Innlent

Tvöfalt launakerfi nefndakónga

Tveir alþingismenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar telja það vera almannahagsmuni að birta laun sem ríkið greiðir einstaklingum fyrir setu í nefndum og ráðum. Sérfræðingar úr einkageiranum, sem fegnir séu til að gefa nefndum aukna vigt, fá greidda útselda vinnu ofan á venjuleg nefndarlaun.Úrskurðarnefndin horfir til orðanna "sanngjarnt" og "eðlilegt" "Ég held að það sé hvorki sanngjarnt né eðlilegt að þessum nefndargreiðslum sé haldið leyndum," segir Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður Samfylkingar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur í svipaðan streng. Eins og DV greindi frá á miðvikudag hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að synja DV um aðgang að sérútbúnum lista ráðuneytisins yfir einstaklinga sem fengu greiðslur fyrir nefndarstörf á árunum 2001 til 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×