Fleiri fréttir

Jörðin opnaðist undir rútu

Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær.

Fyrsti rafbíll Mini

BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans.

Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.

Harry og Meghan fá aðlögunartímabil

Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Við verðum í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli, förum yfir áhrif veðurhamsins og hvernig framhaldið lítur út. Í fréttatímanum fjöllum við líka um mál Íslendings sem handtekinn var á Spáni um helgina grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Booker dregur framboð sitt til baka

Aðeins einn blökkumaður er eftir í framboði í forvali Demókrataflokksins eftir að Cory Booker tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé.

Fresta kynningarfundi vegna veðurs

Fyrirhuguðum kynningarfundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð hefur verið frestað vegna veðurs.

Flugvirkjar samþykktu kjarasamning

Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning félagsins við Icelandair, sem undirritaður var þann 31. desember síðastliðinn

Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða

Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar.

Sóttu slasaðan sjómann

Skipstjóri frystitogara sem staddur var 40 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt og óskaði eftir aðstoð vegna slasaðs skipverja um borð.

Varð fyrir slysaskoti úr kindabyssu

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær þar sem skot hafði hlaupið úr kindabyssu og hæft framhandlegg manns sem var að aðstoða þann sem hélt á byssunni við að aflífa kind.

Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair

Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun.

Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu

Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband.

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í árekstri við snjóruðningstæki

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt.

Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni

Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Sjá næstu 50 fréttir