Fleiri fréttir

Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál

Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar.

Hér verður malbikað í höfuðborginni í dag

Malbikun á höfuðborgarsvæðinu er farin á fullt í góða veðrinu og verður áfram unnið við að fræsa og malbika í dag. Viðbúið er að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi.

Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum

Ísland hefur náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni.

Stóðu orkupakkavaktina til sex

Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann en umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun.

Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi

Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag

Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi

Stjórn félags kvenpresta skoraði á fulltrúa á héraðsfundi að standa upp og ganga út ef fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju myndi mæta. Hann hefur verið sakaður um áreitni í garð kvenna. Sr. Ólafur mætti ekki á fundinn.

Farage og félagar á feikimiklu flugi

Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþings­kosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið.

Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, telur frumvarp um Þjóðarsjóð illa ígrundað. Óvarlegt sé að láta einkaaðila sýsla með sjóðinn. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að lágmarka kostnað ríkisins.

IV. orkupakkinn samþykktur

Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða.

Hakkarar halda Baltimore í gíslingu

Bíræfnir tölvuþrjótar halda nú mikilvægum kerfum Baltimore-borgar í gíslingu. Tölvuþrjótarnir tóku yfir um tíu þúsund tölvur á vegum borgarinnar og krefjast þeir að fá 13 einingar af rafrænu myntinni Bitcoin í lausnargjald.

Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels

Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels

36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May

Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May.

Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því

26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.

Þristarnir fresta för til morguns

Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt.

Stærsta timburhús landsins verður við Malarhöfða

Gert er ráð fyrir að stærsta timburhús landsins munu rísa við Malarhöfða eftir að verkefnið Lifandi landslag var á meðal þeirra sem bar sigur úr bítum í samkeppni C40 um umhverfisvæna byggingu og vistvænt skipulag á reit á Malarhöfða hjá Elliðaárvogi.

Sjá næstu 50 fréttir