Fleiri fréttir Ekki brella að afturkalla lögin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. 21.7.2004 00:01 Nauðlending í Húsafelli "Ég reyndi bara að bregðast við eins og ég var þjálfuð til að gera og halda mér rólegri og held að það hafi komið mér til bjargar," segir Margrét Linnet flugmaður, sem nauðlenti flugvél í Húsafelli í gær. 21.7.2004 00:01 Gert að sæta geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal, manninum sem grunaður er um að hafa banað Sri Rahmawati, var framlengt um þrjár vikur í gær eða til 11. ágúst. Þá var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Hákon hefur tekið sér þriggja daga frest til að ákveða hvort hann kæri gæsluvarðhaldsúrskurðinn. 21.7.2004 00:01 Skaðsemi áfengisdrykkju mæðra Eitt af hverjum hundrað börnum skaðast vegna þess að móðirin hefur neytt áfengis á meðgöngu. Þá getur jafnvel lítil drykkja leitt til námserfiðleika og andlegra truflana. 21.7.2004 00:01 Landhelgin óvarin Landhelgin er nú óvarin þar sem bæði varðskipin sem Landhelgisgæslan rekur eru í höfn. Samþykkt var að smíða nýtt varðskip fyrir átta árum en ekkert hefur orðið af því. 21.7.2004 00:01 Rannsókn á áhrifum háspennulína Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að heilbrigðisyfirvöld rannsaki möguleg áhrif háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann. Hún er ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur, verðandi umhverfisráðherra, og fleirum, flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið. 21.7.2004 00:01 Varnarsvæðið nær út fyrir girðingu Vopnaðir bandarískir hermenn hafa þrisvar á skömmum tíma haft afskipti af ljósmyndurum Víkurfrétta. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir varnarsvæðið ná út fyrir girðinguna sem umlykur herstöðina. 21.7.2004 00:01 Davíð á sjúkrahúsi Davíð Oddsson forsætisráðherra var í nótt fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 21.7.2004 00:01 Engin fjölmiðlalög Öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðla hafa verið tekin út úr breyttu frumvarpi er kynnt verður á ríkisstjórnarfundi í dag. Einungis verða ákvæði um brottfall fyrri laga og breytingu á skipun útvarpsráðs. Samkomulag Davíðs og Halldórs kveður á um völd forseta verði einungis formleg. 20.7.2004 00:01 Yfir 400 fiskiskip á miðunum Yfir 400 fiskiskip eru nú á veiðum á Íslandsmiðum, enda veður með eindæmum gott. Nú rétt fyrir fréttir streymdu enn fleiri smábátar frá höfnum landsins og verða líklega fleiri en 500 skip á miðunum fyrir hádegi. 20.7.2004 00:01 Dornier fugvél hætti við lendingu Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli í morgun þegar Dornier vél Íslandsflugs var að koma frá Reykjavík. Þegar vélin var að koma inn til lendingar hætti flugmaðurinn skyndilega við og tók upp hjólin. Vélin hringsólaði yfir eyjunum í nokkurn tíma og lenti síðan í þriðju tilraun. 20.7.2004 00:01 5,2% hækkun byggingavísitölu á ári Vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um 5,2 % á einu ári. Vísitalan í júlí hækkar um 0,3 % frá fyrra mánuði og er 301,7 stig. 20.7.2004 00:01 Mörgum gistihúsum lokað Mörgum gistihúsum á landsbyggðinni verður lokað á næstu árum, vegna strangari krafna um brunavarnir. Margir gististaðir á landinu fengu slæma einkunn hjá brunamálastofnun, í nýútkominni skýrslu hennar. 20.7.2004 00:01 Hallinn meiri en leyfilegt er Hallinn á rekstri Ríkisendurskoðunar í fyrra var meiri en leyfilegt er samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ríkisendurskoðun fór 43 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum. 20.7.2004 00:01 Saga fjölmiðlamálsins Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. 20.7.2004 00:01 Enginn fyrsti bekkur á Patró Enginn fyrsti bekkur verður í Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði í vetur, því aðeins eitt barn í þeim árgangi er til staðar til að hefja nám. Foreldrar barnsins óskuðu eftir því að að það fengi að hefja nám ári fyrr til þess að vera ekki eitt í bekk og var fallist á það. 20.7.2004 00:01 Fundi ríkisstjórnar lokið Davíð Oddsson sagðist hress eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun. Hann telur að allir séu sammála um það, fyrir utan þá sem eru hrein handbendi aðila útí bæ, að setja verði lög um fjölmiðla þó það verði gert síðar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan standa uppi sem sigurvegari í fjölmiðlamálinu. 20.7.2004 00:01 Málskotsréttur forseta úr sögunni Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma. 20.7.2004 00:01 Lögin voru hefndarleiðangur Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá. 20.7.2004 00:01 Mótmælendur skutu upp neyðarblysum Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað. 20.7.2004 00:01 Hefði viljað kosningar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði. 20.7.2004 00:01 Blóðið er úr Sri Ramawati Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati. 20.7.2004 00:01 Staðfestir að fallið sé frá lögum Fundi allsherjarnefndar er lokið. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, rakti niðurstöður hans fyrir fréttamönnum, og var þar í fyrsta skipti staðfest opinberlega að fallið yrði frá lögum um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla. 20.7.2004 00:01 SH festir kaup á Seachill Ltd. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur fest kaup á 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. sem sérhæfir sig í framleiðslu kældra sjávarafurða. Kaupverð hlutarins er 4,9 ma.kr. en áætluð velta Seachill er 12 ma.kr. á þessu ári. 20.7.2004 00:01 Eldur í rafstöðinni slökktur Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. 20.7.2004 00:01 Ljósmyndari umkringdur hermönnum Ljósmyndari Víkurfrétta var í dag umkringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patterson flugvelli. Hermenn og herlögreglumenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndarans og meinuðu honum að taka myndir af flugvellinum. 20.7.2004 00:01 Eldur í Elliðaárdal Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla. 20.7.2004 00:01 Hefði átt að kjósa Þarna er verið að gefa sér að þjóðin hefði hafnað lögunum og ekki síst gengið á rétt þeirra sem hefðu viljað fá tækifæri til þess að sýna samþykki sitt við lögin," segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður. 20.7.2004 00:01 Landhelgin óvarin Útlit er fyrir að ekkert íslenskt varðskip gæti landhelgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí. 20.7.2004 00:01 Funda um miðjan ágúst Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar. 20.7.2004 00:01 Leita sátta Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. 20.7.2004 00:01 Bryggjuhátíð á Drangsnesi Siginn bútungur, lundi, hrefnukjöt, selskjöt og sigin grásleppa voru meðal þess sem var á boðstólum á árlegri Bryggjuhátíð sem haldin var í blíðskaparveðri á Drangsnesi um helgina. Fjölmenni var mætt á Bryggjuhátíðina á laugardaginn, sem orðinn er árviss viðburður í Drangsnesi. 20.7.2004 00:01 Skoðar Kárahnjúka vegna kæru Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins. 20.7.2004 00:01 Lögreglan sannfærð um sök Lögregla er sannfærð um að karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi, hafi ráðið hinni indónesísku Sri Ramawati bana. DNA-rannsókn staðfestir að blóð í íbúð mannsins og bíl sé allt úr konunni. Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, en maðurinn neitar enn sök. 20.7.2004 00:01 Þjóðarhreyfingin starfar áfram Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því. 20.7.2004 00:01 Norðurljós ekki á móti lögum Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir það fagnaðarefni að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Hann segist ekki vera á móti því að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum, en fólk sem þekki fjölmiðla verði að koma að setningu slíkra laga. 20.7.2004 00:01 Skynsamlegt en samt brot Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar? 20.7.2004 00:01 Með Alþingi í gíslingu Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu. 20.7.2004 00:01 Vill endurskoða málskotsrétt Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. 20.7.2004 00:01 Alþingi ræðir frumvarp um afnám Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. 20.7.2004 00:01 Ákvörðun forseta stendur eftir Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring. 20.7.2004 00:01 Vill enn fjölmiðlalög Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina. 20.7.2004 00:01 Afturköllun vegna stjórnlagakreppu Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um afturköllun fjölmiðlalaganna segir meirihluti allsherjarefndar í áliti sínu að hann telji að þau standist stjórnarskrá. Synjun forsetans á lögunum hafi leitt til stjórnlagakreppu um túlkun stjórnarskrár 20.7.2004 00:01 Framkvæmdir fyrir endur Hringbraut hefur verið þrengd við Sæmundargötu þar sem verið er að endurnýja ræsi fyrir endur svo þær komist leiðar sinnar undir akbrautina. Umferð hefur ekki raskast verulega vegna framkvæmdanna sem lýkur um miðjan ágúst, þó mönnum seinki líklega aðeins á háannatíma. 19.7.2004 00:01 Ísland í dag og fyrir 30 árum Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 19.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki brella að afturkalla lögin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það ekki brellu að afturkalla fjölmiðlalögin, eins og nú hefur verið gert, og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir „brelluummæli“ á heimasíðu sinni hafa átt við breytingar á lögunum en ekki afturköllun þeirra. 21.7.2004 00:01
Nauðlending í Húsafelli "Ég reyndi bara að bregðast við eins og ég var þjálfuð til að gera og halda mér rólegri og held að það hafi komið mér til bjargar," segir Margrét Linnet flugmaður, sem nauðlenti flugvél í Húsafelli í gær. 21.7.2004 00:01
Gert að sæta geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal, manninum sem grunaður er um að hafa banað Sri Rahmawati, var framlengt um þrjár vikur í gær eða til 11. ágúst. Þá var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Hákon hefur tekið sér þriggja daga frest til að ákveða hvort hann kæri gæsluvarðhaldsúrskurðinn. 21.7.2004 00:01
Skaðsemi áfengisdrykkju mæðra Eitt af hverjum hundrað börnum skaðast vegna þess að móðirin hefur neytt áfengis á meðgöngu. Þá getur jafnvel lítil drykkja leitt til námserfiðleika og andlegra truflana. 21.7.2004 00:01
Landhelgin óvarin Landhelgin er nú óvarin þar sem bæði varðskipin sem Landhelgisgæslan rekur eru í höfn. Samþykkt var að smíða nýtt varðskip fyrir átta árum en ekkert hefur orðið af því. 21.7.2004 00:01
Rannsókn á áhrifum háspennulína Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að heilbrigðisyfirvöld rannsaki möguleg áhrif háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann. Hún er ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur, verðandi umhverfisráðherra, og fleirum, flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið. 21.7.2004 00:01
Varnarsvæðið nær út fyrir girðingu Vopnaðir bandarískir hermenn hafa þrisvar á skömmum tíma haft afskipti af ljósmyndurum Víkurfrétta. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir varnarsvæðið ná út fyrir girðinguna sem umlykur herstöðina. 21.7.2004 00:01
Davíð á sjúkrahúsi Davíð Oddsson forsætisráðherra var í nótt fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús vegna verkja í kviðarholi og er hann í rannsókn á sjúkrahúsinu, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 21.7.2004 00:01
Engin fjölmiðlalög Öll takmarkandi ákvæði er varða fjölmiðla hafa verið tekin út úr breyttu frumvarpi er kynnt verður á ríkisstjórnarfundi í dag. Einungis verða ákvæði um brottfall fyrri laga og breytingu á skipun útvarpsráðs. Samkomulag Davíðs og Halldórs kveður á um völd forseta verði einungis formleg. 20.7.2004 00:01
Yfir 400 fiskiskip á miðunum Yfir 400 fiskiskip eru nú á veiðum á Íslandsmiðum, enda veður með eindæmum gott. Nú rétt fyrir fréttir streymdu enn fleiri smábátar frá höfnum landsins og verða líklega fleiri en 500 skip á miðunum fyrir hádegi. 20.7.2004 00:01
Dornier fugvél hætti við lendingu Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli í morgun þegar Dornier vél Íslandsflugs var að koma frá Reykjavík. Þegar vélin var að koma inn til lendingar hætti flugmaðurinn skyndilega við og tók upp hjólin. Vélin hringsólaði yfir eyjunum í nokkurn tíma og lenti síðan í þriðju tilraun. 20.7.2004 00:01
5,2% hækkun byggingavísitölu á ári Vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um 5,2 % á einu ári. Vísitalan í júlí hækkar um 0,3 % frá fyrra mánuði og er 301,7 stig. 20.7.2004 00:01
Mörgum gistihúsum lokað Mörgum gistihúsum á landsbyggðinni verður lokað á næstu árum, vegna strangari krafna um brunavarnir. Margir gististaðir á landinu fengu slæma einkunn hjá brunamálastofnun, í nýútkominni skýrslu hennar. 20.7.2004 00:01
Hallinn meiri en leyfilegt er Hallinn á rekstri Ríkisendurskoðunar í fyrra var meiri en leyfilegt er samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ríkisendurskoðun fór 43 milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum. 20.7.2004 00:01
Saga fjölmiðlamálsins Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. 20.7.2004 00:01
Enginn fyrsti bekkur á Patró Enginn fyrsti bekkur verður í Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði í vetur, því aðeins eitt barn í þeim árgangi er til staðar til að hefja nám. Foreldrar barnsins óskuðu eftir því að að það fengi að hefja nám ári fyrr til þess að vera ekki eitt í bekk og var fallist á það. 20.7.2004 00:01
Fundi ríkisstjórnar lokið Davíð Oddsson sagðist hress eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun. Hann telur að allir séu sammála um það, fyrir utan þá sem eru hrein handbendi aðila útí bæ, að setja verði lög um fjölmiðla þó það verði gert síðar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan standa uppi sem sigurvegari í fjölmiðlamálinu. 20.7.2004 00:01
Málskotsréttur forseta úr sögunni Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma. 20.7.2004 00:01
Lögin voru hefndarleiðangur Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá. 20.7.2004 00:01
Mótmælendur skutu upp neyðarblysum Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 í gær um að neyðarblys hefði sést út af Gróttu á Seltjarnarnesi. Stjórnstöðin óskaði þegar eftir því við strandarstöðvarnar að þær kölluðu út til skipa á svæðinu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg var einnig beðið um að senda björgunarbát þangað. 20.7.2004 00:01
Hefði viljað kosningar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, sem barist hefur gegn fjölmiðlalögunum, segist telja að lögin séu ekki á hendi Alþingis og að þjóðin hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að greiða um þau atkvæði. 20.7.2004 00:01
Blóðið er úr Sri Ramawati Niðurstaða hefur nú borist á DNA prófum vegna hvarfs Sri Ramawati. Í ljós hefur komið að blóð sem fannst í íbúð og bíl mannsins sem hefur verið handtekinn vegna hvarfs hennar, er allt úr Sri Ramawati. 20.7.2004 00:01
Staðfestir að fallið sé frá lögum Fundi allsherjarnefndar er lokið. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, rakti niðurstöður hans fyrir fréttamönnum, og var þar í fyrsta skipti staðfest opinberlega að fallið yrði frá lögum um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla. 20.7.2004 00:01
SH festir kaup á Seachill Ltd. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur fest kaup á 80% hlutafjár í breska matvælafyrirtækinu Seachill Ltd. sem sérhæfir sig í framleiðslu kældra sjávarafurða. Kaupverð hlutarins er 4,9 ma.kr. en áætluð velta Seachill er 12 ma.kr. á þessu ári. 20.7.2004 00:01
Eldur í rafstöðinni slökktur Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. 20.7.2004 00:01
Ljósmyndari umkringdur hermönnum Ljósmyndari Víkurfrétta var í dag umkringdur af hermönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var við störf sín fyrir utan hliðið að Patterson flugvelli. Hermenn og herlögreglumenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndarans og meinuðu honum að taka myndir af flugvellinum. 20.7.2004 00:01
