Lést í umferðarslysi
Tékknesk kona lést í umferðarslysi á Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi. Fimm voru í bílnum og var einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á sjúkrahús. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Hvammstanga. Konan, sem var tæplega fertug, var á ferðalagi hérlendis ásamt manni sínum. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni í beygju á malarvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og valt. Konan hét Bohuslava Jaromerska og var búsett í Prag.