Fleiri fréttir

Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði

Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun mála í faraldrinum

Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut

Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði.

Esjan er horfin

Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni.

Vill sleppa við dóm því skömmin sé nægileg refsing

Maður sem ruddi sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings með fána Donalds Trump, verður mögulega sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið þann 6. janúar.

Grunaður morðingi svipti sig lífi í norsku fangelsi

Þrítugur karlmaður lést á sjúkrahúsi í Osló á föstudag. Hann var fluttur á sjúkrahús síðasta mánudag eftir að hafa reynt að taka eigið líf í fangelsi. Hann hafði verið ákærður fyrir morðið á Marianne Hansen í Hallerud þann 8. júní síðastliðinn.

Litlar breytingar á veðri í kortunum

Veðrið á Íslandi mun litlum breytingum taka á næstu dögum. Það mun einkennast af skýjum og dálítilli vætu með suðvestur- og vesturströndinni en björtu veðri og hlýindum víðast annarsstaðar. Á það sérstaklega við austanvert landið.

Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu

Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka.

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi

Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar.

70 prósent hleðslustöðva í Evrópusambandinu eru í þremur löndum

Flestar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru innan Hollands, Frakklands og Þýskalands, eða um 70%. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka umferð brunahreyfilsbíla, sérstaklega í borgum, virðist samkvæmt nýrri skýrslu um hleðslustöðvar, vanta talsvert upp á innviði.

Hrækt framan í öryggisvörð í miðbænum

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita gangandi vegfarendur auk viðskiptavina og starfsfólk verslunar í miðbænum. Maðurinn hrækti einnig framan í öryggisvörð verslunarinnar. Þetta og fleira segir í dagbók lögreglu.

Sól og sumar­blíða á Austur­landi

Gestir listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði héldu heim á leið í einmuna veðurblíðu í dag. Hiti á Austurlandi fór hæst í 26,7 stig á Hallormsstað en hefur annars verið í kringum 20 stig á svæðinu.

Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi.

Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum

Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum.

Hoppaði á bílum og stakk lög­regluna af

Rétt fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um mann sem var að hoppa upp á bíla í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði tók maðurinn til fótanna og komst undan lögreglu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Stefnu­mót við stutt­nefju á bjarg­brún á Langa­nesi

Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár.

Teiknari Múhameðs­myndanna er látinn

Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að stöðugt greinast fleiri Covid-smitaðir og þá er öldruð kona nú rúmliggjandi á Landspítalanum með farsóttina. Á sama tíma fara þúsundir ferðamanna um Leifsstöð á háannatíma og þar mynduðust miklar biðraðir í morgun.

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Standa í erfiðum björgunar­að­gerðum í Jökultungum

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í dag, auk hálendisvaktar björgunarsveita, vegna konu sem talin er fótbrotin efst í Jökultungum, milli Álftavatns og Hrafntinnuskers á gönguleiðinni Laugavegi.

Hjólhýsi brann til kaldra kola

Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér.

Gosmóðan er komin aftur

Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið.

Mikið um ölvunar­til­kynningar, há­vaða­til­kynningar og slags­mál

Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú.

Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví.

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Flugvöllurinn í Keflavík nálgast þolmörk, svo margir fara nú um hann. Þetta segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Suma daga þurfi lögreglan að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum tíma. 

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum

Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri.

Sjá næstu 50 fréttir