Þolandi verður að samþykkja brottvísun ofbeldismanns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu. Nordicphotos/getty „Ef ummerki sýna að einstaklingur hafi verið beittur líkamsmeiðingum þá gerum við allt til þess að tryggja öryggi fólks. Við getum þó illa bjargað fólki sem vill ekki láta bjarga sér,“ segir Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri um það hvers vegna einstaklingur sem beitir maka sinn ofbeldi sé ekki alltaf fjarlægður af heimilinu. Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna komur hans þangað um tiltekinn tíma. Fréttablaðið ræddi við nágranna heimilis þar sem heimilisofbeldi hefur verið við lýði í nokkurn tíma. Að sögn nágrannanna heyrast læti og högg oft í viku frá íbúð fólksins. Þá heyrist reglulega í konunni hrópa á hjálp. Einn nágrannanna segist hneykslaður á vinnubrögðum lögreglunnar. Í hvert skipti sem lögregluna beri að á heimili fólksins snúi hún til baka án þess að aðhafast neitt. Ástæðan sem lögregla gefi sé sú að konan þiggi ekki hjálp lögreglunnar. Nágrannarnir hafi þó útskýrt fyrir lögreglunni að skömmu áður hafi konan hrópað á hjálp og að maðurinn væri að fara að drepa hana.Alda Hrönn Jóhannesdóttir„Þegar aðstæðurnar eru svona þá snýst starf lögreglunnar um að tala um fyrir þeim sem beittur er ofbeldi,“ segir Alda Hrönn og bætir við að heimildir lögreglu til þess að fjarlægja ofbeldismann af heimili séu takmarkaðar þegar einstaklingurinn sem verður fyrir ofbeldinu vill ekki aðstoð.„Á tveggja vikna fresti förum við yfir hvert einasta svona mál, skoðum söguna og hvað við getum gert næst. Þannig að þegar lögreglan fer af vettvangi í svona aðstæðum er ekki þar með sagt að við séum hætt að skoða málið. Það kunna alveg að vera úrræði þó að nágrannarnir sjái það ekki,“ segir Alda Hrönn. Sigþrúður Guðmundsdóttir„Við fáum oft til okkar konur sem segja að lögreglan hafi oft verið búin að koma á heimilið og reyna að hjálpa þeim en þær hafi alltaf sagt ósatt þegar lögregluna bar að,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. „Þegar þær koma til okkar þá hafa þær loksins fengið kjarkinn til þess að þiggja aðstoð.“ Sigþrúður segir að þolandi ofbeldisins verði að samþykkja það að ofbeldismaðurinn sé tekinn af heimilinu. „Annars virkar þessi heimild lögreglunnar ekki. Ef lögreglan úrskurðar um brottvísun af heimili þá er enginn sem hefur eftirlit með því hvort ofbeldismaðurinn fer aftur á heimilið nema konan.“ Að sögn Sigþrúðar hefur lögreglan í auknum mæli boðið einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi upp á úrræðið. „Við fögnum því þó að það er aukin meðvitund hjá lögreglunni. Við vitum líka að lögreglan hvetur konurnar til þess að þiggja aðstoð og útskýrir fyrir þeim hvað felst í aðstoðinni.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ef ummerki sýna að einstaklingur hafi verið beittur líkamsmeiðingum þá gerum við allt til þess að tryggja öryggi fólks. Við getum þó illa bjargað fólki sem vill ekki láta bjarga sér,“ segir Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri um það hvers vegna einstaklingur sem beitir maka sinn ofbeldi sé ekki alltaf fjarlægður af heimilinu. Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna komur hans þangað um tiltekinn tíma. Fréttablaðið ræddi við nágranna heimilis þar sem heimilisofbeldi hefur verið við lýði í nokkurn tíma. Að sögn nágrannanna heyrast læti og högg oft í viku frá íbúð fólksins. Þá heyrist reglulega í konunni hrópa á hjálp. Einn nágrannanna segist hneykslaður á vinnubrögðum lögreglunnar. Í hvert skipti sem lögregluna beri að á heimili fólksins snúi hún til baka án þess að aðhafast neitt. Ástæðan sem lögregla gefi sé sú að konan þiggi ekki hjálp lögreglunnar. Nágrannarnir hafi þó útskýrt fyrir lögreglunni að skömmu áður hafi konan hrópað á hjálp og að maðurinn væri að fara að drepa hana.Alda Hrönn Jóhannesdóttir„Þegar aðstæðurnar eru svona þá snýst starf lögreglunnar um að tala um fyrir þeim sem beittur er ofbeldi,“ segir Alda Hrönn og bætir við að heimildir lögreglu til þess að fjarlægja ofbeldismann af heimili séu takmarkaðar þegar einstaklingurinn sem verður fyrir ofbeldinu vill ekki aðstoð.„Á tveggja vikna fresti förum við yfir hvert einasta svona mál, skoðum söguna og hvað við getum gert næst. Þannig að þegar lögreglan fer af vettvangi í svona aðstæðum er ekki þar með sagt að við séum hætt að skoða málið. Það kunna alveg að vera úrræði þó að nágrannarnir sjái það ekki,“ segir Alda Hrönn. Sigþrúður Guðmundsdóttir„Við fáum oft til okkar konur sem segja að lögreglan hafi oft verið búin að koma á heimilið og reyna að hjálpa þeim en þær hafi alltaf sagt ósatt þegar lögregluna bar að,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. „Þegar þær koma til okkar þá hafa þær loksins fengið kjarkinn til þess að þiggja aðstoð.“ Sigþrúður segir að þolandi ofbeldisins verði að samþykkja það að ofbeldismaðurinn sé tekinn af heimilinu. „Annars virkar þessi heimild lögreglunnar ekki. Ef lögreglan úrskurðar um brottvísun af heimili þá er enginn sem hefur eftirlit með því hvort ofbeldismaðurinn fer aftur á heimilið nema konan.“ Að sögn Sigþrúðar hefur lögreglan í auknum mæli boðið einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi upp á úrræðið. „Við fögnum því þó að það er aukin meðvitund hjá lögreglunni. Við vitum líka að lögreglan hvetur konurnar til þess að þiggja aðstoð og útskýrir fyrir þeim hvað felst í aðstoðinni.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira