Innlent

Björgunarsveitir sóttu slasaðan mann við Hengifoss

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarmenn komu manninum til aðstoðar.
Björgunarmenn komu manninum til aðstoðar. vísir/stefán
Björgunarsveitirnar Jökull og Hérað á Austurlandi fóru í útkall um hádegisbil til að sækja mann sem hafði slasast við Hengifoss á Fljótsdalshéraði. Er óttast að maðurinn sé fótbrotinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Björgunarmenn fór á staðinn, hlúðu að manninum og komu honum í björgunarbíl sem ók honum í sjúkrabíl. Er hann núna á leið á sjúkrahús til skoðunar og frekari meðhöndlunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×