Eldur í Elliðaárdal Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan tvö í gær. Talsvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem hýsir enga starfsemi og notað er sem geymsla. 20.7.2004 00:01
Hefði átt að kjósa Þarna er verið að gefa sér að þjóðin hefði hafnað lögunum og ekki síst gengið á rétt þeirra sem hefðu viljað fá tækifæri til þess að sýna samþykki sitt við lögin," segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður. 20.7.2004 00:01
Landhelgin óvarin Útlit er fyrir að ekkert íslenskt varðskip gæti landhelgi Íslands sem og öryggis sjómanna á hafi úti næstu tvo til þrjá dagana en eina varðskipið sem er við skyldustörf á hafi úti er á leið í land í vikufrí. 20.7.2004 00:01
Funda um miðjan ágúst Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar. 20.7.2004 00:01
Leita sátta Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. 20.7.2004 00:01
Bryggjuhátíð á Drangsnesi Siginn bútungur, lundi, hrefnukjöt, selskjöt og sigin grásleppa voru meðal þess sem var á boðstólum á árlegri Bryggjuhátíð sem haldin var í blíðskaparveðri á Drangsnesi um helgina. Fjölmenni var mætt á Bryggjuhátíðina á laugardaginn, sem orðinn er árviss viðburður í Drangsnesi. 20.7.2004 00:01
Skoðar Kárahnjúka vegna kæru Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins. 20.7.2004 00:01
Lögreglan sannfærð um sök Lögregla er sannfærð um að karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi, hafi ráðið hinni indónesísku Sri Ramawati bana. DNA-rannsókn staðfestir að blóð í íbúð mannsins og bíl sé allt úr konunni. Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, en maðurinn neitar enn sök. 20.7.2004 00:01
Þjóðarhreyfingin starfar áfram Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því. 20.7.2004 00:01
Norðurljós ekki á móti lögum Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir það fagnaðarefni að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Hann segist ekki vera á móti því að sett verði lög um eignarhald á fjölmiðlum, en fólk sem þekki fjölmiðla verði að koma að setningu slíkra laga. 20.7.2004 00:01
Skynsamlegt en samt brot Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar? 20.7.2004 00:01
Með Alþingi í gíslingu Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu. 20.7.2004 00:01
Vill endurskoða málskotsrétt Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar. 20.7.2004 00:01
Alþingi ræðir frumvarp um afnám Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. 20.7.2004 00:01
Ákvörðun forseta stendur eftir Fjölmiðlamálið svokallaða hefur nú tekið enda eftir þriggja mánaða sleitulausar umræður og deilur jafnt á Alþingi sem í samfélaginu. Umræður um málið á Alþingi voru hinar næstlengstu frá upphafi, en alls töluðu þingmenn í þrjá og hálfan sólarhring. 20.7.2004 00:01
Vill enn fjölmiðlalög Sjálfstæðismenn lýsa yfir vonbrigðum með málalyktir og sjá fram á að nýtt fjölmiðlafrumvarp verði lagt fram. Framsóknarmenn vildu koma í veg fyrir aukna sundrung. Stjórnarandstaðan segir niðurstöðuna gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina. 20.7.2004 00:01
Afturköllun vegna stjórnlagakreppu Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um afturköllun fjölmiðlalaganna segir meirihluti allsherjarefndar í áliti sínu að hann telji að þau standist stjórnarskrá. Synjun forsetans á lögunum hafi leitt til stjórnlagakreppu um túlkun stjórnarskrár 20.7.2004 00:01
Framkvæmdir fyrir endur Hringbraut hefur verið þrengd við Sæmundargötu þar sem verið er að endurnýja ræsi fyrir endur svo þær komist leiðar sinnar undir akbrautina. Umferð hefur ekki raskast verulega vegna framkvæmdanna sem lýkur um miðjan ágúst, þó mönnum seinki líklega aðeins á háannatíma. 19.7.2004 00:01
Ísland í dag og fyrir 30 árum Frönsk hjón og kvikmyndagerðarmenn, sem fjölluðu um Ísland á margmiðlunarsýningu árið 1971, hafa tekið upp þráðinn að nýju. Ætlunin er að bera saman Ísland í dag og Ísland fyrir 30 árum. 19.7.2004 00:01