Málskotsréttur forsetans afnuminn? 21. júlí 2004 00:01 Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Málskotsréttur forseta Íslands verður hugsanlega afnuminn við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem boðað hefur verið til. Mögulegt er að í staðinn verði fleiri en ein leið til að skjóta lagafrumvörpum til þjóðarinnar. Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um fjölmiðlafrumvarpið í gær er lagt til að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum fyrsta og annan kafla hennar, sem Davíð Oddsson hafði einmitt nefnt strax í byrjun febrúar í ræðu í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Ein af þeim greinum sem verður endurskoðuð, ef svo fer sem horfir, er hin margumtalaða 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands sem verið hefur eitt helsta bitbein stjórnmálanna að undanförnu. Ólíklegt er að málskotsréttur forseta verði einfaldlega felldur út án þess að nokkuð komi þar í staðinn. Tveir möguleikar hafa helst verið nefndir í því sambandi. Annars vegar að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti, með undirskriftasöfnun, farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur verið nefnd tala einsog 25% atkvæðisbærra manna í því sambandi, sem er um 55 þúsund manns. Önnur leið er að hluti Alþingis geti vísað málum til þjóðarinnar. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna farið fram á að mál fari í þjóðaratkvæði en það gerist þó afar sjaldan. Þar sem ekki er hefð fyrir slíku hér á landi er ólíklegt að slíkt ákvæði verði samþykkt nema hlutfall þingmanna verði hækkað, t.d. í 40% þingmanna. Jónína Bjartmarz, þingmaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í allsherjarnefnd, segir að enda þótt til greina komi að bæta við öðrum möguleikum á málskotsrétti til þjóðarinnar, sé ekkert sem segi að vald forseta þar að lútandi verði afnumið. Í samtali við fréttastofu fyrir stundu sagði hún allt eins koma til greina að bæta við öðrum möguleikum á að skjóta málum til þjóðarinnar, án þess vald forseta verði minnkað. Skoða verði málið frá öllum hliðum og mögulega gætu allir þrír valkostirnir virkað saman.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira