Þolandi verður að samþykkja brottvísun ofbeldismanns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu. Nordicphotos/getty „Ef ummerki sýna að einstaklingur hafi verið beittur líkamsmeiðingum þá gerum við allt til þess að tryggja öryggi fólks. Við getum þó illa bjargað fólki sem vill ekki láta bjarga sér,“ segir Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri um það hvers vegna einstaklingur sem beitir maka sinn ofbeldi sé ekki alltaf fjarlægður af heimilinu. Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna komur hans þangað um tiltekinn tíma. Fréttablaðið ræddi við nágranna heimilis þar sem heimilisofbeldi hefur verið við lýði í nokkurn tíma. Að sögn nágrannanna heyrast læti og högg oft í viku frá íbúð fólksins. Þá heyrist reglulega í konunni hrópa á hjálp. Einn nágrannanna segist hneykslaður á vinnubrögðum lögreglunnar. Í hvert skipti sem lögregluna beri að á heimili fólksins snúi hún til baka án þess að aðhafast neitt. Ástæðan sem lögregla gefi sé sú að konan þiggi ekki hjálp lögreglunnar. Nágrannarnir hafi þó útskýrt fyrir lögreglunni að skömmu áður hafi konan hrópað á hjálp og að maðurinn væri að fara að drepa hana.Alda Hrönn Jóhannesdóttir„Þegar aðstæðurnar eru svona þá snýst starf lögreglunnar um að tala um fyrir þeim sem beittur er ofbeldi,“ segir Alda Hrönn og bætir við að heimildir lögreglu til þess að fjarlægja ofbeldismann af heimili séu takmarkaðar þegar einstaklingurinn sem verður fyrir ofbeldinu vill ekki aðstoð.„Á tveggja vikna fresti förum við yfir hvert einasta svona mál, skoðum söguna og hvað við getum gert næst. Þannig að þegar lögreglan fer af vettvangi í svona aðstæðum er ekki þar með sagt að við séum hætt að skoða málið. Það kunna alveg að vera úrræði þó að nágrannarnir sjái það ekki,“ segir Alda Hrönn. Sigþrúður Guðmundsdóttir„Við fáum oft til okkar konur sem segja að lögreglan hafi oft verið búin að koma á heimilið og reyna að hjálpa þeim en þær hafi alltaf sagt ósatt þegar lögregluna bar að,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. „Þegar þær koma til okkar þá hafa þær loksins fengið kjarkinn til þess að þiggja aðstoð.“ Sigþrúður segir að þolandi ofbeldisins verði að samþykkja það að ofbeldismaðurinn sé tekinn af heimilinu. „Annars virkar þessi heimild lögreglunnar ekki. Ef lögreglan úrskurðar um brottvísun af heimili þá er enginn sem hefur eftirlit með því hvort ofbeldismaðurinn fer aftur á heimilið nema konan.“ Að sögn Sigþrúðar hefur lögreglan í auknum mæli boðið einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi upp á úrræðið. „Við fögnum því þó að það er aukin meðvitund hjá lögreglunni. Við vitum líka að lögreglan hvetur konurnar til þess að þiggja aðstoð og útskýrir fyrir þeim hvað felst í aðstoðinni.“ Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
„Ef ummerki sýna að einstaklingur hafi verið beittur líkamsmeiðingum þá gerum við allt til þess að tryggja öryggi fólks. Við getum þó illa bjargað fólki sem vill ekki láta bjarga sér,“ segir Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri um það hvers vegna einstaklingur sem beitir maka sinn ofbeldi sé ekki alltaf fjarlægður af heimilinu. Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu og banna komur hans þangað um tiltekinn tíma. Fréttablaðið ræddi við nágranna heimilis þar sem heimilisofbeldi hefur verið við lýði í nokkurn tíma. Að sögn nágrannanna heyrast læti og högg oft í viku frá íbúð fólksins. Þá heyrist reglulega í konunni hrópa á hjálp. Einn nágrannanna segist hneykslaður á vinnubrögðum lögreglunnar. Í hvert skipti sem lögregluna beri að á heimili fólksins snúi hún til baka án þess að aðhafast neitt. Ástæðan sem lögregla gefi sé sú að konan þiggi ekki hjálp lögreglunnar. Nágrannarnir hafi þó útskýrt fyrir lögreglunni að skömmu áður hafi konan hrópað á hjálp og að maðurinn væri að fara að drepa hana.Alda Hrönn Jóhannesdóttir„Þegar aðstæðurnar eru svona þá snýst starf lögreglunnar um að tala um fyrir þeim sem beittur er ofbeldi,“ segir Alda Hrönn og bætir við að heimildir lögreglu til þess að fjarlægja ofbeldismann af heimili séu takmarkaðar þegar einstaklingurinn sem verður fyrir ofbeldinu vill ekki aðstoð.„Á tveggja vikna fresti förum við yfir hvert einasta svona mál, skoðum söguna og hvað við getum gert næst. Þannig að þegar lögreglan fer af vettvangi í svona aðstæðum er ekki þar með sagt að við séum hætt að skoða málið. Það kunna alveg að vera úrræði þó að nágrannarnir sjái það ekki,“ segir Alda Hrönn. Sigþrúður Guðmundsdóttir„Við fáum oft til okkar konur sem segja að lögreglan hafi oft verið búin að koma á heimilið og reyna að hjálpa þeim en þær hafi alltaf sagt ósatt þegar lögregluna bar að,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. „Þegar þær koma til okkar þá hafa þær loksins fengið kjarkinn til þess að þiggja aðstoð.“ Sigþrúður segir að þolandi ofbeldisins verði að samþykkja það að ofbeldismaðurinn sé tekinn af heimilinu. „Annars virkar þessi heimild lögreglunnar ekki. Ef lögreglan úrskurðar um brottvísun af heimili þá er enginn sem hefur eftirlit með því hvort ofbeldismaðurinn fer aftur á heimilið nema konan.“ Að sögn Sigþrúðar hefur lögreglan í auknum mæli boðið einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi upp á úrræðið. „Við fögnum því þó að það er aukin meðvitund hjá lögreglunni. Við vitum líka að lögreglan hvetur konurnar til þess að þiggja aðstoð og útskýrir fyrir þeim hvað felst í aðstoðinni.“
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira