Fleiri fréttir Turystyczna gorączka. Długie kolejki i puste półki. Z powodu rosnącej liczby podróżnych, w sklepach w Kirkjubæjarklaustur zaczyna brakować towarów. 20.7.2021 13:54 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20.7.2021 13:52 Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20.7.2021 13:29 Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. 20.7.2021 13:27 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20.7.2021 13:22 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20.7.2021 13:06 Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum. 20.7.2021 12:53 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20.7.2021 12:05 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20.7.2021 11:44 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þrjátíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu í sóttkví. 20.7.2021 11:41 23 stelpur í sóttkví eftir að kennari smitaðist á Laufásborg 23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg voru sendar í sóttkví eftir að leikskólakennari greindist með kórónuveiruna á sunnudag. Annar kennari greindist með veiruna í morgun, að sögn leikskólastýru. 20.7.2021 11:29 Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20.7.2021 11:13 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20.7.2021 11:02 Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. 20.7.2021 10:47 Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20.7.2021 10:43 Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20.7.2021 10:12 Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20.7.2021 08:53 Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. 20.7.2021 08:48 Þrettán ára drengur myrtur í skólanum Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær. 20.7.2021 08:09 Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir. 20.7.2021 08:01 Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20.7.2021 07:57 Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið. 20.7.2021 06:54 Brutust inn í skúr en vildu meina að hann hafi verið opinn Tilkynnt var um innbrot í skúr í miðbænum í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þrír einstaklingar í skúrnum. Þeir gáfu þær skýringar að skúrinn hafi verið opinn þegar að var komið. Þetta segir í dagbók lögreglu. 20.7.2021 06:28 „Ekki sá duglegasti að læra í Versló“ en lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum Íslendingur sem lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum segir að það hafi komið vinum og fjölskyldu sinni á óvart að hann hafi valið eðlisfræðinám þar sem hann var að eigin sögn ekkert sérstaklega duglegur að læra í menntaskóla. Hann myndi gjarnan vilja stunda geimrannsóknir við tunglið og stefnir á doktorsnám í faginu. 20.7.2021 06:01 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19.7.2021 23:32 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19.7.2021 22:57 Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19.7.2021 22:20 Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19.7.2021 22:00 Langar raðir og gestir tjaldsvæðisins í vandræðum með að finna sér mat Tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri er alveg að fyllast og virðist kominn upp hálfgerður vöruskortur á svæðinu vegna fjölda gesta þar. Mjög langar raðir mynduðust í verslunum svæðisins í dag þar sem lítið er eftir af fýsilegum matvælum. 19.7.2021 20:17 Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. 19.7.2021 19:31 Óléttri konu með smábarn vísað úr landi Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti. 19.7.2021 19:25 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á landamærum. 19.7.2021 18:01 Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. 19.7.2021 17:56 Smittölurnar voru rangar í morgun Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær en ekki sextán eins og sagði í fréttum í morgun. Almannavarnir sendu rangar tölur á fjölmiðla fyrir hádegi en hafa nú leiðrétt þær. 19.7.2021 17:33 Maðurinn sem flúði land grunaður um manndráp kominn aftur til Íslands Rúmenskur karlmaður sem braut farbann og flúði land á dögunum er kominn aftur til landsins. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana og var í farbanni til 1. september. 19.7.2021 17:03 Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19.7.2021 16:12 Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. 19.7.2021 16:08 Rás 2 ekki með Ingó á sérstökum bannlista Útvarpskonan Heiða, sem sér um Næturvakt Rásar 2 þar sem tekið er á móti óskalögum hlustenda, kom sér hjá því að spila lög með Ingólfi Þórarinssyni um helgina þó óskir um það lægju fyrir. 19.7.2021 15:33 Breytingar hjá Sky Lagoon: Brjóstin bera sigur úr býtum Starfsmenn Sky Lagoon munu hætta að gera greinarmun á kynjum varðandi hvað þyki fullnægjandi sundföt. Það er í kjölfar þess að gestur var beðin um að hylja brjóst sín í lóninu um helgina. 19.7.2021 14:55 Björn Þorvaldsson metinn hæfastur umsækjenda Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, hefur verið metinn hæfastur umsækjenda um stöðu dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 19.7.2021 14:20 Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. 19.7.2021 14:11 Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir 19.7.2021 14:10 Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19.7.2021 13:01 Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19.7.2021 12:31 Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19.7.2021 12:25 Sjá næstu 50 fréttir
Turystyczna gorączka. Długie kolejki i puste półki. Z powodu rosnącej liczby podróżnych, w sklepach w Kirkjubæjarklaustur zaczyna brakować towarów. 20.7.2021 13:54
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20.7.2021 13:52
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20.7.2021 13:29
Innflytjandinn ákveðið að fjarlægja allt markaðsefni með Gylfa Þór Innflytjandi orkudrykkjarins State Energy hefur ákveðið að taka niður allt auglýsingaefni með Gylfa Þór Sigurðssyni, fótboltamanni Everton og landsliðsmanni, sem mátti finna í Hagkaup og fleiri verslunum. 20.7.2021 13:27
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20.7.2021 13:22
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20.7.2021 13:06
Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum. 20.7.2021 12:53
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20.7.2021 12:05
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20.7.2021 11:44
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þrjátíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu í sóttkví. 20.7.2021 11:41
23 stelpur í sóttkví eftir að kennari smitaðist á Laufásborg 23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg voru sendar í sóttkví eftir að leikskólakennari greindist með kórónuveiruna á sunnudag. Annar kennari greindist með veiruna í morgun, að sögn leikskólastýru. 20.7.2021 11:29
Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 20.7.2021 11:13
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20.7.2021 11:02
Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. 20.7.2021 10:47
Forysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 20.7.2021 10:43
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20.7.2021 10:12
Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20.7.2021 08:53
Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. 20.7.2021 08:48
Þrettán ára drengur myrtur í skólanum Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær. 20.7.2021 08:09
Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir. 20.7.2021 08:01
Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. 20.7.2021 07:57
Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið. 20.7.2021 06:54
Brutust inn í skúr en vildu meina að hann hafi verið opinn Tilkynnt var um innbrot í skúr í miðbænum í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þrír einstaklingar í skúrnum. Þeir gáfu þær skýringar að skúrinn hafi verið opinn þegar að var komið. Þetta segir í dagbók lögreglu. 20.7.2021 06:28
„Ekki sá duglegasti að læra í Versló“ en lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum Íslendingur sem lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum segir að það hafi komið vinum og fjölskyldu sinni á óvart að hann hafi valið eðlisfræðinám þar sem hann var að eigin sögn ekkert sérstaklega duglegur að læra í menntaskóla. Hann myndi gjarnan vilja stunda geimrannsóknir við tunglið og stefnir á doktorsnám í faginu. 20.7.2021 06:01
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19.7.2021 23:32
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19.7.2021 22:57
Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19.7.2021 22:20
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19.7.2021 22:00
Langar raðir og gestir tjaldsvæðisins í vandræðum með að finna sér mat Tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri er alveg að fyllast og virðist kominn upp hálfgerður vöruskortur á svæðinu vegna fjölda gesta þar. Mjög langar raðir mynduðust í verslunum svæðisins í dag þar sem lítið er eftir af fýsilegum matvælum. 19.7.2021 20:17
Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. 19.7.2021 19:31
Óléttri konu með smábarn vísað úr landi Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti. 19.7.2021 19:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á landamærum. 19.7.2021 18:01
Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. 19.7.2021 17:56
Smittölurnar voru rangar í morgun Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær en ekki sextán eins og sagði í fréttum í morgun. Almannavarnir sendu rangar tölur á fjölmiðla fyrir hádegi en hafa nú leiðrétt þær. 19.7.2021 17:33
Maðurinn sem flúði land grunaður um manndráp kominn aftur til Íslands Rúmenskur karlmaður sem braut farbann og flúði land á dögunum er kominn aftur til landsins. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana og var í farbanni til 1. september. 19.7.2021 17:03
Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19.7.2021 16:12
Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. 19.7.2021 16:08
Rás 2 ekki með Ingó á sérstökum bannlista Útvarpskonan Heiða, sem sér um Næturvakt Rásar 2 þar sem tekið er á móti óskalögum hlustenda, kom sér hjá því að spila lög með Ingólfi Þórarinssyni um helgina þó óskir um það lægju fyrir. 19.7.2021 15:33
Breytingar hjá Sky Lagoon: Brjóstin bera sigur úr býtum Starfsmenn Sky Lagoon munu hætta að gera greinarmun á kynjum varðandi hvað þyki fullnægjandi sundföt. Það er í kjölfar þess að gestur var beðin um að hylja brjóst sín í lóninu um helgina. 19.7.2021 14:55
Björn Þorvaldsson metinn hæfastur umsækjenda Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, hefur verið metinn hæfastur umsækjenda um stöðu dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 19.7.2021 14:20
Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. 19.7.2021 14:11
Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir 19.7.2021 14:10
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19.7.2021 13:01
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19.7.2021 12:31
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19.7.2021 12:25