Fleiri fréttir

Sonurinn grunaður um morðið

Maðurinn sem er í haldi norsku lögreglunnar og grunaður um að hafa skotið lögfræðinginn Tor Kjærvik til bana, er sonur Kjærvik.

Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum.

Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“

Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag.

Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama.

Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs

Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti.

Spennan magnast áfram í Úkraínu

Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands.

Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna.

Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu.

„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“

„Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“

Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga

Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra.

Líkur á því að karl­maður verði færður upp lista VG

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Hraunrennslið minnkar

Hraunrennsli úr eldstöðvunum á Reykjanesskaga hefur minnkað aftur, en það jókst í síðustu viku með opnun nýrra gíga. Flatarmál hrauns hefur þá vaxið hlutfallslega lítið síðustu sólarhringa.

Þing­kona í ræktinni hjá systur sinni

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska.

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Fluttur af sótt­kvíar­hótelinu á sjúkra­hús

Flytja þurfti gest á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi nú í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort veikindin voru af völdum Covid-19 eða ekki.

Svandís komin með minnisblað Þórólfs

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur af­hent Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra minn­is­blað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Eldfimt ástand í Minnesota

Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana.

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag.

Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið.

Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum

Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið.

Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir.

Áslaug: Spurningar vöknuðu eftir ríkisstjórnarfund

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir spurningar hafa vaknað um lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús eftir að hún var kynnt á ríkisstjórnarfundi 30. mars. 

Skaut mann ítrekað fyrir utan sjúkrahús í París

Lögreglan í París letar manns sem hóf skothríð fyrir utan sjúkrahús í borginni í dag. Hann skaut einn til bana og særði konu alvarlega, áður en hann flúði af vettvangi á mótorhjóli.

Tvö grömm af kannabis komu upp um kolsvartar milljónir

Lögreglan á Suðurlandi lagði á dögunum hald á tvö grömm af kannabisefnum hjá karlmanni búsettum á Suðurlandi. Haldlagning efnanna ein og sér teldist tæplega til tíðinda ef ekki væri fyrir það sem átti eftir að koma í ljós.

Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði

Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli.

Sjá næstu 50 fréttir