Innlent

Nauðlenti skammt frá Húsafelli

Lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti skammt frá Húsafelli um 10:55 í morgun. Flugmaðurinn, sem er kona, lét flugturninn í Reykjavík vita skömmu eftir slysið og sagðist vera ómeidd. Hún var ein um borð. Konan sagði að eldur hefði komið upp í vélinni á flugi og því hefði hún ákveðið að nauðlenda. Ekki er vitað nákvæmlega hvar flugvélin nauðlenti en flugmaðurinn sagði að það væri u.þ.b. fjórar sjómílur frá Húsafelli. Vélin, sem er af gerðinni Cherokee, fór frá Reykjavík klukkan rúmlega 10 í morgun og áætlaði flugmaðurinn að fljúga til Húsafells, Selfoss og Blönduóss áður en hann snéri aftur til Reykjavíkur. Lögregla var á leið á staðinn á tólfta tímanum en rannsóknarnefnd flugslysa var þegar tilkynnt um slysið og fer hún með rannsókn málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×