Fleiri fréttir

Gerir heimildarmynd um íslenska tónlist

Argentínskur maður er kominn hingað til lands til að ljúka við gerð myndar um íslenska tónlist. Hann varð hugfanginn þegar hann heyrði í Sigur Rós í kvikmynd með Tom Cruise. Þungarokkarar á Austurlandi komu honum á óvart.

Raggagarður stækkaður um helming

Vilborg Arnarsdóttir hafði frumkvæði að byggingu garðsins til minningar um son sinn sem lést í bílslysi. Ætlað að sameina foreldra og börn.

Leit hafin að lítilli flugvél

Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni.

Árásarinnar á Nagasaki minnst

70 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasaki. Slík vopn hafa ekki verið notuð í hernaði síðan.

Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur

Rannsókn á meintu mansali fiskverkafólks frá Póllandi sem kom upp á Bolungarvík hófst ekki fyrr en Verkalýðsfélagið á staðnum ýtti á eftir því. Formaður félagsins skorar á önnur verkalýðsfélög að vera á varðbergi gagnvart mansali og fylgjast vel með kjörum farandverkafólks.

Kominn tími á hinsegin forseta

Hinsegin barátta hefur ekki alltaf verið auðveld. En hún er líka saga kraftaverka og sigra. Hvar eru sigrarnir unnir og hvar má gera betur?

Þolandi verður að samþykkja brottvísun ofbeldismanns

Aðstoðaryfirlögreglustjóri segir ekki unnt að fjarlægja ofbeldismann af heimili án samþykkis þess sem verður fyrir ofbeldinu. Nágrannar heimilis þar sem heimilisofbeldi á sér stað eru hneykslaðir á vinnubrögðum lögreglu.

Verðbólgan hefur engin áhrif á vændi

Verð á vændi hefur ekki fylgt vísitölu neysluverðs sem neinu nemur. Vændiskonur þurfa að vinna töluvert meira eigi þær að búa við sömu kjör og fyrir tíu árum. Afbrotafræðingur segir framboð og eftirspurn stýra verði í undirheimum.

Sjá næstu 50 fréttir