Fleiri fréttir

Þakk­læðning á hárri byggingu á Kefla­víkur­flug­velli að fjúka

Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.

Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót

Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim.

Taka þurfi fyrr og fastar á málum

Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans.

1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum

Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið.

Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst

Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds.

Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs.

Barni kastað niður tvær hæðir í Mall of America

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun gegn fimm ára gömlu barni en hann kastaði, eða ýtti því niður tvær hæðir í Mall of America á föstudaginn. Barnið er alvarlega slasað.

Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott

Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Framhaldsskólakennarar starfa sem leiðbeinendur í grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.

Iðn, verk og tækninám slær í gegn á Suðurlandi

Starfamessa var haldin miðvikudaginn 10. apríl í verknámshúsinu Hamri sem er hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands á vegum Atorku, sem er samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga og Sóknaráætlun Suðurlands.

Erfiðustu mögu­legu að­stæður

Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst.

Hvass­viðrið setur flug­sam­göngur enn úr skorðum

Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu.

Komu mjaldranna frestað vegna veðurs

Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku.

Mammon verði ekki sinnt á helgidögum

Alþýðusamband Íslands leggst gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um helgidagafrið. Kirkjuþing hefur þegar lagt blessun sína yfir breytingarnar. Lögfræðingur ASÍ segir „frelsi“ ekki duga sem rök í málinu.

Grunuð um ræktun fíkniefna

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafð afskipti af pari í hverfi 108 í Reykjavík í gærkvöldi vegna ræktun fíkniefna.

Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP

Frambjóðendur BJP, flokks Narendras Modi, forsætisráðherra Indlands, vekja athygli fyrir ummæli sín á öðrum degi þessara stærstu kosninga mannkynssögunnar.

Rukka Assange um málskostnað

Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum.

Ágúst Þór Árnason látinn

Ágúst Þór Árna­son, aðjunkt við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, lést á heim­ili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein.

Bar eld að klæðum sínum fyrir utan Hvíta húsið

Mikill viðbúnaður lögreglu var við húsakynni Hvíta hússins í dag þegar maður bar eld að klæðum sínum. Talið er að maðurinn glími við andleg veikindi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Maðurinn hlaut mikla áverka vegna brunans en hann er þó ekki í lífshættu.

Björgunarsveitir að störfum í Hafnarfirði

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna veðursins en tilkynnt var um að þakklæðningar séu að losna á tveimur húsum í Vallahverfi í Hafnarfirði.

Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra

Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang.

Varð strandaglópur í Boston

Fyrrverandi flugfreyjur WOW air halda fatamarkað á morgun til að fá örlítinn aur í vasann. Mikil samtaða og kærleikur hefur ríkt þeirra á milli síðustu tvær vikur.

Sjá næstu 50 fréttir