Gerir heimildarmynd um íslenska tónlist Snærós Sindradóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Leandro hefur lengi unnið á sjónvarpsstöðinni Fox í Argentínu. Hann dreymir um að koma heimildarmyndinni sinni um íslenska tónlist á kvikmyndahátíðir um allan heim. vísir/ernir „Ég hef ekki þessa tengingu við Björk. Ég veit að hún er mjög hæfileikarík, en ég fæ ekki gæsahúð,“ segir Leandro Cerro, 27 ára gamall Argentínumaður, sem er staddur hér á landi til að gera heimildarmynd um íslenska tónlist. Leandro kom fyrst til Íslands fyrir ári og tók upp efni fyrir heimildarmyndina í fjóra mánuði. Nú er hann kominn aftur til að klára myndina. „Ég fann að ef ég kæmi og tæki bara upp það sem mér dytti í hug þá væri það mjög yfirborðskennt. Nú hef ég skýrari sýn. Það er gott að koma aftur og hafa annað sjónarhorn,“ segir Leandro. Hann segir að þrjú lög Sigur Rósar í spennumyndinni Vanilla Sky, sem skartaði Tom Cruise og Penelope Cruz, hafi kveikt áhugann á íslenskri tónlist. Í kjölfarið hafi hann farið að hlusta meira á íslenska tónlist og orðið heillaður. „Ég varð að koma og reyna að skilja af hverju ég finn til svona sterkrar tengingar við tónlistina ykkar.“ Leandro hefur í sumar farið á milli tónlistarhátíða. „Ég byrjaði á Kammerhátíð á Kirkjubæjarklaustri og fékk áfall yfir því hvað hátíðin var lítil. Það voru stundum fleiri á sviðinu en áhorfendur. Mér þótti hátíðin samt mjög fín og umhverfið fallegt.“ Næst fór hann á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Svo fór ég á Eistnaflug í Neskaupstað. Ég var með mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um þungarokkara og sá þá fyrir mér sem stóra og frekar ógnvekjandi menn,“ segir Leandro. Hátíðin átti þó eftir að koma honum á óvart fyrir að vera friðsæl. „Fyrsta daginn var ég að drekka bjór og borða í tjaldi við hliðina á tónleikastaðnum. Þá kemur risastór náungi að mér sem ég var skíthræddur við. Hann sagði djúpri röddu: „Þetta er það rómantískasta sem ég hef séð. Þú einn, að borða með kerti fyrir framan þig. Þetta er svo fokking rómantískt.“ Og svo labbaði hann bara í burtu.“ Seinna tók Leandro viðtal við manninn um áhuga hans á Skálmöld. „Metalhausar hafa þetta ógnvekjandi yfirbragð en svo eru þeir mjög hlýir og með stórt hjarta,“ segir hann. Áður en Leandro kom hingað fyrst ákvað hann að taka íslenskukúrs hjá Fjólu Dögg Hjaltadóttur í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. „Ég bjóst við því að vera einn. En svo voru 24 samlandar mínir mættir til að læra íslensku, og þeir voru allir þarna út af íslenskri tónlist. Hver einn og einasti.“ Hann segir íslensku erfiða í fyrstu. „En svo þegar þú ert kominn yfir erfiðasta hjallann er hún mjög blátt áfram. Svolítið eins og fólkið hér.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
„Ég hef ekki þessa tengingu við Björk. Ég veit að hún er mjög hæfileikarík, en ég fæ ekki gæsahúð,“ segir Leandro Cerro, 27 ára gamall Argentínumaður, sem er staddur hér á landi til að gera heimildarmynd um íslenska tónlist. Leandro kom fyrst til Íslands fyrir ári og tók upp efni fyrir heimildarmyndina í fjóra mánuði. Nú er hann kominn aftur til að klára myndina. „Ég fann að ef ég kæmi og tæki bara upp það sem mér dytti í hug þá væri það mjög yfirborðskennt. Nú hef ég skýrari sýn. Það er gott að koma aftur og hafa annað sjónarhorn,“ segir Leandro. Hann segir að þrjú lög Sigur Rósar í spennumyndinni Vanilla Sky, sem skartaði Tom Cruise og Penelope Cruz, hafi kveikt áhugann á íslenskri tónlist. Í kjölfarið hafi hann farið að hlusta meira á íslenska tónlist og orðið heillaður. „Ég varð að koma og reyna að skilja af hverju ég finn til svona sterkrar tengingar við tónlistina ykkar.“ Leandro hefur í sumar farið á milli tónlistarhátíða. „Ég byrjaði á Kammerhátíð á Kirkjubæjarklaustri og fékk áfall yfir því hvað hátíðin var lítil. Það voru stundum fleiri á sviðinu en áhorfendur. Mér þótti hátíðin samt mjög fín og umhverfið fallegt.“ Næst fór hann á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Svo fór ég á Eistnaflug í Neskaupstað. Ég var með mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um þungarokkara og sá þá fyrir mér sem stóra og frekar ógnvekjandi menn,“ segir Leandro. Hátíðin átti þó eftir að koma honum á óvart fyrir að vera friðsæl. „Fyrsta daginn var ég að drekka bjór og borða í tjaldi við hliðina á tónleikastaðnum. Þá kemur risastór náungi að mér sem ég var skíthræddur við. Hann sagði djúpri röddu: „Þetta er það rómantískasta sem ég hef séð. Þú einn, að borða með kerti fyrir framan þig. Þetta er svo fokking rómantískt.“ Og svo labbaði hann bara í burtu.“ Seinna tók Leandro viðtal við manninn um áhuga hans á Skálmöld. „Metalhausar hafa þetta ógnvekjandi yfirbragð en svo eru þeir mjög hlýir og með stórt hjarta,“ segir hann. Áður en Leandro kom hingað fyrst ákvað hann að taka íslenskukúrs hjá Fjólu Dögg Hjaltadóttur í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. „Ég bjóst við því að vera einn. En svo voru 24 samlandar mínir mættir til að læra íslensku, og þeir voru allir þarna út af íslenskri tónlist. Hver einn og einasti.“ Hann segir íslensku erfiða í fyrstu. „En svo þegar þú ert kominn yfir erfiðasta hjallann er hún mjög blátt áfram. Svolítið eins og fólkið hér.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira