkan fjögur í gærdag. Þeim er báðum haldið sofandi. Þau voru í sama bílnum, en þrennt úr hinum bílnum meiddist óverulega.

Sótti veika konu að Hesteyri

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað úr seint í gærkvöldi til að sækja veika konu að Hesteyri í Jökulfjörðum, en áður hafði læknir farið á opnum björgunarbáti frá Bolungarvík til konunnar. Hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísaflriði og er líðan hennar eftir atvikum, en hún er með lungnabólu.

Bensínlítrinn í 113 krónur

Bensínlítrinn hja Olís, Skeljungi og Essó, er kominn upp í 113 krónur að meðaltali á stöðvum með fullri þjónustu, eftir hækkun um helgina. Bensín hækkaði líka á sjálfsafgreiðslustöðvunum, en þó minnst í grennd við sölustöðvar Atlantsolíu í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem það skreið rétt yfir hundrað krónurnar en Atlantsolía er rétt undir hundrað krónunum

Aurskriður á Austfjörðum

Úrhellisrigning hefur verið á sunnanverðum Austfjörðum í alla nótt og hafa tvær aurskriður fallið á þjóðveginn í Þvottárskriðum á milli Hafnar og Djúpavogs. Fyrri skriðan, tíu metra breið, féll upp úr miðnætti og ruddu vegagerðarmenn frá Höfn henni af veginum í nótt.

Línuskautaslysum fjölgar stórlega

Línuskautaslysum fjölgar stórlega og líkja læknar Landsspítalans því jafnvel við faraldur. Fyrstu árin eftir að farið var að skrá þessi slys árið 1999 slösuðust að jafnaði 30 manns á ári á línuskautum, en í fyrra rauk talan upp í 69 og er ekkert lát á slysunum í ár.

Blaðamannafundur um enska boltann

Skjár Einn hefur boðað til blaðamannafundar í dag, en þar verður gert grein fyrir framkvæmd og sýningu Enska boltans í vetur. Sagt verður frá hverjir muni lýsa leikjum auk þess sem greint verður frá samstarfi Skjás Eins við aðra fjölmiðla og tilhögun útsendinga. Má segja að það sé ekki seinna vænna þar sem einungis ellefu dagar eru í fyrsta leik sem verður 14. ágúst.

Aflaverðmæti minna en í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fjórum mánuðum ársins er 24,8 milljarðar króna. Þetta er aðeins minna samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar aflaverðmæti var 25,1 milljarður. Samdráttur á aflaverðmæti nemur því um 330 milljónir. Aukning var í verðmæti botnfiskaflans, þorsks og ýsu en samdráttur í verðmæti karfa, loðnuafla og skel- og krabbadýraafla

Fært til og frá Eyjum

Nokkur hundruð strandaglópar, sem skemmtu sér á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, komast líklega í land í dag, þar sem fært er orðið með flugi á ný. Hátt í 200 manns höfðust við í íþróttahúsinu í nótt.

Möl ekið í stíflugarð

Aka þurfti miklu af möl og grjóti í þrjá daga í stíflugarð við hjáveitugöng við Kárahnjúka um helgina vegna mikilla vatnavaxta í Jöklu, en verktakar og eftirlitsmenn telja þó ekki hættu á ferðum.

Tæpir hundrað kílómetrar að baki

Leiðangur tveggja blindra kajakræðara og tveggja aðstoðarmanna niður austurströnd Grænlands gengur vel. Tæpir hundrað kílómetrar voru að baki fyrrakvöld en lagt var af stað frá Kulusuk á föstudag.

Ragnar úrskurðaður í gæsluvarðhald

Tælensk yfirvöld framseldu um helgina Ragnar Sigurjónsson, fyrrverandi skreiðarútflytjanda, sem hvarf sporlaust fyrir fimm árum, og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hér á landi.

Rekaldið enn á sama stað

Rekald, sem sett var út til að kanna rek líksins af Sri Rahmawati, hefur ekkert hreyfst eftir að því var varpað fram af klettum í Hofsvík á Kjalarnesi fyrir tæpum sólarhring. Björgunarsveitarmenn unnu eftir nákvæmum leiðbeiningum sem Hákon Eydal hefur gefið lögreglunni um hvar og hvernig hann losaði sig við líkið af fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Jón Gnarr og Ingvar lægstir

Eiður Smári Guðjohnsen er með ríflega 200 sinnum hærri laun en faðir sinn, Arnór, sem er meðal tekjulægstu Íslendinga í úttekt Frjálsrar verslunar. Þar á meðal eru einnig landsþekktir og jafnvel heimsþekktir leikarar.

Málverki stolið í Kópavogi

Brotist var inn í íbúð í Kópavogi um helgina og þaðan stolið meðal annars málverki eftir Jón Engilberts, Andlitsmynd af Tove. Annars var rólegt í Kópavogi um helgina, fimm innbrot voru tilkynnt til lögreglu og hefur einn maður verið handtekinn grunaður um eitt innbrotanna.

Metur ákvörðun Eimskipa

Vegagerðinni hefur verið falið að meta áhrifin af þeirri ákvörðun Eimskipafélags Íslands að hætta strandsiglingum fyrsta desember. Er það hluti af vinnu á vegum samgönguráðuneytisins sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Spáin sjaldan gengið betur eftir

Veðurstofa Íslands segir að sjaldan hafi spár gengið betur eftir en einmitt nú um þessa Verslunarmannahelgi og svarar þannig athugasemdum um veðurspár síðustu daga. Í tilkynningu kemur fram að allt frá miðri síðustu viku hafi verið spáð vætusamri helgi um sunnanvert landið en úrkomulitlu veðri nyrðra.

Réðust í íbúð á fjórðu hæð

Tveir menn réðust inn í íbúð á fjórðu hæð í Grafarholti á laugardagsmorgun. Höfðu mennirnir orðið sér úti um stiga og komust þannig upp á svalir. Þaðan ruddust mennirnir inn á íbúa og réðust á þá með spörkum og barsmíðum. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni í Reykjavík og færðir í fangageymslur en fólkið ætlaði að leita sér aðstoðar á slysadeild.

Losun koldíoxíðs jókst um 67 %

Losun koldíoxíðs frá umferð vöruflutningabíla jókst um 67 prósent frá árinu 1983 til 2002, segir í tilkynningu Landverndar, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ávinning strandsiglinga fjölþættan og að rík ástæða sé til að efla þá hér við land, í stað þess að hætta þeim eins og Eimskipafélag Íslands hyggst gera 1. desember.

Sex guðfræðingar sóttu um

Sex guðfræðingar sóttu embætti sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi, en umsóknarfrestur rann út 28. júlí síðastliðinn. Umsækjendur eru guðfræðingarnir: Aðalsteinn Þorvaldsson, Arndís Ósk Hauksdóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sólveig Jónsdóttir og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir.

Betra verð til bænda

Sláturfélag Austur-Húnvetninga hækkaði verð á flestum flokkum nautgripakjöts til bænda núna um mánaðamótin, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda, <a href="http://www.naut.is">www.naut.is</a>.

Átta sinnum dýrari flutningar

Rúmlega átta sinnum dýrara er að flytja 7 metra langan flutningabíl með Herjólfi milli lands og Eyja, en kostar að flytja venjulegan fólksbíl eða jeppa. Grunngjald fyrir fólksbíla, jeppa eða tengivagna er 1.700 krónur, eða 3.400 krónur báðar leiðir.

Sægarpur flýr til Noregs

Tollamál hafa hrakið Hafstein Jóhannsson, kafara frá Akranesi, úr landi með seglskútuna Eldingu, án þess að hann lyki hringsiglingu um landið. Hraðbátur sem var í samfloti með skútunni lenti í vandræðum nærri Dyrhólaey eftir að leiðir skildu.

Vasapeningar aflagðir um áramót

Hætt var að leggja umsækjendum um pólitískt hæli til vasapeninga þegar umsjá þeirra færðist frá Rauða krossinum til Reykjanessbæjar um síðustu áramót. Fólkinu eru úthlutaðar "nauðsynjar" samkvæmt ákvörðun Félagsþjónustu bæjarins.

Varð bilt við og keyrði út af

Ökumaður sem keyrði út af veginum yfir Hellisheiði í gær, með þeim afleðingum að bílinn valt, missti stjórn á bílnum vegna lögreglubíls í forgangsakstri sem var á leið austur eftir að tilkynning hafði borist um alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi, við Kotströnd, í gær.

Davíð í aðra aðgerð

Davíð Oddsson forsætisráðherra  gekkst undir aðra skurðaðgerð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í dag samkvæmt heimildum DV. Fjarlægja þurfti skjaldkirtil hans. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, staðfesti við blaðið að ráðherrann hefði þurft að gangast undir aðgerð og að von væri á tilkynningu vegna þessa síðar í dag.

Illkynja mein fjarlægt

Skjaldkirtill og nálægir eitlar voru fjarlægðir úr forsætisráðherra í morgun eftir að  illkynja mein fannst í skjaldkirtlinum. Skurðaðgerðin var framkvæmd á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í morgun og tókst hún vel eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Þar segir að forsætisráðherra heilsist vel og að batahorfur séu mjög góðar.

Banaslys við Krossanes

Banaslys varð á Akureyri síðdegis í dag þegar malarflutningabíll valt ofan í fjöru sunnan við Krossanes, skammt utan Akureyrar. Ökumaður á fertugsaldri lést. Tildrög slyssins eru ekki ljós. Unnið er að breikkun á vegi á þessum stað en stór vinnuvél, sem oft er kölluð búkolla, var að flytja jarðefni þegar hún lenti fram af vegi og valt ofan í fjöru.

Steyptist 27 metra í stórgrýti

Það liggur við að hægt sé að tala um kraftaverk að vörubílsstjóri skyldi komast lítið skaddaður úr slysi sem varð í Búðardal síðdegis í dag. Maðurinn var að flytja möl í vörubíl til Búðardals þegar hann kemur að einbreiðri brú yfir Laxá við Laxárdal.

Vitlaus verðlagagning papriku

Vegna mistaka í vörumerkingu hefur ein íslensk paprika kostað tæpar 300 krónur í verslunum Tíu ellefu um nokkurt skeið og það án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það.

Sjá næstu 50 fréttir