Gerir heimildarmynd um íslenska tónlist Snærós Sindradóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Leandro hefur lengi unnið á sjónvarpsstöðinni Fox í Argentínu. Hann dreymir um að koma heimildarmyndinni sinni um íslenska tónlist á kvikmyndahátíðir um allan heim. vísir/ernir „Ég hef ekki þessa tengingu við Björk. Ég veit að hún er mjög hæfileikarík, en ég fæ ekki gæsahúð,“ segir Leandro Cerro, 27 ára gamall Argentínumaður, sem er staddur hér á landi til að gera heimildarmynd um íslenska tónlist. Leandro kom fyrst til Íslands fyrir ári og tók upp efni fyrir heimildarmyndina í fjóra mánuði. Nú er hann kominn aftur til að klára myndina. „Ég fann að ef ég kæmi og tæki bara upp það sem mér dytti í hug þá væri það mjög yfirborðskennt. Nú hef ég skýrari sýn. Það er gott að koma aftur og hafa annað sjónarhorn,“ segir Leandro. Hann segir að þrjú lög Sigur Rósar í spennumyndinni Vanilla Sky, sem skartaði Tom Cruise og Penelope Cruz, hafi kveikt áhugann á íslenskri tónlist. Í kjölfarið hafi hann farið að hlusta meira á íslenska tónlist og orðið heillaður. „Ég varð að koma og reyna að skilja af hverju ég finn til svona sterkrar tengingar við tónlistina ykkar.“ Leandro hefur í sumar farið á milli tónlistarhátíða. „Ég byrjaði á Kammerhátíð á Kirkjubæjarklaustri og fékk áfall yfir því hvað hátíðin var lítil. Það voru stundum fleiri á sviðinu en áhorfendur. Mér þótti hátíðin samt mjög fín og umhverfið fallegt.“ Næst fór hann á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Svo fór ég á Eistnaflug í Neskaupstað. Ég var með mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um þungarokkara og sá þá fyrir mér sem stóra og frekar ógnvekjandi menn,“ segir Leandro. Hátíðin átti þó eftir að koma honum á óvart fyrir að vera friðsæl. „Fyrsta daginn var ég að drekka bjór og borða í tjaldi við hliðina á tónleikastaðnum. Þá kemur risastór náungi að mér sem ég var skíthræddur við. Hann sagði djúpri röddu: „Þetta er það rómantískasta sem ég hef séð. Þú einn, að borða með kerti fyrir framan þig. Þetta er svo fokking rómantískt.“ Og svo labbaði hann bara í burtu.“ Seinna tók Leandro viðtal við manninn um áhuga hans á Skálmöld. „Metalhausar hafa þetta ógnvekjandi yfirbragð en svo eru þeir mjög hlýir og með stórt hjarta,“ segir hann. Áður en Leandro kom hingað fyrst ákvað hann að taka íslenskukúrs hjá Fjólu Dögg Hjaltadóttur í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. „Ég bjóst við því að vera einn. En svo voru 24 samlandar mínir mættir til að læra íslensku, og þeir voru allir þarna út af íslenskri tónlist. Hver einn og einasti.“ Hann segir íslensku erfiða í fyrstu. „En svo þegar þú ert kominn yfir erfiðasta hjallann er hún mjög blátt áfram. Svolítið eins og fólkið hér.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
„Ég hef ekki þessa tengingu við Björk. Ég veit að hún er mjög hæfileikarík, en ég fæ ekki gæsahúð,“ segir Leandro Cerro, 27 ára gamall Argentínumaður, sem er staddur hér á landi til að gera heimildarmynd um íslenska tónlist. Leandro kom fyrst til Íslands fyrir ári og tók upp efni fyrir heimildarmyndina í fjóra mánuði. Nú er hann kominn aftur til að klára myndina. „Ég fann að ef ég kæmi og tæki bara upp það sem mér dytti í hug þá væri það mjög yfirborðskennt. Nú hef ég skýrari sýn. Það er gott að koma aftur og hafa annað sjónarhorn,“ segir Leandro. Hann segir að þrjú lög Sigur Rósar í spennumyndinni Vanilla Sky, sem skartaði Tom Cruise og Penelope Cruz, hafi kveikt áhugann á íslenskri tónlist. Í kjölfarið hafi hann farið að hlusta meira á íslenska tónlist og orðið heillaður. „Ég varð að koma og reyna að skilja af hverju ég finn til svona sterkrar tengingar við tónlistina ykkar.“ Leandro hefur í sumar farið á milli tónlistarhátíða. „Ég byrjaði á Kammerhátíð á Kirkjubæjarklaustri og fékk áfall yfir því hvað hátíðin var lítil. Það voru stundum fleiri á sviðinu en áhorfendur. Mér þótti hátíðin samt mjög fín og umhverfið fallegt.“ Næst fór hann á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Svo fór ég á Eistnaflug í Neskaupstað. Ég var með mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um þungarokkara og sá þá fyrir mér sem stóra og frekar ógnvekjandi menn,“ segir Leandro. Hátíðin átti þó eftir að koma honum á óvart fyrir að vera friðsæl. „Fyrsta daginn var ég að drekka bjór og borða í tjaldi við hliðina á tónleikastaðnum. Þá kemur risastór náungi að mér sem ég var skíthræddur við. Hann sagði djúpri röddu: „Þetta er það rómantískasta sem ég hef séð. Þú einn, að borða með kerti fyrir framan þig. Þetta er svo fokking rómantískt.“ Og svo labbaði hann bara í burtu.“ Seinna tók Leandro viðtal við manninn um áhuga hans á Skálmöld. „Metalhausar hafa þetta ógnvekjandi yfirbragð en svo eru þeir mjög hlýir og með stórt hjarta,“ segir hann. Áður en Leandro kom hingað fyrst ákvað hann að taka íslenskukúrs hjá Fjólu Dögg Hjaltadóttur í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. „Ég bjóst við því að vera einn. En svo voru 24 samlandar mínir mættir til að læra íslensku, og þeir voru allir þarna út af íslenskri tónlist. Hver einn og einasti.“ Hann segir íslensku erfiða í fyrstu. „En svo þegar þú ert kominn yfir erfiðasta hjallann er hún mjög blátt áfram. Svolítið eins og fólkið hér.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira