Fleiri fréttir

Kórónaveiran komin til Finnlands

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.

Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir.

Uppruni botúlisma-eitrunar enn á huldu

Niðurstöður úr matvælasýnum sem voru tekin til rannsóknar vegna bótulisma eitrunar sem greindist í fullorðnum karlmanni síðustu viku liggja fyrir. Eitrunina var ekki hægt að rekja til þeirra matvæla.

Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir

Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara.

Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti

Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna.

Fujimori fangelsuð á ný

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, Keiko Fujimori, hefur verið fangelsuð á ný en henni var sleppt í nóvember eftir að hafa dúsað í fangaklefa í þrettán mánuði.

„Sú gula lætur sjá sig syðra“

Það verður fremur hæg norðlæg átt í dag og á morgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík

Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð.

Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum

Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu.

Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti.

Heldur ekki fullum launum út kjör­tíma­bilið

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar.

Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins

Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein.

Telur ó­skyn­sam­legt að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði.

Sjá næstu 50 fréttir