Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin, þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. Myndin verður hinsvegar frumsýnd eftir áramót. Kvikmyndin Sundáhrifin er hluti af fransk-íslenskum þríleik, þar sem Didda Jónsdóttir fór með aðalhlutverkið en hinar myndirnar eru myndirnar Drottningin af Montreuil og Skrapp út. „Ég hef nú svona á tilfinningunni að hún sé enn að vinna með handritið. Ég eiginlega hlakka enn meira til að sjá hvað hún ætlaði að segja við okkur í restina,“ segir Didda sem er á leið til Frakklands til að vera við útförina. Didda segist telja að öllum hafi þótt gott að vinna með Sólveigu. Hún hafi verið góð við fólk. Henni hafi þótt vænt um mannkynið. Hún hafi haft húmor fyrir samstarfsfólkinu og íslensku hliðinni á sér sjálfri og þeim. Íslendingar séu þó stundum ruddalegri en hún hafi átt að venjast.Hún fór bara út að vinnaAlls gerði Sólveig fjórtán myndir á ferli sínu sem spannar innan við tvo áratugi. Didda segist telja að hún hafi ekki verið reiðubúin að deyja. Hún hafi átt meira inni en það. „Hún var ekki svona manneskja sem settist niður og bauð dauðanum í kaffi,“ segir Didda. „Hún fór bara út að vinna og vann sig frá hlutunum.“ Hún segist eiga eftir að sakna þess að heyra ekki fleiri skipanir frá Sólveigu, svo sem „aksjón Didda“ og „kött“. Hún segist telja að þannig sé um marga sem hafi verið að vinna með henni. Hún eigi þó eftir að eyða ævinni í að minnast hennar verka, og það þyki henni dálítið gott. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin, þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. Myndin verður hinsvegar frumsýnd eftir áramót. Kvikmyndin Sundáhrifin er hluti af fransk-íslenskum þríleik, þar sem Didda Jónsdóttir fór með aðalhlutverkið en hinar myndirnar eru myndirnar Drottningin af Montreuil og Skrapp út. „Ég hef nú svona á tilfinningunni að hún sé enn að vinna með handritið. Ég eiginlega hlakka enn meira til að sjá hvað hún ætlaði að segja við okkur í restina,“ segir Didda sem er á leið til Frakklands til að vera við útförina. Didda segist telja að öllum hafi þótt gott að vinna með Sólveigu. Hún hafi verið góð við fólk. Henni hafi þótt vænt um mannkynið. Hún hafi haft húmor fyrir samstarfsfólkinu og íslensku hliðinni á sér sjálfri og þeim. Íslendingar séu þó stundum ruddalegri en hún hafi átt að venjast.Hún fór bara út að vinnaAlls gerði Sólveig fjórtán myndir á ferli sínu sem spannar innan við tvo áratugi. Didda segist telja að hún hafi ekki verið reiðubúin að deyja. Hún hafi átt meira inni en það. „Hún var ekki svona manneskja sem settist niður og bauð dauðanum í kaffi,“ segir Didda. „Hún fór bara út að vinna og vann sig frá hlutunum.“ Hún segist eiga eftir að sakna þess að heyra ekki fleiri skipanir frá Sólveigu, svo sem „aksjón Didda“ og „kött“. Hún segist telja að þannig sé um marga sem hafi verið að vinna með henni. Hún eigi þó eftir að eyða ævinni í að minnast hennar verka, og það þyki henni dálítið gott.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira